Slysahætta vegna tólf yfirgefinna bústaða Pálmi Kormákur skrifar 24. júní 2019 08:00 Ljóst er að ástandið er ekki boðlegt íbúum nærliggjandi byggðar. Heilbrigðiseftirlitið segir æskilegt að húsin verði rifin. Fréttablaðið/Stefán Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis hefur nú sent kröfu til Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu varðandi umgengni í og við tólf gamla sumarbústaði sem standa á svæðinu við strendur Elliðavatns, en allar lýsingarnar hljóða á svipaðan hátt: „Vatnsendablettur 170. Hús er að hrynja og er hættulegt, búið er að brjóta allt sem hægt er. Stendur opið. Hreinsa þarf allt lauslegt af lóðinni. Æskilegt að rífa húsið.“ „Vatnsendablettur 43. Hús illa farið, búið að brjóta allt sem hægt er. Stendur opið. Hreinsa þarf allt lauslegt af lóðinni. Æskilegt að rífa húsið. Bílhræ þarf að fjarlægja.“ Í bréfi heilbrigðiseftirlitsins til sýslumanns er ástandinu lýst. „Á svæðinu er nokkur fjöldi gamalla kofa eða smáhýsa sem á árum áður voru nýttir sem sumarbústaðir en hafa flestir staðir tómir og yfirgefnir um árabil. Skemmdarvargar hafa farið um svæðið og rústað bústöðum, brotið allar rúður, hurðir, skemmt veggi og palla og eyðilagt innréttingar og innbú.“ Þá segir í bréfinu að spýtnabrak, brotnar rúður og ýmiss konar rusl og jafnvel spilliefni sé víða dreift um lóðirnar. „Bifreiðar sem lagt hefur verið á svæðinu hafa einnig fengið að kenna á skemmdarvörgum. Ásýnd svæðisins er til verulegra lýta. Svæðið er ógirt. Slysahætta getur stafað af svæðinu fyrir börn, fullorðna og gæludýr þegar fólk á þarna leið um. Vaxandi fokhætta er frá svæðinu og viðbúið að skemmdarvargarnir kveiki í kofunum líkt og gerst hefur ítrekað austan Elliðavatns.“ Íbúar svæðisins hafa kvartað í næstum tvö ár yfir umgengninni en ekkert hefur breyst, en Hörður Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis segir það vera vegna flókinnar stöðu varðandi dánarbú látins eiganda lóðanna, Þorsteins Hjaltested. „Bréfið er nú til skoðunar hjá sýslumanni, en þar sem það eru mjög takmarkaðar heimildir sem sýslumaður hefur til athafna fyrir hönd dánarbús er þetta erindi til nánari umfjöllunar og hafa þeir því fengið frest til að svara fyrirspurn okkar.“ Í bréfinu vekur Heilbrigðiseftirlitið einnig athygli sýslumanns á því að Kópavogsbær bjóðist til að hreinsa lóðirnar á sinn kostnað, en þurfi formlegt samþykki lóðarhafa til að hefja hreinsunarstarf. „Heilbrigðiseftirlitið skorar á forsvarsmann dánarbúsins að nýta sér þessa þjónustu Kópavogsbæjar. Að öðrum kosti mun heilbrigðiseftirlitið láta hreinsa lóðirnar á kostnað lóðarhafa.“ Birtist í Fréttablaðinu Kópavogur Skipulag Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira
Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis hefur nú sent kröfu til Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu varðandi umgengni í og við tólf gamla sumarbústaði sem standa á svæðinu við strendur Elliðavatns, en allar lýsingarnar hljóða á svipaðan hátt: „Vatnsendablettur 170. Hús er að hrynja og er hættulegt, búið er að brjóta allt sem hægt er. Stendur opið. Hreinsa þarf allt lauslegt af lóðinni. Æskilegt að rífa húsið.“ „Vatnsendablettur 43. Hús illa farið, búið að brjóta allt sem hægt er. Stendur opið. Hreinsa þarf allt lauslegt af lóðinni. Æskilegt að rífa húsið. Bílhræ þarf að fjarlægja.“ Í bréfi heilbrigðiseftirlitsins til sýslumanns er ástandinu lýst. „Á svæðinu er nokkur fjöldi gamalla kofa eða smáhýsa sem á árum áður voru nýttir sem sumarbústaðir en hafa flestir staðir tómir og yfirgefnir um árabil. Skemmdarvargar hafa farið um svæðið og rústað bústöðum, brotið allar rúður, hurðir, skemmt veggi og palla og eyðilagt innréttingar og innbú.“ Þá segir í bréfinu að spýtnabrak, brotnar rúður og ýmiss konar rusl og jafnvel spilliefni sé víða dreift um lóðirnar. „Bifreiðar sem lagt hefur verið á svæðinu hafa einnig fengið að kenna á skemmdarvörgum. Ásýnd svæðisins er til verulegra lýta. Svæðið er ógirt. Slysahætta getur stafað af svæðinu fyrir börn, fullorðna og gæludýr þegar fólk á þarna leið um. Vaxandi fokhætta er frá svæðinu og viðbúið að skemmdarvargarnir kveiki í kofunum líkt og gerst hefur ítrekað austan Elliðavatns.“ Íbúar svæðisins hafa kvartað í næstum tvö ár yfir umgengninni en ekkert hefur breyst, en Hörður Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis segir það vera vegna flókinnar stöðu varðandi dánarbú látins eiganda lóðanna, Þorsteins Hjaltested. „Bréfið er nú til skoðunar hjá sýslumanni, en þar sem það eru mjög takmarkaðar heimildir sem sýslumaður hefur til athafna fyrir hönd dánarbús er þetta erindi til nánari umfjöllunar og hafa þeir því fengið frest til að svara fyrirspurn okkar.“ Í bréfinu vekur Heilbrigðiseftirlitið einnig athygli sýslumanns á því að Kópavogsbær bjóðist til að hreinsa lóðirnar á sinn kostnað, en þurfi formlegt samþykki lóðarhafa til að hefja hreinsunarstarf. „Heilbrigðiseftirlitið skorar á forsvarsmann dánarbúsins að nýta sér þessa þjónustu Kópavogsbæjar. Að öðrum kosti mun heilbrigðiseftirlitið láta hreinsa lóðirnar á kostnað lóðarhafa.“
Birtist í Fréttablaðinu Kópavogur Skipulag Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira