Hamilton hefur unnið fjórar keppnir í röð og sex af átta keppnum ársins. Sigur Hamiltons í gær var afar öruggur en hann leiddi allan tímann.
Liðsfélagi Hamiltons á Mercedes, Valtteri Bottas, varð annar í gær og Charles Leclerc á Ferrari þriðji. Max Verstappen á Red Bull varð fjórði og Sebastian Vettel á Ferrari fimmti. Næsta keppni fer fram í Austurríki um næstu helgi.
Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson fóru yfir Frakklandskappaksturinn á Stöð 2 Sport í gær, en uppgjörsþátt þeirra má sjá hér fyrir neðan.