Segir hækkun lánavaxta til að verja hagsmuni sjóðsfélaga Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. júní 2019 19:45 Starfandi stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verzlunarmanna segir að stjórnin hafi hækkað lánsvexti til að verja lífeyri hundrað og sjötíu þúsund sjóðsfélaga. Annars hefði verið hætta á að þeir greiddu með lánum sjóðsins. Núverandi stjórn starfar fram að næsta fundi þrátt fyrir að yfir helmingur hennar hafi misst umboð sitt. Fulltrúaráð VR afturkallaði í gær umboð fjögurra stjórnarmanna í Lífeyrissjóði verzlunarmanna vegna óánægju með boðaða hækkun á breytilegum vöxtum verðtryggðra sjóðfélagalána um núll komma tvö prósentustig. Fjórir nýir stjórnarmenn voru skipaðir í þeirra stað en ný stjórn tekur ekki við fyrr en eftir stjórnarfund sem hefur ekki verið boðaður. Meðal þeirra sem missti umboðið er Ólafur Reimar Jóhannesson stjórnarformaðurinn sem sagði jafnframt af sér sem stjórnarmaður í VR. Hann segir að ef ekki hefði komið til hækkunarinnar hefði stjórnin ekki verið að vinna að hagsmunum hundrað og sjötíu þúsund sjóðsfélaga, eða eftir samþykktum sjóðsins. Þá hefði getað komið til kasta Fjármálaeftirlitsins vegna laga um fjármálafyrirtæki. „Okkar hlutverk er að ávaxta fé sem kemur inní sjóðinn og við getum ekki framkvæmt það þannig að við séum að borga með einhverjum lánum sem aðrir þurfa þá að borga meira fyrir,“ segir Ólafur og bætir við að vaxtahækkunin taki til lána um 3.700 sjóðsfélaga. Gagnrýnt hefur verið að hækkunin hafi verið boðuð á sama tíma og Seðlabankinn lækkaði stýrivexti. „Ég skal viðurkenna það að tímasetningin var ekki góð en það var búið að ræða þetta í allt að ár,“ segir Ólafur. Ragnar Þór Ingólfsson segir að afskipti VR af ákvörðun stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hafi verið fullkomnlega eðlileg.Fulltrúaráð VR hefur verið gagnrýnt fyrir að skipta sér af stjórnarháttum Lífeyrissjóðssins. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir afskiptin fullkomnlega eðlileg, „Að halda því fram að afskipti verkalýðshreyfingarinnar séu eitthvað óeðlileg með því að beita okkur með þessum hætti er í besta falli hræsni. Það er komin tími til að verkalýðsfélög og almenningur geri þá kröfu á fjármálafyrirtæki að hætta þessu gegndarlausa vaxtaokri,“ segir Ragnar. Þá sé hagur sjóðsfélaga sé ekki bara varin með ávöxtun lífeyrisgreiðslna. „Það er ekki bara ávöxtunarkrafan sem tryggir lífeyrisþegum góða afkomu það er fyrst og fremst gæði fjárfestinga lífeyrissjóðanna,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson. Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Fráfarandi stjórnarformaður LV telur illa að sér og öðrum stjórnarmönnum vegið Ólafur Reimar Gunnarsson, fráfarandi stjórnarmaður í VR og fráfarandi stjórnarformaður í Lífeyrissjóði verzlunarmanna hefur sagt af sér sem stjórnarmaður í VR eftir að fulltrúaráð VR ákvað að afturkalla umboð stjórnarmanna félagsins í stjórn LV. Hann telur illa vegið sér og öðrum stjórnarmönnum LV með ákvörðun fulltrúaráðs VR. 20. júní 2019 21:49 Vaxtahækkunin niðurlægjandi fyrir verkalýðshreyfinguna Rök stjórnarmanna í Lífeyrissjóði verslunarmanna fyrir vaxtahækkun halda hvorki vatni né vindum að sögn formanns VR. 21. júní 2019 08:45 Þorsteinn segir inngrip stjórnar VR í störf lífeyrissjóðsins grafalvarleg Þorsteinn Víglundsson hefur þungar áhyggjur af ákvörðunar trúnaðarráðs VR. 21. júní 2019 13:32 Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Ekkert lát á sumarveðrinu Veður Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Fleiri fréttir Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Sjá meira
Starfandi stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verzlunarmanna segir að stjórnin hafi hækkað lánsvexti til að verja lífeyri hundrað og sjötíu þúsund sjóðsfélaga. Annars hefði verið hætta á að þeir greiddu með lánum sjóðsins. Núverandi stjórn starfar fram að næsta fundi þrátt fyrir að yfir helmingur hennar hafi misst umboð sitt. Fulltrúaráð VR afturkallaði í gær umboð fjögurra stjórnarmanna í Lífeyrissjóði verzlunarmanna vegna óánægju með boðaða hækkun á breytilegum vöxtum verðtryggðra sjóðfélagalána um núll komma tvö prósentustig. Fjórir nýir stjórnarmenn voru skipaðir í þeirra stað en ný stjórn tekur ekki við fyrr en eftir stjórnarfund sem hefur ekki verið boðaður. Meðal þeirra sem missti umboðið er Ólafur Reimar Jóhannesson stjórnarformaðurinn sem sagði jafnframt af sér sem stjórnarmaður í VR. Hann segir að ef ekki hefði komið til hækkunarinnar hefði stjórnin ekki verið að vinna að hagsmunum hundrað og sjötíu þúsund sjóðsfélaga, eða eftir samþykktum sjóðsins. Þá hefði getað komið til kasta Fjármálaeftirlitsins vegna laga um fjármálafyrirtæki. „Okkar hlutverk er að ávaxta fé sem kemur inní sjóðinn og við getum ekki framkvæmt það þannig að við séum að borga með einhverjum lánum sem aðrir þurfa þá að borga meira fyrir,“ segir Ólafur og bætir við að vaxtahækkunin taki til lána um 3.700 sjóðsfélaga. Gagnrýnt hefur verið að hækkunin hafi verið boðuð á sama tíma og Seðlabankinn lækkaði stýrivexti. „Ég skal viðurkenna það að tímasetningin var ekki góð en það var búið að ræða þetta í allt að ár,“ segir Ólafur. Ragnar Þór Ingólfsson segir að afskipti VR af ákvörðun stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hafi verið fullkomnlega eðlileg.Fulltrúaráð VR hefur verið gagnrýnt fyrir að skipta sér af stjórnarháttum Lífeyrissjóðssins. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir afskiptin fullkomnlega eðlileg, „Að halda því fram að afskipti verkalýðshreyfingarinnar séu eitthvað óeðlileg með því að beita okkur með þessum hætti er í besta falli hræsni. Það er komin tími til að verkalýðsfélög og almenningur geri þá kröfu á fjármálafyrirtæki að hætta þessu gegndarlausa vaxtaokri,“ segir Ragnar. Þá sé hagur sjóðsfélaga sé ekki bara varin með ávöxtun lífeyrisgreiðslna. „Það er ekki bara ávöxtunarkrafan sem tryggir lífeyrisþegum góða afkomu það er fyrst og fremst gæði fjárfestinga lífeyrissjóðanna,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson.
Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Fráfarandi stjórnarformaður LV telur illa að sér og öðrum stjórnarmönnum vegið Ólafur Reimar Gunnarsson, fráfarandi stjórnarmaður í VR og fráfarandi stjórnarformaður í Lífeyrissjóði verzlunarmanna hefur sagt af sér sem stjórnarmaður í VR eftir að fulltrúaráð VR ákvað að afturkalla umboð stjórnarmanna félagsins í stjórn LV. Hann telur illa vegið sér og öðrum stjórnarmönnum LV með ákvörðun fulltrúaráðs VR. 20. júní 2019 21:49 Vaxtahækkunin niðurlægjandi fyrir verkalýðshreyfinguna Rök stjórnarmanna í Lífeyrissjóði verslunarmanna fyrir vaxtahækkun halda hvorki vatni né vindum að sögn formanns VR. 21. júní 2019 08:45 Þorsteinn segir inngrip stjórnar VR í störf lífeyrissjóðsins grafalvarleg Þorsteinn Víglundsson hefur þungar áhyggjur af ákvörðunar trúnaðarráðs VR. 21. júní 2019 13:32 Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Ekkert lát á sumarveðrinu Veður Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Fleiri fréttir Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Sjá meira
Fráfarandi stjórnarformaður LV telur illa að sér og öðrum stjórnarmönnum vegið Ólafur Reimar Gunnarsson, fráfarandi stjórnarmaður í VR og fráfarandi stjórnarformaður í Lífeyrissjóði verzlunarmanna hefur sagt af sér sem stjórnarmaður í VR eftir að fulltrúaráð VR ákvað að afturkalla umboð stjórnarmanna félagsins í stjórn LV. Hann telur illa vegið sér og öðrum stjórnarmönnum LV með ákvörðun fulltrúaráðs VR. 20. júní 2019 21:49
Vaxtahækkunin niðurlægjandi fyrir verkalýðshreyfinguna Rök stjórnarmanna í Lífeyrissjóði verslunarmanna fyrir vaxtahækkun halda hvorki vatni né vindum að sögn formanns VR. 21. júní 2019 08:45
Þorsteinn segir inngrip stjórnar VR í störf lífeyrissjóðsins grafalvarleg Þorsteinn Víglundsson hefur þungar áhyggjur af ákvörðunar trúnaðarráðs VR. 21. júní 2019 13:32