Sport

Íslendingar í eldlínunni á Evrópuleikunum

Eowyn Marie Alburo Mamalias í bogfiminni.
Eowyn Marie Alburo Mamalias í bogfiminni. mynd/ísí
Evrópuleikarnir hófust á föstudagskvöldið en leikarnir fara fram þetta árið í Hvíta-Rússlandi. Ísland á fjölmarga þáttakendur á mótinu en fyrst til að ríða á vaðið var Eowyn Marie Alburo Mamalias.

Eowyn var yngsti þáttakandinn í bogfimikeppni kvenna en hún hafnaði í sextánda sæti undankeppninnar. Eowyn vakti mikla athygli en með árangri sínum sló hún Íslandsmet í flokkum U18 og U21.

Ásgeir Sigurgeirsson, sem var fánaberi íslenska hópsins, keppti í gær en Ásgeir náði í 565 stig í skotfimi. Hann hafnaði í 32. sæti af 36 keppendum. Nokkur vonbrigði hjá Ásgeiri sem hefur verið að skjóta mun betur að undanförnu.

Sveinbjörn Jun Iura datt úr í 32-manna úrslitum í júdó en það var hans fyrsta viðureign þar sem hann sat hjá í 64-manna úrslitunum. Mótherji Sveinbjörns, Ivaylo Ivanov, fór alla leið í úrslitin en tapaði þar.

Í vikunni munu svo þau Kári Gunnarsson, Hákon Þór Svavarsson, Agnesi Suto-Thuaa og Valgeir Renharðsson hefja keppni. Kári keppir í badminton, Hákon í skotfimi og þau Agnesi og Valgarð í fimleikum.

Kári hefur leik í dag, Hákon á miðvikudaginn og þau Agnesi og Valgeir á fimmtudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×