Pilturinn dæmdur í ellefu ára fangelsi fyrir morðið á Sunnivu Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. júní 2019 08:14 Sunniva Ødegård . Mynd/Norska lögreglan Átján ára piltur var í dag dæmdur í ellefu ára fangelsi (n. forvaring) fyrir að hafa myrt hina 13 ára Sunnivu Ødegård þann 29. júlí í fyrra. Pilturinn var sautján ára þegar hann framdi morðið í norska bænum Varhaug. Um er að ræða sérstakt fangelsisúrræði í norskum lögum en dómurinn þykir óvenjulegur þar sem drengurinn var undir lögaldri þegar glæpurinn var framinn. Saksóknari fór fram á 12 ára fangelsi yfir unga manninum og bar fyrir sig að það væri hafið yfir allan vafa að hann hefði framið morðið að yfirlögðu ráði. Þá segir í dómnum að morðið hafi verið hrottalegt, þaulskipulagt og gert í einkar annarlegum, kynferðislegum tilgangi. Piltinum var einnig gert að greiða foreldrum Sunnivu samtals 500 þúsund norskar krónur, rúmar sjö milljónir íslenskra króna, í miskabætur.Varðhald fyrir sérstaklega hættulega glæpamenn Eins og áður segir var pilturinn sautján ára þegar morðið var framið í fyrrasumar. Hann hlaut ekki hefðbundinn fangelsisdóm heldur var hann dæmdur í svokallað forvaring upp á norsku. Ekki er til samsvarandi hugtak í íslensku réttarkerfi en í ritgerð Ernu Aradóttur til BA-prófs í lögfræði er hugtakið skýrt sem „varðhald eða fangelsisvist sem hægt er að framlengja og til þess fallið að vernda samfélagið gegn sérstaklega hættulegum glæpamönnum.“ Í frétt VG segir að dómurinn sé sérstakur þar sem það tíðkist ekki í Noregi að dæma einstakling undir lögaldri til slíkrar afplánunar. Aðeins sé vitað til þess að tvö ungmenni hafi áður hlotið slíkan dóm. Pilturinn viðurkenndi fyrir dómi að hafa myrt Sunnivu en taldi sig ekki sakhæfan sökum geðræns ástands. Dómurinn komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að drengurinn hefði verið í neyslutengdu geðrofi, sem hann bæri sjálfur ábyrgð á, og þar með væri hann sakhæfur. Í frétt VG segir að áður en dómurinn féll í dag hafi þegar verið ákveðið að áfrýja honum. Lík Sunnivu fannst skammt frá heimili hennar í Varhaug eftir að hún hafði ekki skilað sér heim eftir heimsókn til vinkonu júlíkvöld í fyrra. Drengurinn var góðkunningi lögreglunnar. Hann er norskur ríkisborgari sem sleit barnskónum í Varhaug. Noregur Tengdar fréttir Lögregla kveðst vita hvar Sunniva var myrt Sautján ára piltur er í haldi lögreglu, grunaður um morðið. 3. ágúst 2018 12:55 Sautján ára piltur neitar að hafa banað Sunnivu Piltur sem er nú í gæsluvarðhaldi í Noregi kveðst saklaus af því að hafa orðið hinni þrettán ára Sunnivu Ødegård að bana í bænum Varhaug á sunnudagskvöld. 1. ágúst 2018 12:54 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Átján ára piltur var í dag dæmdur í ellefu ára fangelsi (n. forvaring) fyrir að hafa myrt hina 13 ára Sunnivu Ødegård þann 29. júlí í fyrra. Pilturinn var sautján ára þegar hann framdi morðið í norska bænum Varhaug. Um er að ræða sérstakt fangelsisúrræði í norskum lögum en dómurinn þykir óvenjulegur þar sem drengurinn var undir lögaldri þegar glæpurinn var framinn. Saksóknari fór fram á 12 ára fangelsi yfir unga manninum og bar fyrir sig að það væri hafið yfir allan vafa að hann hefði framið morðið að yfirlögðu ráði. Þá segir í dómnum að morðið hafi verið hrottalegt, þaulskipulagt og gert í einkar annarlegum, kynferðislegum tilgangi. Piltinum var einnig gert að greiða foreldrum Sunnivu samtals 500 þúsund norskar krónur, rúmar sjö milljónir íslenskra króna, í miskabætur.Varðhald fyrir sérstaklega hættulega glæpamenn Eins og áður segir var pilturinn sautján ára þegar morðið var framið í fyrrasumar. Hann hlaut ekki hefðbundinn fangelsisdóm heldur var hann dæmdur í svokallað forvaring upp á norsku. Ekki er til samsvarandi hugtak í íslensku réttarkerfi en í ritgerð Ernu Aradóttur til BA-prófs í lögfræði er hugtakið skýrt sem „varðhald eða fangelsisvist sem hægt er að framlengja og til þess fallið að vernda samfélagið gegn sérstaklega hættulegum glæpamönnum.“ Í frétt VG segir að dómurinn sé sérstakur þar sem það tíðkist ekki í Noregi að dæma einstakling undir lögaldri til slíkrar afplánunar. Aðeins sé vitað til þess að tvö ungmenni hafi áður hlotið slíkan dóm. Pilturinn viðurkenndi fyrir dómi að hafa myrt Sunnivu en taldi sig ekki sakhæfan sökum geðræns ástands. Dómurinn komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að drengurinn hefði verið í neyslutengdu geðrofi, sem hann bæri sjálfur ábyrgð á, og þar með væri hann sakhæfur. Í frétt VG segir að áður en dómurinn féll í dag hafi þegar verið ákveðið að áfrýja honum. Lík Sunnivu fannst skammt frá heimili hennar í Varhaug eftir að hún hafði ekki skilað sér heim eftir heimsókn til vinkonu júlíkvöld í fyrra. Drengurinn var góðkunningi lögreglunnar. Hann er norskur ríkisborgari sem sleit barnskónum í Varhaug.
Noregur Tengdar fréttir Lögregla kveðst vita hvar Sunniva var myrt Sautján ára piltur er í haldi lögreglu, grunaður um morðið. 3. ágúst 2018 12:55 Sautján ára piltur neitar að hafa banað Sunnivu Piltur sem er nú í gæsluvarðhaldi í Noregi kveðst saklaus af því að hafa orðið hinni þrettán ára Sunnivu Ødegård að bana í bænum Varhaug á sunnudagskvöld. 1. ágúst 2018 12:54 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Lögregla kveðst vita hvar Sunniva var myrt Sautján ára piltur er í haldi lögreglu, grunaður um morðið. 3. ágúst 2018 12:55
Sautján ára piltur neitar að hafa banað Sunnivu Piltur sem er nú í gæsluvarðhaldi í Noregi kveðst saklaus af því að hafa orðið hinni þrettán ára Sunnivu Ødegård að bana í bænum Varhaug á sunnudagskvöld. 1. ágúst 2018 12:54