Ekki alveg jafn einstakt og Guðmundur landsliðsþjálfari talaði um Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júní 2019 12:30 Erlingur Richardsson og Guðmundur Guðmundsson. Samsett mynd/Getty og Andri Marinó Tveir íslenskir handboltaþjálfarar voru reiðubúnir að veðja á unga leikmenn í lykilhlutverkum í landsliðum sínum og tókst þeim báðum að koma landsliðum sínum á Evrópumótið í handbolta sem fer fram í Austurríki, Svíþjóð og Noregi í byrjun næsta árs. Erlingur Richardsson þjálfari hollenska handboltalandsliðsins getur ekki verið alveg sammála þeirri fullyrðingu Guðmundar Þórðar Guðmundssonar, þjálfara íslenska landsliðsins, um að aldursskipting íslenska landsliðsins í júníleikjunum sé einstök meðal handboltalandsliða Evrópu. Íslenska karlalandsliðið í handbolta tryggði sér sæti á EM 2020 en það gerði líka hollenska landsliðið undir stjórn Erlings. Þetta er í fyrsta sinn sem Hollendingar verða með á EM í handbolta og líkt og Guðmundur hér á Íslandi þá er landi hans Erlingur að búa til framtíðarlandslið í Hollandi. Eftir síðasta leik Íslands í undankeppninni talaði Guðmundur Guðmundsson um að það væri einstakt í Evrópu að spila fimm leikmönnum, fæddum 1995 eða síðar, í fyrstu sókninni eða fyrstu vörninni, líkt og var raunin hjá íslenska liðinu á móti Tyrkjum. „Þetta er einstakt bara. Það er ekkert lið í Evrópu í sömu stöðu. Við ákváðum bara að taka þessi skref að mörgu leyti fyrr en við plönuðum þannig lagað. Við ákváðum bara að taka ákveðin skref. Þau hafa verið sársaukafull og erfið. Ég er bara mjög stoltur af liðinu í dag. Við eigum auðvitað langt í land og við munum misstíga okkur á leiðinni. Við eigum tvö til þrjú ár í land með þetta lið. Við verðum að gefa okkur þann tíma sem við þurfum,“ sagði Guðmundur við Vísi eftir leikinn. Við frekari skoðun kemur í ljós að þetta var ekki alveg jafn einstakt og Guðmundur landsliðsþjálfari talaði þarna um. Meðalaldur íslenska liðsins í leiknum var 26,2 ár en meðalaldur hollenska liðsins sem tryggði sér sæti á EM í fyrsta sinn var ekki nema 26,3 eða nánast það sama og hjá Íslandi. Erlingur Richardsson byrjaði líka með kornunga miðjublokk í lokaleiknum hjá Hollandi en þar voru tveir leikmenn fæddir árið 1996, einn fæddur árið 1995 og loks einn fæddur árið 1997. Sóknarmaðurinn og leikstjórnandinn Luc Steins er síðan fæddur árið 1995 en hann byrjaði fyrstu sókn liðsins. Fimm af átta byrjunarliðsmönnum Hollendinga voru því fæddir árið 1995 eða síðar. Sama var upp á teningnum hjá Guðmundi í byrjunarliði Íslands í leiknum á móti Tyrklandi. Þar var 19 ára markvörður (Viktor Gísli), 20 ára skytta (Teitur), 22 ára leikstjórnandi (Elvar Örn), 22 ára línumaður (Ýmir) og 24 ára varnarmaður (Daníel). Fimm af átta byrjunarliðsmönnum voru því fæddir 1995 eða síðar. Íslenska liðið er samt sem áður aðeins yngra en það hollenska, bæði byrjunarliðið sem og allur leikmannahópurinn. Það munar aftur á móti ekki miklu eins og sjá má hér fyrir neðan.Ungir leikmenn í íslensku vörninni eða þeir Ýmir Örn Gíslason og Daníel Þór Ingason.Vísir/Andri MarinóByrjunarliðsmenn Íslands (vörn og sókn) í lokaleiknum í undankeppni EM 2020: Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður (2000 - 19 ára) Guðjón Valur Sigurðsson, horn (1979 - 40 ára) Aron Pálmarsson, skytta (1990 - 29 ára) Elvar Örn Jónsson, leikstjórnandi (1997 - 22 ára) Teitur Örn Einarsson, skytta (1998 - 20 ára) Arnór Þór Gunnarsson, horn (1987 - 32 ára) Ýmir Örn Gíslason, lína (1997 - 22 ára) Daníel Þór Ingason, vörn (1995 - 24 ára)Meðalaldur byrjunarliðs: 26,1 árMeðalaldur markaskorara: 27,0 árMeðalaldur 14 manna hópsins: 26,2 árByrjunarliðsmenn Hollands (vörn og sókn) í lokaleiknum í undankeppni EM 2020: Gerrie Eijlers, markvörður (1980 - 39 ára) Jeffrey Boomhouwer, horn (1988 - 31 árs) Luc Steins, leikstjórnandi (1995 - 24 ára) Ephrahim Jerry, leikstjórnandi (1996 - 23 ára) Kay Smits, skytta (1997 - 22 ára) Bobby Schagen, horn (1990 - 29 ára) Evert Kooijman, lína (1996 - 23 ára) Robin Schoenaker, vörn (1995 - 24 ára)Meðalaldur byrjunarliðs: 26,9 árMeðalaldur markaskorara: 26,2 árMeðalaldur 14 manna hópsins: 26,3 ár EM 2020 í handbolta Mest lesið Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sjá meira
Tveir íslenskir handboltaþjálfarar voru reiðubúnir að veðja á unga leikmenn í lykilhlutverkum í landsliðum sínum og tókst þeim báðum að koma landsliðum sínum á Evrópumótið í handbolta sem fer fram í Austurríki, Svíþjóð og Noregi í byrjun næsta árs. Erlingur Richardsson þjálfari hollenska handboltalandsliðsins getur ekki verið alveg sammála þeirri fullyrðingu Guðmundar Þórðar Guðmundssonar, þjálfara íslenska landsliðsins, um að aldursskipting íslenska landsliðsins í júníleikjunum sé einstök meðal handboltalandsliða Evrópu. Íslenska karlalandsliðið í handbolta tryggði sér sæti á EM 2020 en það gerði líka hollenska landsliðið undir stjórn Erlings. Þetta er í fyrsta sinn sem Hollendingar verða með á EM í handbolta og líkt og Guðmundur hér á Íslandi þá er landi hans Erlingur að búa til framtíðarlandslið í Hollandi. Eftir síðasta leik Íslands í undankeppninni talaði Guðmundur Guðmundsson um að það væri einstakt í Evrópu að spila fimm leikmönnum, fæddum 1995 eða síðar, í fyrstu sókninni eða fyrstu vörninni, líkt og var raunin hjá íslenska liðinu á móti Tyrkjum. „Þetta er einstakt bara. Það er ekkert lið í Evrópu í sömu stöðu. Við ákváðum bara að taka þessi skref að mörgu leyti fyrr en við plönuðum þannig lagað. Við ákváðum bara að taka ákveðin skref. Þau hafa verið sársaukafull og erfið. Ég er bara mjög stoltur af liðinu í dag. Við eigum auðvitað langt í land og við munum misstíga okkur á leiðinni. Við eigum tvö til þrjú ár í land með þetta lið. Við verðum að gefa okkur þann tíma sem við þurfum,“ sagði Guðmundur við Vísi eftir leikinn. Við frekari skoðun kemur í ljós að þetta var ekki alveg jafn einstakt og Guðmundur landsliðsþjálfari talaði þarna um. Meðalaldur íslenska liðsins í leiknum var 26,2 ár en meðalaldur hollenska liðsins sem tryggði sér sæti á EM í fyrsta sinn var ekki nema 26,3 eða nánast það sama og hjá Íslandi. Erlingur Richardsson byrjaði líka með kornunga miðjublokk í lokaleiknum hjá Hollandi en þar voru tveir leikmenn fæddir árið 1996, einn fæddur árið 1995 og loks einn fæddur árið 1997. Sóknarmaðurinn og leikstjórnandinn Luc Steins er síðan fæddur árið 1995 en hann byrjaði fyrstu sókn liðsins. Fimm af átta byrjunarliðsmönnum Hollendinga voru því fæddir árið 1995 eða síðar. Sama var upp á teningnum hjá Guðmundi í byrjunarliði Íslands í leiknum á móti Tyrklandi. Þar var 19 ára markvörður (Viktor Gísli), 20 ára skytta (Teitur), 22 ára leikstjórnandi (Elvar Örn), 22 ára línumaður (Ýmir) og 24 ára varnarmaður (Daníel). Fimm af átta byrjunarliðsmönnum voru því fæddir 1995 eða síðar. Íslenska liðið er samt sem áður aðeins yngra en það hollenska, bæði byrjunarliðið sem og allur leikmannahópurinn. Það munar aftur á móti ekki miklu eins og sjá má hér fyrir neðan.Ungir leikmenn í íslensku vörninni eða þeir Ýmir Örn Gíslason og Daníel Þór Ingason.Vísir/Andri MarinóByrjunarliðsmenn Íslands (vörn og sókn) í lokaleiknum í undankeppni EM 2020: Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður (2000 - 19 ára) Guðjón Valur Sigurðsson, horn (1979 - 40 ára) Aron Pálmarsson, skytta (1990 - 29 ára) Elvar Örn Jónsson, leikstjórnandi (1997 - 22 ára) Teitur Örn Einarsson, skytta (1998 - 20 ára) Arnór Þór Gunnarsson, horn (1987 - 32 ára) Ýmir Örn Gíslason, lína (1997 - 22 ára) Daníel Þór Ingason, vörn (1995 - 24 ára)Meðalaldur byrjunarliðs: 26,1 árMeðalaldur markaskorara: 27,0 árMeðalaldur 14 manna hópsins: 26,2 árByrjunarliðsmenn Hollands (vörn og sókn) í lokaleiknum í undankeppni EM 2020: Gerrie Eijlers, markvörður (1980 - 39 ára) Jeffrey Boomhouwer, horn (1988 - 31 árs) Luc Steins, leikstjórnandi (1995 - 24 ára) Ephrahim Jerry, leikstjórnandi (1996 - 23 ára) Kay Smits, skytta (1997 - 22 ára) Bobby Schagen, horn (1990 - 29 ára) Evert Kooijman, lína (1996 - 23 ára) Robin Schoenaker, vörn (1995 - 24 ára)Meðalaldur byrjunarliðs: 26,9 árMeðalaldur markaskorara: 26,2 árMeðalaldur 14 manna hópsins: 26,3 ár
EM 2020 í handbolta Mest lesið Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sjá meira