Íslenski boltinn

Grótta kláraði Magna í fyrri hálfleik en rólegt fyrir norðan | Sjáðu mörkin

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Grótta hefur unnið þrjá af síðustu fjórum leikjum sínum og gert eitt jafntefli.
Grótta hefur unnið þrjá af síðustu fjórum leikjum sínum og gert eitt jafntefli. vísir/ernir
Grótta átti ekki í neinum vandræðum með að leggja Magna að velli á Seltjarnarnesinu í 8. umferð Inkasso-deildar karla í dag. Lokatölur 4-1, Gróttu í vil.

Seltirningar hafa náð í tíu stig af tólf mögulegum í síðustu fjórum leikjum og eru í 4. sæti deildarinnar. Magnamenn eru hins vegar á botninum með fimm stig.

Grótta hafði mikla yfirburði í leiknum og voru komnir í 4-0 eftir 38 mínútur. Pétur Theodór Árnason skoraði tvívegis og Valtýr Már Michaelsson og Kristófer Orri Pétursson sitt markið hvor. Hinn 14 ára Orri Steinn Óskarsson lagði tvö markanna upp.

Gauti Gautason lagaði stöðuna fyrir Magna þegar tíu mínútur voru til leiksloka.





Á Akureyri gerðu Þór og Keflavík markalaust jafntefli í tíðindalitlum leik.

Stigið dugði Þórsurum til að komast aftur á topp deildarinnar. Þeir eru með 16 stig, jafn mörg og Fjölnismenn en betri markatölu. Keflvíkingar eru í 3. sætinu með 14 stig.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×