Borgin hafi mögulega greitt of mikið fyrir fasteign í Vesturbænum Sylvía Hall skrifar 26. júní 2019 20:36 Húsið stendur á horni Hringbrautar og Hofsvallagötu. Já.is Borgarráð samþykkti kaup borgarinnar á Hringbraut 79 í Vesturbæ Reykjavíkur þar sem mun verða íbúðakjarni fyrir fatlað fólk. Húsið er samtals 395,3 fermetrar að stærð og var kaupverðið 230 milljónir króna. Páll Heiðar Pálsson, fasteignasali, segir kaupverðið vera töluvert yfir því sem gengur og gerist með eignir af þessari stærðargráðu á þessum stað í borginni. Undanfarna tíu mánuði hafi fermetraverð verið í kringum 480 þúsund krónur. „Ég sá að hún fór þarna á rétt upp undir sexhundruð þúsund krónur á fermetra, það eru ekki mörg fordæmi fyrir því að eignir af þessari stærðargráðu hafi verið að fara á yfir sexhundruð þúsund krónur á fermetra,“ segir Páll Heiðar í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag. Aðspurður hvort hann telji að seljandi hafi ákveðið að hækka verðið þar sem um var að ræða opinberan aðila segir Páll Heiðar það alveg mega spyrja sig hvort Reykjavíkurborg hafi greitt of mikið fyrir eignina. „Við erum öll eins með það að vilja fá sem mest fyrir eignina og kaupendur borga sem minnst,“ segir Páll Heiðar. Hann hafi sjálfur selt til að mynda Félagsbústuðum eignir áður og þar sé farið vel yfir málin áður en kaup eru gerð. „Ég veit að þeir vinna þetta öðruvísi, þeir skoða fermetraverð og bera saman og taka verðfundi og þeir hafa unnið þetta nokkuð vel,“ segir Páll Heiðar og segir það vera vinnubrögð sem allir ættu að tileinka sér við kaup á fasteign, sama hvort um sé að ræða einstaklinga eða opinbera aðila. Hægt er að hlusta á viðtalið við Pál Heiðar í spilaranum hér að neðan. Borgarstjórn Félagsmál Reykjavík Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Borgin kaupir hús á Hringbraut fyrir fatlað fólk á 230 milljónir króna Borgarráð hefur samþykkt kaup borgarinnar á Hringbraut 79 í Vesturbæ Reykjavíkur. 26. júní 2019 12:40 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fleiri fréttir Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Sjá meira
Borgarráð samþykkti kaup borgarinnar á Hringbraut 79 í Vesturbæ Reykjavíkur þar sem mun verða íbúðakjarni fyrir fatlað fólk. Húsið er samtals 395,3 fermetrar að stærð og var kaupverðið 230 milljónir króna. Páll Heiðar Pálsson, fasteignasali, segir kaupverðið vera töluvert yfir því sem gengur og gerist með eignir af þessari stærðargráðu á þessum stað í borginni. Undanfarna tíu mánuði hafi fermetraverð verið í kringum 480 þúsund krónur. „Ég sá að hún fór þarna á rétt upp undir sexhundruð þúsund krónur á fermetra, það eru ekki mörg fordæmi fyrir því að eignir af þessari stærðargráðu hafi verið að fara á yfir sexhundruð þúsund krónur á fermetra,“ segir Páll Heiðar í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag. Aðspurður hvort hann telji að seljandi hafi ákveðið að hækka verðið þar sem um var að ræða opinberan aðila segir Páll Heiðar það alveg mega spyrja sig hvort Reykjavíkurborg hafi greitt of mikið fyrir eignina. „Við erum öll eins með það að vilja fá sem mest fyrir eignina og kaupendur borga sem minnst,“ segir Páll Heiðar. Hann hafi sjálfur selt til að mynda Félagsbústuðum eignir áður og þar sé farið vel yfir málin áður en kaup eru gerð. „Ég veit að þeir vinna þetta öðruvísi, þeir skoða fermetraverð og bera saman og taka verðfundi og þeir hafa unnið þetta nokkuð vel,“ segir Páll Heiðar og segir það vera vinnubrögð sem allir ættu að tileinka sér við kaup á fasteign, sama hvort um sé að ræða einstaklinga eða opinbera aðila. Hægt er að hlusta á viðtalið við Pál Heiðar í spilaranum hér að neðan.
Borgarstjórn Félagsmál Reykjavík Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Borgin kaupir hús á Hringbraut fyrir fatlað fólk á 230 milljónir króna Borgarráð hefur samþykkt kaup borgarinnar á Hringbraut 79 í Vesturbæ Reykjavíkur. 26. júní 2019 12:40 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fleiri fréttir Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Sjá meira
Borgin kaupir hús á Hringbraut fyrir fatlað fólk á 230 milljónir króna Borgarráð hefur samþykkt kaup borgarinnar á Hringbraut 79 í Vesturbæ Reykjavíkur. 26. júní 2019 12:40