Einn alræmdasti mafíuforingi Ítalíu gengur laus Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. júní 2019 21:36 Rocco Morabito tókst að flýja ásamt þremur samföngum sínum úr fangelsi í Úrúgvæ. ASSOCIATED PRESS Rocco Morabito, ítölskum mafíuforingja, hefur tekist að flýja úr fangelsi í Úrúgvæ þar sem hann beið þess að vera sendur til Ítalíu. Frá þessu greindi innanríkisráðuneyti Ítalíu og fjallað var um málið á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Úrúgvæ hafði samþykkt að framselja hinn illræmda fíkniefnasala, sem er þekktur sem „kókaín konungur Mílan,“ aftur til Ítalíu. Hann hefur verið einn eftirsóttasti flóttamaður Ítalíu síðan 1995 en hann var foringi ´Ndrangheta mafíunnar. Morabito slapp ásamt þremur öðrum föngum í gegnum gat á þaki fangelsisins seint á sunnudag og rændu þeir peningum af eiganda nálægs sveitabæjar. Árið 2017 var hann handtekinn nálægt Punta del Este í Úrúgvæ þar sem hann hafði búið undir fölsku nafni í um áratug. ´Ndrangheta mafían er upprunalega frá Kalabríu í suður Ítalíu og er talin stjórna allt að 80% kókaín dreifingu í Evrópu. „Það er óþægileg tilhugsun og mjög alvarlegt að glæpamanni eins og Rocco Morabito, foringi ´Ndrangheta, hafi tekist að flýja fangelsi í Úrúgvæ meðan hann beið eftir því að vera framseldur til Ítalíu,“ sagði Matteo Salvini, innanríkisráðherra Ítalíu, í tilkynningu. „Við munum halda áfram að leita Morabito, hvar sem hann er, til þess að setja hann í fangelsi eins og hann á skilið,“ bætti hann við. Lögregla segir að Morabito, sem nú er 52 ára gamall, hafi verið á bak við það að smygla hundruðum kílóa af kókaíni frá Brasilíu til Ítalíu. Framsal hans var byggt á grundvelli fyrri afbrota og sakfellinga vegna tengsla hans við skipulagða glæpastarfsemi og fíkniefnasmygl frekar en til að sæta nýjum réttarhöldum. Morabito var handtekinn árið 2017 þegar hann dvaldi á hóteli í Montevideo, höfuðborg Úrúgvæ, en hann hafði búið í lúxus villu nálægt ferðamannastaðnum Punta del Este, austan höfuðborgarinnar. Hann er núna á „rauðum lista“ hjá Interpol, Alþjóðalögreglunni, fyrir það að vera meðlimur glæpasamtaka sem smygluðu eiturlyfjum alþjóðlega á árunum 1988 til 1994, sagði í tilkynningu frá úrúgvæska innanríkisráðuneytinu. Ítalía Úrúgvæ Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Rocco Morabito, ítölskum mafíuforingja, hefur tekist að flýja úr fangelsi í Úrúgvæ þar sem hann beið þess að vera sendur til Ítalíu. Frá þessu greindi innanríkisráðuneyti Ítalíu og fjallað var um málið á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Úrúgvæ hafði samþykkt að framselja hinn illræmda fíkniefnasala, sem er þekktur sem „kókaín konungur Mílan,“ aftur til Ítalíu. Hann hefur verið einn eftirsóttasti flóttamaður Ítalíu síðan 1995 en hann var foringi ´Ndrangheta mafíunnar. Morabito slapp ásamt þremur öðrum föngum í gegnum gat á þaki fangelsisins seint á sunnudag og rændu þeir peningum af eiganda nálægs sveitabæjar. Árið 2017 var hann handtekinn nálægt Punta del Este í Úrúgvæ þar sem hann hafði búið undir fölsku nafni í um áratug. ´Ndrangheta mafían er upprunalega frá Kalabríu í suður Ítalíu og er talin stjórna allt að 80% kókaín dreifingu í Evrópu. „Það er óþægileg tilhugsun og mjög alvarlegt að glæpamanni eins og Rocco Morabito, foringi ´Ndrangheta, hafi tekist að flýja fangelsi í Úrúgvæ meðan hann beið eftir því að vera framseldur til Ítalíu,“ sagði Matteo Salvini, innanríkisráðherra Ítalíu, í tilkynningu. „Við munum halda áfram að leita Morabito, hvar sem hann er, til þess að setja hann í fangelsi eins og hann á skilið,“ bætti hann við. Lögregla segir að Morabito, sem nú er 52 ára gamall, hafi verið á bak við það að smygla hundruðum kílóa af kókaíni frá Brasilíu til Ítalíu. Framsal hans var byggt á grundvelli fyrri afbrota og sakfellinga vegna tengsla hans við skipulagða glæpastarfsemi og fíkniefnasmygl frekar en til að sæta nýjum réttarhöldum. Morabito var handtekinn árið 2017 þegar hann dvaldi á hóteli í Montevideo, höfuðborg Úrúgvæ, en hann hafði búið í lúxus villu nálægt ferðamannastaðnum Punta del Este, austan höfuðborgarinnar. Hann er núna á „rauðum lista“ hjá Interpol, Alþjóðalögreglunni, fyrir það að vera meðlimur glæpasamtaka sem smygluðu eiturlyfjum alþjóðlega á árunum 1988 til 1994, sagði í tilkynningu frá úrúgvæska innanríkisráðuneytinu.
Ítalía Úrúgvæ Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira