Fyrrverandi prófessor í íslensku gagnrýnir málflutning forsætisráðherra um mannanöfn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. júní 2019 13:30 Eiríkur Rögnvaldsson var prófessor í íslenskri málfræði við HÍ og kenndi Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, þegar hún nam íslensku við þann sama skóla. Eiríkur Rögnvaldsson, fyrrverandi prófessor í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands, gagnrýnir málflutning Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í atkvæðagreiðslu um frumvarp til laga um mannanöfn sem fram fór á Alþingi í nótt. Í færslu á Facebook-síðu sinni segir Eiríkur það hafa komið óþægilega á óvart að heyra ráðherra segja það grundvallaratriði að breytingar á mannanöfnum verði ekki teknar úr samhengi við íslenska málstefnu. Katrín, sem er íslenskufræðingur að mennt og sat námskeið hjá Eiríki í Háskóla Íslands, greiddi atkvæði gegn frumvarpinu. Fyrsti flutningsmaður þess var Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar. Aðrir þingmenn Viðreisnar voru meðflutningsmenn auk þeirra Guðjóns S. Brjánssonar, Samfylkingu, og Björns Levís Gunnarssonar, Pírötum.Sjálfstæðisflokkurinn klofnaði Í frumvarpinu var lagt til að mannanafnefnd yrði lögð niður og réttur einstaklinga til að bera það nafn eða þau nöfn sem þeir kjósa yrði tryggður með lögum. Frumvarpið var fellt á þingi í nótt en Sjálfstæðisflokkurinn klofnaði í afstöðu sinni til þess þar sem þrír þingmenn flokksins, þar af einn ráðherra, þær Bryndís Haraldsdóttir, Hildur Sverrisdóttir og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, greiddu atkvæði með frumvarpinu. Þá greiddi Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, ekki atkvæði en aðrir Sjálfstæðismenn sem voru viðstaddir greiddu atkvæði gegn.Ræðu Katrínar má heyra hér að neðan.Grundvallarmisskilningur í málinu Eiríkur segir á Facebook að það hafi verið viðbúið að mannanafnafrumvarpið yrði fellt fyrst Vinstri græn lögðust gegn því. Segir hann að það sé vissulega rétt að frumvarpið hafi ekki verið fullkomið þótt breytingartillögur minnihlutans hafi verið mjög til bóta. „Það kom mér hins vegar óþægilega á óvart að heyra forsætisráðherra í atkvæðaskýringu segja það grundvallaratriði að breytingar á mannanafnalögum verði ekki teknar úr samhengi við íslenska málstefnu. Í þessu felst sú túlkun að lög um mannanöfn varði fyrst og fremst íslenskt mál. Það er að mínu mati grundvallarmisskilningur. Þetta er fyrst og fremst mannréttindamál og sem slíkt engu léttvægara en önnur mikilvæg mannréttindamál sem hafa verið afgreidd undanfarið - undir forystu VG. Það hafa engin rök verið færð fyrir því að breytingar á mannanafnalögum komi íslenskunni illa,“ segir Eiríkur.Borgarfulltrúi VG fullviss um annað betra frumvarp Hann bendir á að fyrst bíða eigi eftir endurskoðun á íslenskri málstefnu standi greinilega ekki til að endurskoða lög um mannanöfn á þessu kjörtímabili. Ástæðan sé sú að samkvæmt nýsamþykktri málstefnu um eflingu íslensku sem opinbers máls eigi þeirri endurskoðun ekki að ljúka fyrr en í árslok 2021. „Þá er fyrst hægt að fara að endurskoða mannanafnalög samkvæmt þessu þannig að við megum enn bíða í a.m.k. þrjú-fjögur ár eftir nýjum lögum. Á meðan sitjum við uppi með lög sem fela í sér skýr mannréttindabrot og megum búast við fjölda dómsmála sem ríkið mun væntanlega tapa eins og öllum málum út af lögunum hingað til - málum sem valda þeim sem í hlut eiga ómældri fyrirhöfn og hugarangri en ríkinu kostnaði,“ segir Eiríkur. Í umræðu sem skapast hefur við færsluna segir Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, að hún sjálf hefði greitt atkvæði með frumvarpinu. Þá kveðst hún hafa fulla trú á því að annað frumvarp í þessa veru komi fram sem verði betra og fáist samþykkt. Alþingi Íslenska á tækniöld Mannanöfn Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
Eiríkur Rögnvaldsson, fyrrverandi prófessor í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands, gagnrýnir málflutning Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í atkvæðagreiðslu um frumvarp til laga um mannanöfn sem fram fór á Alþingi í nótt. Í færslu á Facebook-síðu sinni segir Eiríkur það hafa komið óþægilega á óvart að heyra ráðherra segja það grundvallaratriði að breytingar á mannanöfnum verði ekki teknar úr samhengi við íslenska málstefnu. Katrín, sem er íslenskufræðingur að mennt og sat námskeið hjá Eiríki í Háskóla Íslands, greiddi atkvæði gegn frumvarpinu. Fyrsti flutningsmaður þess var Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar. Aðrir þingmenn Viðreisnar voru meðflutningsmenn auk þeirra Guðjóns S. Brjánssonar, Samfylkingu, og Björns Levís Gunnarssonar, Pírötum.Sjálfstæðisflokkurinn klofnaði Í frumvarpinu var lagt til að mannanafnefnd yrði lögð niður og réttur einstaklinga til að bera það nafn eða þau nöfn sem þeir kjósa yrði tryggður með lögum. Frumvarpið var fellt á þingi í nótt en Sjálfstæðisflokkurinn klofnaði í afstöðu sinni til þess þar sem þrír þingmenn flokksins, þar af einn ráðherra, þær Bryndís Haraldsdóttir, Hildur Sverrisdóttir og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, greiddu atkvæði með frumvarpinu. Þá greiddi Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, ekki atkvæði en aðrir Sjálfstæðismenn sem voru viðstaddir greiddu atkvæði gegn.Ræðu Katrínar má heyra hér að neðan.Grundvallarmisskilningur í málinu Eiríkur segir á Facebook að það hafi verið viðbúið að mannanafnafrumvarpið yrði fellt fyrst Vinstri græn lögðust gegn því. Segir hann að það sé vissulega rétt að frumvarpið hafi ekki verið fullkomið þótt breytingartillögur minnihlutans hafi verið mjög til bóta. „Það kom mér hins vegar óþægilega á óvart að heyra forsætisráðherra í atkvæðaskýringu segja það grundvallaratriði að breytingar á mannanafnalögum verði ekki teknar úr samhengi við íslenska málstefnu. Í þessu felst sú túlkun að lög um mannanöfn varði fyrst og fremst íslenskt mál. Það er að mínu mati grundvallarmisskilningur. Þetta er fyrst og fremst mannréttindamál og sem slíkt engu léttvægara en önnur mikilvæg mannréttindamál sem hafa verið afgreidd undanfarið - undir forystu VG. Það hafa engin rök verið færð fyrir því að breytingar á mannanafnalögum komi íslenskunni illa,“ segir Eiríkur.Borgarfulltrúi VG fullviss um annað betra frumvarp Hann bendir á að fyrst bíða eigi eftir endurskoðun á íslenskri málstefnu standi greinilega ekki til að endurskoða lög um mannanöfn á þessu kjörtímabili. Ástæðan sé sú að samkvæmt nýsamþykktri málstefnu um eflingu íslensku sem opinbers máls eigi þeirri endurskoðun ekki að ljúka fyrr en í árslok 2021. „Þá er fyrst hægt að fara að endurskoða mannanafnalög samkvæmt þessu þannig að við megum enn bíða í a.m.k. þrjú-fjögur ár eftir nýjum lögum. Á meðan sitjum við uppi með lög sem fela í sér skýr mannréttindabrot og megum búast við fjölda dómsmála sem ríkið mun væntanlega tapa eins og öllum málum út af lögunum hingað til - málum sem valda þeim sem í hlut eiga ómældri fyrirhöfn og hugarangri en ríkinu kostnaði,“ segir Eiríkur. Í umræðu sem skapast hefur við færsluna segir Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, að hún sjálf hefði greitt atkvæði með frumvarpinu. Þá kveðst hún hafa fulla trú á því að annað frumvarp í þessa veru komi fram sem verði betra og fáist samþykkt.
Alþingi Íslenska á tækniöld Mannanöfn Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira