Álit um brot Þórhildar Sunnu staðfest Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 26. júní 2019 06:00 Forsætisnefnd Alþingis lauk meðferð málsins daginn eftir þinglok. Fréttablaðið/Stefán Forsætisnefnd Alþingis hefur fallist á niðurstöður siðanefndar þingsins þess efnis að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir hafi brotið siðareglur fyrir alþingismenn með ummælum sínum um Ásmund Friðriksson, þingmann Sjálfstæðisflokksins. Álit forsætisnefndar þessa efnis verður birt á vef Alþingis í dag en það var afgreitt á fundi nefndarinnar á föstudag, degi eftir að þingstörfum lauk. Umrædd ummæli Þórhildar Sunnu þess efnis að rökstuddur grunur væri um að Ásmundur hefði dregið sér fé í tengslum við endurgreiðslur sem hann þáði frá þinginu á grundvelli akstursdagbókar hans féllu í Silfrinu á RÚV í febrúar í fyrra. Í áliti forsætisnefndar segir að það sé ekki tilgangur siðareglnanna að takmarka tjáningarfrelsi þingmanna. Af siðareglunum leiði að það geti haft þýðingu hvernig tjáningu er komið á framfæri og við hvaða aðstæður. Skorður sem siðareglurnar setji lúti þannig ekki að efni tjáningar heldur að ytra búningi hennar, til að mynda um háttvísi og aðferð. Forsætisnefnd hafnar þeim athugasemdum Þórhildar Sunnu að rétt hefði verið að siðanefndin legði mat á sannleiksgildi ummælanna og því bæri að vísa málinu aftur til siðanefndar til nýrrar meðferðar. Að mati forsætisnefndar geri siðareglurnar ekki ráð fyrir því að forsætisnefnd fari með úrskurðarvald um sannleiksgildi ummæla sem koma til skoðunar vegna siðareglna. Þrír nefndarmenn í forsætisnefnd skiluðu sérstakri bókun um niðurstöðurnar. Nánar er fjallað um þær á vef Fréttablaðsins, frettabladid.is. Þórhildur Sunna baðst undan viðtali þegar eftir því var leitað. Hún er í Strassborg á sumarfundi Evrópuráðsþingsins þar sem hún gegnir formennsku í mannréttindanefnd þingsins. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir „Nú er rökstuddur grunur um að Ásmundur Friðriksson hafi dregið sér fé“ Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, notaði tækifærið undir liðnum störf þingins til þess að endurtaka nákvæmlega sömu setningu og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir mælti í stjórnmálaþættinum Silfrinu og siðanefnd Alþingis mat sem svo að bryti í báta við siðareglur þingmanna. 21. maí 2019 16:09 Segir núverandi fyrirkomulag siðanefndar ekki ganga upp Bryndís Haraldsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í forsætisnefnd Alþingis, var gestur í Sprengisandi í dag. 26. maí 2019 12:26 Ótrúverðug rök siðanefndar um Björn og Þórhildi Sunnu Jón Ólafsson, prófessor og formaður nefndar um traust á stjórnmálum, furðar sig á áliti siðanefndar Alþingis um brot Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur. Hann segir niðurstöðuna ótrúverðuga. 18. maí 2019 07:00 Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Innlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Fleiri fréttir Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Sjá meira
Forsætisnefnd Alþingis hefur fallist á niðurstöður siðanefndar þingsins þess efnis að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir hafi brotið siðareglur fyrir alþingismenn með ummælum sínum um Ásmund Friðriksson, þingmann Sjálfstæðisflokksins. Álit forsætisnefndar þessa efnis verður birt á vef Alþingis í dag en það var afgreitt á fundi nefndarinnar á föstudag, degi eftir að þingstörfum lauk. Umrædd ummæli Þórhildar Sunnu þess efnis að rökstuddur grunur væri um að Ásmundur hefði dregið sér fé í tengslum við endurgreiðslur sem hann þáði frá þinginu á grundvelli akstursdagbókar hans féllu í Silfrinu á RÚV í febrúar í fyrra. Í áliti forsætisnefndar segir að það sé ekki tilgangur siðareglnanna að takmarka tjáningarfrelsi þingmanna. Af siðareglunum leiði að það geti haft þýðingu hvernig tjáningu er komið á framfæri og við hvaða aðstæður. Skorður sem siðareglurnar setji lúti þannig ekki að efni tjáningar heldur að ytra búningi hennar, til að mynda um háttvísi og aðferð. Forsætisnefnd hafnar þeim athugasemdum Þórhildar Sunnu að rétt hefði verið að siðanefndin legði mat á sannleiksgildi ummælanna og því bæri að vísa málinu aftur til siðanefndar til nýrrar meðferðar. Að mati forsætisnefndar geri siðareglurnar ekki ráð fyrir því að forsætisnefnd fari með úrskurðarvald um sannleiksgildi ummæla sem koma til skoðunar vegna siðareglna. Þrír nefndarmenn í forsætisnefnd skiluðu sérstakri bókun um niðurstöðurnar. Nánar er fjallað um þær á vef Fréttablaðsins, frettabladid.is. Þórhildur Sunna baðst undan viðtali þegar eftir því var leitað. Hún er í Strassborg á sumarfundi Evrópuráðsþingsins þar sem hún gegnir formennsku í mannréttindanefnd þingsins.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir „Nú er rökstuddur grunur um að Ásmundur Friðriksson hafi dregið sér fé“ Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, notaði tækifærið undir liðnum störf þingins til þess að endurtaka nákvæmlega sömu setningu og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir mælti í stjórnmálaþættinum Silfrinu og siðanefnd Alþingis mat sem svo að bryti í báta við siðareglur þingmanna. 21. maí 2019 16:09 Segir núverandi fyrirkomulag siðanefndar ekki ganga upp Bryndís Haraldsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í forsætisnefnd Alþingis, var gestur í Sprengisandi í dag. 26. maí 2019 12:26 Ótrúverðug rök siðanefndar um Björn og Þórhildi Sunnu Jón Ólafsson, prófessor og formaður nefndar um traust á stjórnmálum, furðar sig á áliti siðanefndar Alþingis um brot Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur. Hann segir niðurstöðuna ótrúverðuga. 18. maí 2019 07:00 Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Innlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Fleiri fréttir Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Sjá meira
„Nú er rökstuddur grunur um að Ásmundur Friðriksson hafi dregið sér fé“ Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, notaði tækifærið undir liðnum störf þingins til þess að endurtaka nákvæmlega sömu setningu og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir mælti í stjórnmálaþættinum Silfrinu og siðanefnd Alþingis mat sem svo að bryti í báta við siðareglur þingmanna. 21. maí 2019 16:09
Segir núverandi fyrirkomulag siðanefndar ekki ganga upp Bryndís Haraldsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í forsætisnefnd Alþingis, var gestur í Sprengisandi í dag. 26. maí 2019 12:26
Ótrúverðug rök siðanefndar um Björn og Þórhildi Sunnu Jón Ólafsson, prófessor og formaður nefndar um traust á stjórnmálum, furðar sig á áliti siðanefndar Alþingis um brot Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur. Hann segir niðurstöðuna ótrúverðuga. 18. maí 2019 07:00