Pedro: Jólin eru í desember Einar Kárason skrifar 26. júní 2019 20:59 Pedro Hipolito er þjálfari ÍBV. vísir/bára Pedro Hipolito, þjálfari ÍBV, sagði að sínir menn þurfa að fara hætta að gefa mörk og átta sig á því að jólin séu í desember, en ekki um mitt sumar. Þetta sagði Portúgalinn eftir 3-2 tap gegn Víkingi í Mjólkurbikarnum þar sem ÍBV var með 2-0 forystu í hálfleik. „Ég er mjög svekktur. Allir hljóta að vera svekktir,” sagði Pedro Hipolito, þjálfari ÍBV eftir leik. „Við skorum 2 mörk í fyrri hálfleik og byrjun þann síðari vel. Þeir skapa ekki færi í síðari hálfleik en skora 3 mörk. Þetta er saga okkar þetta sumarið. Við spilum vel og stöndum jafnir gegn öllum liðum en bjóðum þeim að skora. Þetta var eins gegn Blikum. Ég sagði við þá í hálfleik að brjóta ekki, engar heimskulegar tæklingar, engin heimskuleg brot. En, sástu fyrstu 2 mörkin?” „Við stoppum mjög gott lið frá því að spila. Þeir ná ekki að byggja upp eins og þeir vilja, en við gefum þeim mörk. Við erum fáliðaðir með takmarkaða möguleika. Miðjumennirnir okkar verða þreyttir og þá varð þetta erfitt. „En þegar við gerum svona mistök viljum við ekkert úr leiknum. Það er mitt mat. Ef við tökum burt mörkin þeirra þá spiluðum við betur, en við töpuðum leiknum. Það eru einstaklingsmistök þarna. Það koma slæm augnablik í leiknum en annað hvort lærum við af þeim eða gefumst upp. Vonandi viljum við bæta okkur.” „Leik eftir leik sýnum við gæði. Leik eftir leik gefum við mörk. Það eru ekki jól. Jólin eru í desember. Í öllum okkar leikjum eru jól. Við gefum mörk. Við verðum að hætta því. Það er ekki hægt að skora 2 mörk og tapa leikjum. Við höfum ekki efni á að gefa 2-3 mörk í leik. Þetta eru einstaklingsmistök sem við verðum að laga.” Eyjamenn hafa ekki haft margar ástæður til að fagna upp á síðkastið og hafa úrslitin ekki verið þeim í dag. Spurður að því hvort þetta væri sálrænt og að pressan væri að segja til sín svaraði Pedro: „Pressa? Hvaða pressa? Við lifum góðu lífi og fáum borgað fyrir að gera það sem okkur finnst skemmtilegt. Hvaða pressa? Hver einasti leikur er tækifæri til að breyta aðstæðum.” „Ef mönnum líkar illa við að spila undir pressu þá skaltu hætta. Gefstu upp. Við finnum ekki fyrir þessari pressu,” sagði Pedro að lokum. Mjólkurbikarinn Tengdar fréttir Leik lokið: ÍBV - Víkingur 2-3 │Endurkomu Víkingar Víkingur er fyrsta liðið í undanúrslit Mjólkurbikars karla. 26. júní 2019 21:30 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ Körfubolti Fleiri fréttir Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka Sjá meira
Pedro Hipolito, þjálfari ÍBV, sagði að sínir menn þurfa að fara hætta að gefa mörk og átta sig á því að jólin séu í desember, en ekki um mitt sumar. Þetta sagði Portúgalinn eftir 3-2 tap gegn Víkingi í Mjólkurbikarnum þar sem ÍBV var með 2-0 forystu í hálfleik. „Ég er mjög svekktur. Allir hljóta að vera svekktir,” sagði Pedro Hipolito, þjálfari ÍBV eftir leik. „Við skorum 2 mörk í fyrri hálfleik og byrjun þann síðari vel. Þeir skapa ekki færi í síðari hálfleik en skora 3 mörk. Þetta er saga okkar þetta sumarið. Við spilum vel og stöndum jafnir gegn öllum liðum en bjóðum þeim að skora. Þetta var eins gegn Blikum. Ég sagði við þá í hálfleik að brjóta ekki, engar heimskulegar tæklingar, engin heimskuleg brot. En, sástu fyrstu 2 mörkin?” „Við stoppum mjög gott lið frá því að spila. Þeir ná ekki að byggja upp eins og þeir vilja, en við gefum þeim mörk. Við erum fáliðaðir með takmarkaða möguleika. Miðjumennirnir okkar verða þreyttir og þá varð þetta erfitt. „En þegar við gerum svona mistök viljum við ekkert úr leiknum. Það er mitt mat. Ef við tökum burt mörkin þeirra þá spiluðum við betur, en við töpuðum leiknum. Það eru einstaklingsmistök þarna. Það koma slæm augnablik í leiknum en annað hvort lærum við af þeim eða gefumst upp. Vonandi viljum við bæta okkur.” „Leik eftir leik sýnum við gæði. Leik eftir leik gefum við mörk. Það eru ekki jól. Jólin eru í desember. Í öllum okkar leikjum eru jól. Við gefum mörk. Við verðum að hætta því. Það er ekki hægt að skora 2 mörk og tapa leikjum. Við höfum ekki efni á að gefa 2-3 mörk í leik. Þetta eru einstaklingsmistök sem við verðum að laga.” Eyjamenn hafa ekki haft margar ástæður til að fagna upp á síðkastið og hafa úrslitin ekki verið þeim í dag. Spurður að því hvort þetta væri sálrænt og að pressan væri að segja til sín svaraði Pedro: „Pressa? Hvaða pressa? Við lifum góðu lífi og fáum borgað fyrir að gera það sem okkur finnst skemmtilegt. Hvaða pressa? Hver einasti leikur er tækifæri til að breyta aðstæðum.” „Ef mönnum líkar illa við að spila undir pressu þá skaltu hætta. Gefstu upp. Við finnum ekki fyrir þessari pressu,” sagði Pedro að lokum.
Mjólkurbikarinn Tengdar fréttir Leik lokið: ÍBV - Víkingur 2-3 │Endurkomu Víkingar Víkingur er fyrsta liðið í undanúrslit Mjólkurbikars karla. 26. júní 2019 21:30 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ Körfubolti Fleiri fréttir Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka Sjá meira
Leik lokið: ÍBV - Víkingur 2-3 │Endurkomu Víkingar Víkingur er fyrsta liðið í undanúrslit Mjólkurbikars karla. 26. júní 2019 21:30