Fjölskylduhjálp þarf að loka yfir sumartímann vegna fjárskorts Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifa 24. júní 2019 22:36 Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands. Vísir Há húsaleiga er meðal ástæðu þess að Fjölskylduhjálp Íslands muni ekki geta veitt matarúthlutanir frá 1. júlí til 1. september. Formaður Fjölskylduhjálpar hefur verulegar áhyggjur og segir samtökin þó ætla að reyna að halda úti neyðaraðstoð fyrir þá allra verst settu. Fjölskylduhjálp Íslands hefur verið starfrækt í sextán ár og tilheyrir hún félagsþjónustunni á stórhöfuðborgarsvæðinu. Þetta er í fyrsta sinn sem grípa þarf til þeirra aðgerða að loka yfir sumartímann vegna fjárskorts. Fjölskylduhjálp veitir hátt í níu hundruð matargjafir á mánuði og er aðstoðin meðal annars fjármögnuð með framlögum, söfnunum og flóamörkuðum sem starfræktir eru í Reykjavík og á Reykjanesi. Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar, segir lokunina nauðsynlega til að geta byggt samtökin fjárhagslega upp fyrir veturinn. „Þegar að við erum að fá kannski eina milljón á ári frá Reykjavíkurborg, eina milljón frá ríkinu, þetta er náttúrulega voðalega lítið en það er svo skrítið að þó svo að við erum búin að vera hluti af félagsþjónustunni í sextán ár að þá einhvern vegin erum við hundsaðar.“ Hún segir að þrengt hafi að starfseminni síðustu ár meðal annars vegna húsaleigu. Ekki sé hægt að fara í vanskil þar og því þessi ákvörðun tekin. „Það er náttúrulega svolítið mikið að borga á milli 11 og 12 hundruð þúsund á mánuði og þá eru það báðir staðirnir og við náttúrulega rekum sendibíl því að við vorum að borga hátt í tvær og hálfa milljón á ári í sendibílakostnað. Þannig að það var fyrir nokkrum árum sem við keyptum bíl og hann náttúrulega marg búinn að borga sig en það eru bara kostnaðir, ég meina virðisauki af öllum vörum sem við kaupum, matvörum, og við fáum hann ekki endurgreiddan.“ Samtökin ætli þó að vera með neyðaraðstoð. „Þá er ég að tala um þegar fólk er algjörlega bara úrkula vonar um að geta á einn eða neinn hátt bjargað sér,“ segir Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar. Félagsmál Hjálparstarf Reykjanesbær Reykjavík Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira
Há húsaleiga er meðal ástæðu þess að Fjölskylduhjálp Íslands muni ekki geta veitt matarúthlutanir frá 1. júlí til 1. september. Formaður Fjölskylduhjálpar hefur verulegar áhyggjur og segir samtökin þó ætla að reyna að halda úti neyðaraðstoð fyrir þá allra verst settu. Fjölskylduhjálp Íslands hefur verið starfrækt í sextán ár og tilheyrir hún félagsþjónustunni á stórhöfuðborgarsvæðinu. Þetta er í fyrsta sinn sem grípa þarf til þeirra aðgerða að loka yfir sumartímann vegna fjárskorts. Fjölskylduhjálp veitir hátt í níu hundruð matargjafir á mánuði og er aðstoðin meðal annars fjármögnuð með framlögum, söfnunum og flóamörkuðum sem starfræktir eru í Reykjavík og á Reykjanesi. Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar, segir lokunina nauðsynlega til að geta byggt samtökin fjárhagslega upp fyrir veturinn. „Þegar að við erum að fá kannski eina milljón á ári frá Reykjavíkurborg, eina milljón frá ríkinu, þetta er náttúrulega voðalega lítið en það er svo skrítið að þó svo að við erum búin að vera hluti af félagsþjónustunni í sextán ár að þá einhvern vegin erum við hundsaðar.“ Hún segir að þrengt hafi að starfseminni síðustu ár meðal annars vegna húsaleigu. Ekki sé hægt að fara í vanskil þar og því þessi ákvörðun tekin. „Það er náttúrulega svolítið mikið að borga á milli 11 og 12 hundruð þúsund á mánuði og þá eru það báðir staðirnir og við náttúrulega rekum sendibíl því að við vorum að borga hátt í tvær og hálfa milljón á ári í sendibílakostnað. Þannig að það var fyrir nokkrum árum sem við keyptum bíl og hann náttúrulega marg búinn að borga sig en það eru bara kostnaðir, ég meina virðisauki af öllum vörum sem við kaupum, matvörum, og við fáum hann ekki endurgreiddan.“ Samtökin ætli þó að vera með neyðaraðstoð. „Þá er ég að tala um þegar fólk er algjörlega bara úrkula vonar um að geta á einn eða neinn hátt bjargað sér,“ segir Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar.
Félagsmál Hjálparstarf Reykjanesbær Reykjavík Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira