Þjóðdansar eru vinsælir hjá unga fólkinu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 23. júní 2019 19:45 Dansinn á grasflötinni við Húsið á Eyrarbakka heppnaðist vel og vakti athygli þeirra sem þangað komu. Mynd/Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þjóðdansar eru töff“, segir Elín Svava Elíasdóttir, barna og unglinga þjóðdansakennari hjá Þjóðdansafélagi Reykjavíkur en mikið af ungu fólki er að læra þjóðdansa . Dansararnir hafa nóg að gera við að sýna þjóðdansa víða um land, auk þess sem stór hópur þeirra er á leiðinni til Álandseyja á norrænt þjóðdansamót. Það var mikið um að vera á Eyrarbakka um helgina á jónsmessuhátíð í þorpinu. Einn af hápunktum dagsins í gær var þegar félagar frá Þjóðdansafélag Reykjavíkur mættur á grasflötina við húsið og sýndi nokkra söngdansa og gömludansa, áhorfendum til mikillar ánægju í veðurblíðunni. En út á hvað gengur starfsemi félagsins? „Hún gengur aðallega út á það að hafa skemmtilegt og dansa og halda við þessari gömlu hefð sem var í dansinum og söngnum“, segir Bent Pedersen, formaður félagsins. „Já og halda við sönggleðinni og halda við dansstílum og halda við tónlistinni og búningnum, þessum dýrmæta menningararfi okkar. Svo höfum við Bent fært út kvíarnar, við erum komin í hefðardansana líka“, segir Elín Svava.Ungt fólk hefur sótt meira og meira í félagið og hefur greinilega mjög gaman af dönsunum, sem félagið kennir. Starfsemin gengur vel og það er stórt mót framunda á Álandseyjum í sumar, sem er norrænt þjóðdansamót. Þrjátíu og þrír fara frá Íslandi, bróðurparturinn er unga fólkið í félaginu.En er lummó eða töff að dansa þjóðdans?„Mér finnst það rosalega gaman, ég er kannski fædd í þetta, við sjáum bara unga fólkið, menntaskólafólk og háskólafólk, sem er að streyma til okkar, það segir okkur að þetta er töff“, segir Elín. „Það kemur eftir aldri, þegar þau eru komin yfir unglingsárin þá fer það heldur að skána en unglingsárin eru kannski svolítið erfið í þessu, en þeir krakkar sem eru með okkur finnst þetta skemmtilegt, þau njóta þess“, segir Bent.Bent og Elín Svava, sem eru allt í öllu hjá Þjóðdansafélagi Reykjavíkur. Félagið var stofnað 1951 á þjóðhátíðardegi Íslands.Mynd/Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Dans Menning Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fannst heill á húfi Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Erlent Fleiri fréttir Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Sjá meira
„Þjóðdansar eru töff“, segir Elín Svava Elíasdóttir, barna og unglinga þjóðdansakennari hjá Þjóðdansafélagi Reykjavíkur en mikið af ungu fólki er að læra þjóðdansa . Dansararnir hafa nóg að gera við að sýna þjóðdansa víða um land, auk þess sem stór hópur þeirra er á leiðinni til Álandseyja á norrænt þjóðdansamót. Það var mikið um að vera á Eyrarbakka um helgina á jónsmessuhátíð í þorpinu. Einn af hápunktum dagsins í gær var þegar félagar frá Þjóðdansafélag Reykjavíkur mættur á grasflötina við húsið og sýndi nokkra söngdansa og gömludansa, áhorfendum til mikillar ánægju í veðurblíðunni. En út á hvað gengur starfsemi félagsins? „Hún gengur aðallega út á það að hafa skemmtilegt og dansa og halda við þessari gömlu hefð sem var í dansinum og söngnum“, segir Bent Pedersen, formaður félagsins. „Já og halda við sönggleðinni og halda við dansstílum og halda við tónlistinni og búningnum, þessum dýrmæta menningararfi okkar. Svo höfum við Bent fært út kvíarnar, við erum komin í hefðardansana líka“, segir Elín Svava.Ungt fólk hefur sótt meira og meira í félagið og hefur greinilega mjög gaman af dönsunum, sem félagið kennir. Starfsemin gengur vel og það er stórt mót framunda á Álandseyjum í sumar, sem er norrænt þjóðdansamót. Þrjátíu og þrír fara frá Íslandi, bróðurparturinn er unga fólkið í félaginu.En er lummó eða töff að dansa þjóðdans?„Mér finnst það rosalega gaman, ég er kannski fædd í þetta, við sjáum bara unga fólkið, menntaskólafólk og háskólafólk, sem er að streyma til okkar, það segir okkur að þetta er töff“, segir Elín. „Það kemur eftir aldri, þegar þau eru komin yfir unglingsárin þá fer það heldur að skána en unglingsárin eru kannski svolítið erfið í þessu, en þeir krakkar sem eru með okkur finnst þetta skemmtilegt, þau njóta þess“, segir Bent.Bent og Elín Svava, sem eru allt í öllu hjá Þjóðdansafélagi Reykjavíkur. Félagið var stofnað 1951 á þjóðhátíðardegi Íslands.Mynd/Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Dans Menning Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fannst heill á húfi Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Erlent Fleiri fréttir Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Sjá meira