Ekki alveg jafn einstakt og Guðmundur landsliðsþjálfari talaði um Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júní 2019 12:30 Erlingur Richardsson og Guðmundur Guðmundsson. Samsett mynd/Getty og Andri Marinó Tveir íslenskir handboltaþjálfarar voru reiðubúnir að veðja á unga leikmenn í lykilhlutverkum í landsliðum sínum og tókst þeim báðum að koma landsliðum sínum á Evrópumótið í handbolta sem fer fram í Austurríki, Svíþjóð og Noregi í byrjun næsta árs. Erlingur Richardsson þjálfari hollenska handboltalandsliðsins getur ekki verið alveg sammála þeirri fullyrðingu Guðmundar Þórðar Guðmundssonar, þjálfara íslenska landsliðsins, um að aldursskipting íslenska landsliðsins í júníleikjunum sé einstök meðal handboltalandsliða Evrópu. Íslenska karlalandsliðið í handbolta tryggði sér sæti á EM 2020 en það gerði líka hollenska landsliðið undir stjórn Erlings. Þetta er í fyrsta sinn sem Hollendingar verða með á EM í handbolta og líkt og Guðmundur hér á Íslandi þá er landi hans Erlingur að búa til framtíðarlandslið í Hollandi. Eftir síðasta leik Íslands í undankeppninni talaði Guðmundur Guðmundsson um að það væri einstakt í Evrópu að spila fimm leikmönnum, fæddum 1995 eða síðar, í fyrstu sókninni eða fyrstu vörninni, líkt og var raunin hjá íslenska liðinu á móti Tyrkjum. „Þetta er einstakt bara. Það er ekkert lið í Evrópu í sömu stöðu. Við ákváðum bara að taka þessi skref að mörgu leyti fyrr en við plönuðum þannig lagað. Við ákváðum bara að taka ákveðin skref. Þau hafa verið sársaukafull og erfið. Ég er bara mjög stoltur af liðinu í dag. Við eigum auðvitað langt í land og við munum misstíga okkur á leiðinni. Við eigum tvö til þrjú ár í land með þetta lið. Við verðum að gefa okkur þann tíma sem við þurfum,“ sagði Guðmundur við Vísi eftir leikinn. Við frekari skoðun kemur í ljós að þetta var ekki alveg jafn einstakt og Guðmundur landsliðsþjálfari talaði þarna um. Meðalaldur íslenska liðsins í leiknum var 26,2 ár en meðalaldur hollenska liðsins sem tryggði sér sæti á EM í fyrsta sinn var ekki nema 26,3 eða nánast það sama og hjá Íslandi. Erlingur Richardsson byrjaði líka með kornunga miðjublokk í lokaleiknum hjá Hollandi en þar voru tveir leikmenn fæddir árið 1996, einn fæddur árið 1995 og loks einn fæddur árið 1997. Sóknarmaðurinn og leikstjórnandinn Luc Steins er síðan fæddur árið 1995 en hann byrjaði fyrstu sókn liðsins. Fimm af átta byrjunarliðsmönnum Hollendinga voru því fæddir árið 1995 eða síðar. Sama var upp á teningnum hjá Guðmundi í byrjunarliði Íslands í leiknum á móti Tyrklandi. Þar var 19 ára markvörður (Viktor Gísli), 20 ára skytta (Teitur), 22 ára leikstjórnandi (Elvar Örn), 22 ára línumaður (Ýmir) og 24 ára varnarmaður (Daníel). Fimm af átta byrjunarliðsmönnum voru því fæddir 1995 eða síðar. Íslenska liðið er samt sem áður aðeins yngra en það hollenska, bæði byrjunarliðið sem og allur leikmannahópurinn. Það munar aftur á móti ekki miklu eins og sjá má hér fyrir neðan.Ungir leikmenn í íslensku vörninni eða þeir Ýmir Örn Gíslason og Daníel Þór Ingason.Vísir/Andri MarinóByrjunarliðsmenn Íslands (vörn og sókn) í lokaleiknum í undankeppni EM 2020: Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður (2000 - 19 ára) Guðjón Valur Sigurðsson, horn (1979 - 40 ára) Aron Pálmarsson, skytta (1990 - 29 ára) Elvar Örn Jónsson, leikstjórnandi (1997 - 22 ára) Teitur Örn Einarsson, skytta (1998 - 20 ára) Arnór Þór Gunnarsson, horn (1987 - 32 ára) Ýmir Örn Gíslason, lína (1997 - 22 ára) Daníel Þór Ingason, vörn (1995 - 24 ára)Meðalaldur byrjunarliðs: 26,1 árMeðalaldur markaskorara: 27,0 árMeðalaldur 14 manna hópsins: 26,2 árByrjunarliðsmenn Hollands (vörn og sókn) í lokaleiknum í undankeppni EM 2020: Gerrie Eijlers, markvörður (1980 - 39 ára) Jeffrey Boomhouwer, horn (1988 - 31 árs) Luc Steins, leikstjórnandi (1995 - 24 ára) Ephrahim Jerry, leikstjórnandi (1996 - 23 ára) Kay Smits, skytta (1997 - 22 ára) Bobby Schagen, horn (1990 - 29 ára) Evert Kooijman, lína (1996 - 23 ára) Robin Schoenaker, vörn (1995 - 24 ára)Meðalaldur byrjunarliðs: 26,9 árMeðalaldur markaskorara: 26,2 árMeðalaldur 14 manna hópsins: 26,3 ár EM 2020 í handbolta Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
Tveir íslenskir handboltaþjálfarar voru reiðubúnir að veðja á unga leikmenn í lykilhlutverkum í landsliðum sínum og tókst þeim báðum að koma landsliðum sínum á Evrópumótið í handbolta sem fer fram í Austurríki, Svíþjóð og Noregi í byrjun næsta árs. Erlingur Richardsson þjálfari hollenska handboltalandsliðsins getur ekki verið alveg sammála þeirri fullyrðingu Guðmundar Þórðar Guðmundssonar, þjálfara íslenska landsliðsins, um að aldursskipting íslenska landsliðsins í júníleikjunum sé einstök meðal handboltalandsliða Evrópu. Íslenska karlalandsliðið í handbolta tryggði sér sæti á EM 2020 en það gerði líka hollenska landsliðið undir stjórn Erlings. Þetta er í fyrsta sinn sem Hollendingar verða með á EM í handbolta og líkt og Guðmundur hér á Íslandi þá er landi hans Erlingur að búa til framtíðarlandslið í Hollandi. Eftir síðasta leik Íslands í undankeppninni talaði Guðmundur Guðmundsson um að það væri einstakt í Evrópu að spila fimm leikmönnum, fæddum 1995 eða síðar, í fyrstu sókninni eða fyrstu vörninni, líkt og var raunin hjá íslenska liðinu á móti Tyrkjum. „Þetta er einstakt bara. Það er ekkert lið í Evrópu í sömu stöðu. Við ákváðum bara að taka þessi skref að mörgu leyti fyrr en við plönuðum þannig lagað. Við ákváðum bara að taka ákveðin skref. Þau hafa verið sársaukafull og erfið. Ég er bara mjög stoltur af liðinu í dag. Við eigum auðvitað langt í land og við munum misstíga okkur á leiðinni. Við eigum tvö til þrjú ár í land með þetta lið. Við verðum að gefa okkur þann tíma sem við þurfum,“ sagði Guðmundur við Vísi eftir leikinn. Við frekari skoðun kemur í ljós að þetta var ekki alveg jafn einstakt og Guðmundur landsliðsþjálfari talaði þarna um. Meðalaldur íslenska liðsins í leiknum var 26,2 ár en meðalaldur hollenska liðsins sem tryggði sér sæti á EM í fyrsta sinn var ekki nema 26,3 eða nánast það sama og hjá Íslandi. Erlingur Richardsson byrjaði líka með kornunga miðjublokk í lokaleiknum hjá Hollandi en þar voru tveir leikmenn fæddir árið 1996, einn fæddur árið 1995 og loks einn fæddur árið 1997. Sóknarmaðurinn og leikstjórnandinn Luc Steins er síðan fæddur árið 1995 en hann byrjaði fyrstu sókn liðsins. Fimm af átta byrjunarliðsmönnum Hollendinga voru því fæddir árið 1995 eða síðar. Sama var upp á teningnum hjá Guðmundi í byrjunarliði Íslands í leiknum á móti Tyrklandi. Þar var 19 ára markvörður (Viktor Gísli), 20 ára skytta (Teitur), 22 ára leikstjórnandi (Elvar Örn), 22 ára línumaður (Ýmir) og 24 ára varnarmaður (Daníel). Fimm af átta byrjunarliðsmönnum voru því fæddir 1995 eða síðar. Íslenska liðið er samt sem áður aðeins yngra en það hollenska, bæði byrjunarliðið sem og allur leikmannahópurinn. Það munar aftur á móti ekki miklu eins og sjá má hér fyrir neðan.Ungir leikmenn í íslensku vörninni eða þeir Ýmir Örn Gíslason og Daníel Þór Ingason.Vísir/Andri MarinóByrjunarliðsmenn Íslands (vörn og sókn) í lokaleiknum í undankeppni EM 2020: Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður (2000 - 19 ára) Guðjón Valur Sigurðsson, horn (1979 - 40 ára) Aron Pálmarsson, skytta (1990 - 29 ára) Elvar Örn Jónsson, leikstjórnandi (1997 - 22 ára) Teitur Örn Einarsson, skytta (1998 - 20 ára) Arnór Þór Gunnarsson, horn (1987 - 32 ára) Ýmir Örn Gíslason, lína (1997 - 22 ára) Daníel Þór Ingason, vörn (1995 - 24 ára)Meðalaldur byrjunarliðs: 26,1 árMeðalaldur markaskorara: 27,0 árMeðalaldur 14 manna hópsins: 26,2 árByrjunarliðsmenn Hollands (vörn og sókn) í lokaleiknum í undankeppni EM 2020: Gerrie Eijlers, markvörður (1980 - 39 ára) Jeffrey Boomhouwer, horn (1988 - 31 árs) Luc Steins, leikstjórnandi (1995 - 24 ára) Ephrahim Jerry, leikstjórnandi (1996 - 23 ára) Kay Smits, skytta (1997 - 22 ára) Bobby Schagen, horn (1990 - 29 ára) Evert Kooijman, lína (1996 - 23 ára) Robin Schoenaker, vörn (1995 - 24 ára)Meðalaldur byrjunarliðs: 26,9 árMeðalaldur markaskorara: 26,2 árMeðalaldur 14 manna hópsins: 26,3 ár
EM 2020 í handbolta Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira