Skrípaleikur Hörður Ægisson skrifar 21. júní 2019 07:00 Þætti einhverjum eðlilegt að forstjóri eftirlitsskylds félags á fjármálamarkaði færi fyrir nefnd sem ákvarðaði hæfi umsækjenda um starf forstjóra Fjármálaeftirlitsins? Vitaskuld ekki. Hagsmunaáreksturinn væri augljós. Það er hins vegar efnislega sú staða sem nú er uppi við val á næsta seðlabankastjóra. Frá og með næstu áramótum, þegar sameining Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins gengur í garð, verður hann æðsti yfirmaður með eftirlitsstarfsemi allra fjármálafyrirtækja landsins. Forsætisráðuneytinu, sem bárust kvartanir vegna hæfi Sigríðar Benediktsdóttur, formanns hæfisnefndar sem metur hæfi umsækjenda um embætti seðlabankastjóra á sama tíma og hún situr í bankaráði Landsbankans, þótti ekki ástæða til að gera athugasemdir við þetta fyrirkomulag. Þessi skipan mála er skandall, einn af mörgum frá því að ráðningarferlið hófst, og hefur rýrt stórkostlega trúverðugleika nefndarinnar. Þetta hefur verið klúður frá upphafi. Tímasetningin var óheppileg þegar embættið var auglýst laust til umsóknar í febrúar en þá hafði verið boðað frumvarp um að fjölga bankastjórum í fjóra – einn seðlabankastjóra og þrjá varaseðlabankastjóra – og að færa Seðlabankann og FME undir einn hatt. Nú er það orðið að lögum. Við mat á hæfi umsækjenda kaus nefndin hins vegar, en samkvæmt drögum að umsögn hennar metur hún fjóra mjög vel hæfa til að gegna starfi seðlabankastjóra, að taka í engu tillit til þeirra veigamiklu breytinga sem verða á embættinu með sameiningu bankans og FME. Sú nálgun tekur engu tali. Ein stærsta áskorun næsta seðlabankastjóra, sem mun krefjast mikilla stjórnunarhæfileika, verður að leiða það verkefni farsællega til lykta. Ekki er nóg að líta til hvaða embætta umsækjendur hafa gegnt – slíkt er enginn sjálfkrafa mælikvarði á hvort viðkomandi sé góður stjórnandi – heldur einnig þess árangurs sem þeir hafa náð í þeim störfum. Sú staðreynd að nefndin miðar umsögn sína við starfið í fortíð en ekki framtíð er því slíkur ágalli á hæfismatinu að forsætisráðherra, sem fer með skipunarvaldið, er ekki stætt á að reisa ákvörðun sína með það eitt til hliðsjónar. Umsögn nefndarinnar ber þess merki að niðurstaðan hafi verið gefin fyrirfram. Sett eru ný skilyrði, umfram það sem kveðið er á um í lögum og var ekki að finna í umsögnum fyrri hæfisnefnda frá 2014 og 2018, og rökstuðningur nefndarinnar, þegar honum er fyrir að fara, er í senn fátæklegur og handahófskenndur. Stjórnarformennska í nefnd opinberrar stofnunar, svo dæmi sé tekið, er tekin fram yfir framkvæmdastjórastöðu í stóru fjármálafyrirtæki við mat á stjórnunarhæfileikum. Þessi vinnubrögð, sem eru skrípaleikur, eru ekki boðleg. Þá bendir flest til að nefndin hafi ekki uppfyllt rannsóknarreglu stjórnsýsluréttarins og augljóst virðist að ekki hafi farið fram heildstætt mat á umsækjendum eins og ætla má að krafa sé gerð um. Hvað er til ráða? Sjái hæfisnefndin ekki að sér, sem er ekki við að búast, þá verða stjórnvöld að grípa í taumana. Sama hvaða skoðun menn kunna að hafa á því hver eigi að setjast í stól seðlabankastjóra þá er einsýnt að forystumenn ríkisstjórnarinnar, hafi þeir á annað borð áhuga á að vanda til verka í þessu stóra máli, geta að óbreyttu ekki gert neitt með marklausar niðurstöður nefndarinnar. Til að leysa hnútinn þarf forsætisráðherra þess vegna að ráðast í sjálfstæða rannsókn á hæfi umsækjenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Hörður Ægisson Seðlabankinn Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Þætti einhverjum eðlilegt að forstjóri eftirlitsskylds félags á fjármálamarkaði færi fyrir nefnd sem ákvarðaði hæfi umsækjenda um starf forstjóra Fjármálaeftirlitsins? Vitaskuld ekki. Hagsmunaáreksturinn væri augljós. Það er hins vegar efnislega sú staða sem nú er uppi við val á næsta seðlabankastjóra. Frá og með næstu áramótum, þegar sameining Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins gengur í garð, verður hann æðsti yfirmaður með eftirlitsstarfsemi allra fjármálafyrirtækja landsins. Forsætisráðuneytinu, sem bárust kvartanir vegna hæfi Sigríðar Benediktsdóttur, formanns hæfisnefndar sem metur hæfi umsækjenda um embætti seðlabankastjóra á sama tíma og hún situr í bankaráði Landsbankans, þótti ekki ástæða til að gera athugasemdir við þetta fyrirkomulag. Þessi skipan mála er skandall, einn af mörgum frá því að ráðningarferlið hófst, og hefur rýrt stórkostlega trúverðugleika nefndarinnar. Þetta hefur verið klúður frá upphafi. Tímasetningin var óheppileg þegar embættið var auglýst laust til umsóknar í febrúar en þá hafði verið boðað frumvarp um að fjölga bankastjórum í fjóra – einn seðlabankastjóra og þrjá varaseðlabankastjóra – og að færa Seðlabankann og FME undir einn hatt. Nú er það orðið að lögum. Við mat á hæfi umsækjenda kaus nefndin hins vegar, en samkvæmt drögum að umsögn hennar metur hún fjóra mjög vel hæfa til að gegna starfi seðlabankastjóra, að taka í engu tillit til þeirra veigamiklu breytinga sem verða á embættinu með sameiningu bankans og FME. Sú nálgun tekur engu tali. Ein stærsta áskorun næsta seðlabankastjóra, sem mun krefjast mikilla stjórnunarhæfileika, verður að leiða það verkefni farsællega til lykta. Ekki er nóg að líta til hvaða embætta umsækjendur hafa gegnt – slíkt er enginn sjálfkrafa mælikvarði á hvort viðkomandi sé góður stjórnandi – heldur einnig þess árangurs sem þeir hafa náð í þeim störfum. Sú staðreynd að nefndin miðar umsögn sína við starfið í fortíð en ekki framtíð er því slíkur ágalli á hæfismatinu að forsætisráðherra, sem fer með skipunarvaldið, er ekki stætt á að reisa ákvörðun sína með það eitt til hliðsjónar. Umsögn nefndarinnar ber þess merki að niðurstaðan hafi verið gefin fyrirfram. Sett eru ný skilyrði, umfram það sem kveðið er á um í lögum og var ekki að finna í umsögnum fyrri hæfisnefnda frá 2014 og 2018, og rökstuðningur nefndarinnar, þegar honum er fyrir að fara, er í senn fátæklegur og handahófskenndur. Stjórnarformennska í nefnd opinberrar stofnunar, svo dæmi sé tekið, er tekin fram yfir framkvæmdastjórastöðu í stóru fjármálafyrirtæki við mat á stjórnunarhæfileikum. Þessi vinnubrögð, sem eru skrípaleikur, eru ekki boðleg. Þá bendir flest til að nefndin hafi ekki uppfyllt rannsóknarreglu stjórnsýsluréttarins og augljóst virðist að ekki hafi farið fram heildstætt mat á umsækjendum eins og ætla má að krafa sé gerð um. Hvað er til ráða? Sjái hæfisnefndin ekki að sér, sem er ekki við að búast, þá verða stjórnvöld að grípa í taumana. Sama hvaða skoðun menn kunna að hafa á því hver eigi að setjast í stól seðlabankastjóra þá er einsýnt að forystumenn ríkisstjórnarinnar, hafi þeir á annað borð áhuga á að vanda til verka í þessu stóra máli, geta að óbreyttu ekki gert neitt með marklausar niðurstöður nefndarinnar. Til að leysa hnútinn þarf forsætisráðherra þess vegna að ráðast í sjálfstæða rannsókn á hæfi umsækjenda.
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar