Ekki alveg jafn einstakt og Guðmundur landsliðsþjálfari talaði um Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júní 2019 12:30 Erlingur Richardsson og Guðmundur Guðmundsson. Samsett mynd/Getty og Andri Marinó Tveir íslenskir handboltaþjálfarar voru reiðubúnir að veðja á unga leikmenn í lykilhlutverkum í landsliðum sínum og tókst þeim báðum að koma landsliðum sínum á Evrópumótið í handbolta sem fer fram í Austurríki, Svíþjóð og Noregi í byrjun næsta árs. Erlingur Richardsson þjálfari hollenska handboltalandsliðsins getur ekki verið alveg sammála þeirri fullyrðingu Guðmundar Þórðar Guðmundssonar, þjálfara íslenska landsliðsins, um að aldursskipting íslenska landsliðsins í júníleikjunum sé einstök meðal handboltalandsliða Evrópu. Íslenska karlalandsliðið í handbolta tryggði sér sæti á EM 2020 en það gerði líka hollenska landsliðið undir stjórn Erlings. Þetta er í fyrsta sinn sem Hollendingar verða með á EM í handbolta og líkt og Guðmundur hér á Íslandi þá er landi hans Erlingur að búa til framtíðarlandslið í Hollandi. Eftir síðasta leik Íslands í undankeppninni talaði Guðmundur Guðmundsson um að það væri einstakt í Evrópu að spila fimm leikmönnum, fæddum 1995 eða síðar, í fyrstu sókninni eða fyrstu vörninni, líkt og var raunin hjá íslenska liðinu á móti Tyrkjum. „Þetta er einstakt bara. Það er ekkert lið í Evrópu í sömu stöðu. Við ákváðum bara að taka þessi skref að mörgu leyti fyrr en við plönuðum þannig lagað. Við ákváðum bara að taka ákveðin skref. Þau hafa verið sársaukafull og erfið. Ég er bara mjög stoltur af liðinu í dag. Við eigum auðvitað langt í land og við munum misstíga okkur á leiðinni. Við eigum tvö til þrjú ár í land með þetta lið. Við verðum að gefa okkur þann tíma sem við þurfum,“ sagði Guðmundur við Vísi eftir leikinn. Við frekari skoðun kemur í ljós að þetta var ekki alveg jafn einstakt og Guðmundur landsliðsþjálfari talaði þarna um. Meðalaldur íslenska liðsins í leiknum var 26,2 ár en meðalaldur hollenska liðsins sem tryggði sér sæti á EM í fyrsta sinn var ekki nema 26,3 eða nánast það sama og hjá Íslandi. Erlingur Richardsson byrjaði líka með kornunga miðjublokk í lokaleiknum hjá Hollandi en þar voru tveir leikmenn fæddir árið 1996, einn fæddur árið 1995 og loks einn fæddur árið 1997. Sóknarmaðurinn og leikstjórnandinn Luc Steins er síðan fæddur árið 1995 en hann byrjaði fyrstu sókn liðsins. Fimm af átta byrjunarliðsmönnum Hollendinga voru því fæddir árið 1995 eða síðar. Sama var upp á teningnum hjá Guðmundi í byrjunarliði Íslands í leiknum á móti Tyrklandi. Þar var 19 ára markvörður (Viktor Gísli), 20 ára skytta (Teitur), 22 ára leikstjórnandi (Elvar Örn), 22 ára línumaður (Ýmir) og 24 ára varnarmaður (Daníel). Fimm af átta byrjunarliðsmönnum voru því fæddir 1995 eða síðar. Íslenska liðið er samt sem áður aðeins yngra en það hollenska, bæði byrjunarliðið sem og allur leikmannahópurinn. Það munar aftur á móti ekki miklu eins og sjá má hér fyrir neðan.Ungir leikmenn í íslensku vörninni eða þeir Ýmir Örn Gíslason og Daníel Þór Ingason.Vísir/Andri MarinóByrjunarliðsmenn Íslands (vörn og sókn) í lokaleiknum í undankeppni EM 2020: Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður (2000 - 19 ára) Guðjón Valur Sigurðsson, horn (1979 - 40 ára) Aron Pálmarsson, skytta (1990 - 29 ára) Elvar Örn Jónsson, leikstjórnandi (1997 - 22 ára) Teitur Örn Einarsson, skytta (1998 - 20 ára) Arnór Þór Gunnarsson, horn (1987 - 32 ára) Ýmir Örn Gíslason, lína (1997 - 22 ára) Daníel Þór Ingason, vörn (1995 - 24 ára)Meðalaldur byrjunarliðs: 26,1 árMeðalaldur markaskorara: 27,0 árMeðalaldur 14 manna hópsins: 26,2 árByrjunarliðsmenn Hollands (vörn og sókn) í lokaleiknum í undankeppni EM 2020: Gerrie Eijlers, markvörður (1980 - 39 ára) Jeffrey Boomhouwer, horn (1988 - 31 árs) Luc Steins, leikstjórnandi (1995 - 24 ára) Ephrahim Jerry, leikstjórnandi (1996 - 23 ára) Kay Smits, skytta (1997 - 22 ára) Bobby Schagen, horn (1990 - 29 ára) Evert Kooijman, lína (1996 - 23 ára) Robin Schoenaker, vörn (1995 - 24 ára)Meðalaldur byrjunarliðs: 26,9 árMeðalaldur markaskorara: 26,2 árMeðalaldur 14 manna hópsins: 26,3 ár EM 2020 í handbolta Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Fótbolti Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Sjá meira
Tveir íslenskir handboltaþjálfarar voru reiðubúnir að veðja á unga leikmenn í lykilhlutverkum í landsliðum sínum og tókst þeim báðum að koma landsliðum sínum á Evrópumótið í handbolta sem fer fram í Austurríki, Svíþjóð og Noregi í byrjun næsta árs. Erlingur Richardsson þjálfari hollenska handboltalandsliðsins getur ekki verið alveg sammála þeirri fullyrðingu Guðmundar Þórðar Guðmundssonar, þjálfara íslenska landsliðsins, um að aldursskipting íslenska landsliðsins í júníleikjunum sé einstök meðal handboltalandsliða Evrópu. Íslenska karlalandsliðið í handbolta tryggði sér sæti á EM 2020 en það gerði líka hollenska landsliðið undir stjórn Erlings. Þetta er í fyrsta sinn sem Hollendingar verða með á EM í handbolta og líkt og Guðmundur hér á Íslandi þá er landi hans Erlingur að búa til framtíðarlandslið í Hollandi. Eftir síðasta leik Íslands í undankeppninni talaði Guðmundur Guðmundsson um að það væri einstakt í Evrópu að spila fimm leikmönnum, fæddum 1995 eða síðar, í fyrstu sókninni eða fyrstu vörninni, líkt og var raunin hjá íslenska liðinu á móti Tyrkjum. „Þetta er einstakt bara. Það er ekkert lið í Evrópu í sömu stöðu. Við ákváðum bara að taka þessi skref að mörgu leyti fyrr en við plönuðum þannig lagað. Við ákváðum bara að taka ákveðin skref. Þau hafa verið sársaukafull og erfið. Ég er bara mjög stoltur af liðinu í dag. Við eigum auðvitað langt í land og við munum misstíga okkur á leiðinni. Við eigum tvö til þrjú ár í land með þetta lið. Við verðum að gefa okkur þann tíma sem við þurfum,“ sagði Guðmundur við Vísi eftir leikinn. Við frekari skoðun kemur í ljós að þetta var ekki alveg jafn einstakt og Guðmundur landsliðsþjálfari talaði þarna um. Meðalaldur íslenska liðsins í leiknum var 26,2 ár en meðalaldur hollenska liðsins sem tryggði sér sæti á EM í fyrsta sinn var ekki nema 26,3 eða nánast það sama og hjá Íslandi. Erlingur Richardsson byrjaði líka með kornunga miðjublokk í lokaleiknum hjá Hollandi en þar voru tveir leikmenn fæddir árið 1996, einn fæddur árið 1995 og loks einn fæddur árið 1997. Sóknarmaðurinn og leikstjórnandinn Luc Steins er síðan fæddur árið 1995 en hann byrjaði fyrstu sókn liðsins. Fimm af átta byrjunarliðsmönnum Hollendinga voru því fæddir árið 1995 eða síðar. Sama var upp á teningnum hjá Guðmundi í byrjunarliði Íslands í leiknum á móti Tyrklandi. Þar var 19 ára markvörður (Viktor Gísli), 20 ára skytta (Teitur), 22 ára leikstjórnandi (Elvar Örn), 22 ára línumaður (Ýmir) og 24 ára varnarmaður (Daníel). Fimm af átta byrjunarliðsmönnum voru því fæddir 1995 eða síðar. Íslenska liðið er samt sem áður aðeins yngra en það hollenska, bæði byrjunarliðið sem og allur leikmannahópurinn. Það munar aftur á móti ekki miklu eins og sjá má hér fyrir neðan.Ungir leikmenn í íslensku vörninni eða þeir Ýmir Örn Gíslason og Daníel Þór Ingason.Vísir/Andri MarinóByrjunarliðsmenn Íslands (vörn og sókn) í lokaleiknum í undankeppni EM 2020: Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður (2000 - 19 ára) Guðjón Valur Sigurðsson, horn (1979 - 40 ára) Aron Pálmarsson, skytta (1990 - 29 ára) Elvar Örn Jónsson, leikstjórnandi (1997 - 22 ára) Teitur Örn Einarsson, skytta (1998 - 20 ára) Arnór Þór Gunnarsson, horn (1987 - 32 ára) Ýmir Örn Gíslason, lína (1997 - 22 ára) Daníel Þór Ingason, vörn (1995 - 24 ára)Meðalaldur byrjunarliðs: 26,1 árMeðalaldur markaskorara: 27,0 árMeðalaldur 14 manna hópsins: 26,2 árByrjunarliðsmenn Hollands (vörn og sókn) í lokaleiknum í undankeppni EM 2020: Gerrie Eijlers, markvörður (1980 - 39 ára) Jeffrey Boomhouwer, horn (1988 - 31 árs) Luc Steins, leikstjórnandi (1995 - 24 ára) Ephrahim Jerry, leikstjórnandi (1996 - 23 ára) Kay Smits, skytta (1997 - 22 ára) Bobby Schagen, horn (1990 - 29 ára) Evert Kooijman, lína (1996 - 23 ára) Robin Schoenaker, vörn (1995 - 24 ára)Meðalaldur byrjunarliðs: 26,9 árMeðalaldur markaskorara: 26,2 árMeðalaldur 14 manna hópsins: 26,3 ár
EM 2020 í handbolta Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Fótbolti Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Sjá meira