Sterk orka í Glastonbury Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 27. júní 2019 12:15 Íris Hrund, Dísa, Erla og Harpa Fönn í Grúsku Babúsku eru á leið til Glastonbury í dag! Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Það er stórkostlegt tækifæri að fá að spila á Glastonbury-tónlistarhátíðinni. Við erum alsælar með það,“ segir Harpa Fönn Sigurjónsdóttir, ein þeirra fjögurra kvenna sem skipa hljómsveitina Grúska Babúska nú um stundir. Sú sveit er hin eina alíslenska sem kemur fram á Glastonbury-hátíðinni í ár. „Þetta er stór hátíð, 250 þúsund manns eru þarna yfir eina helgi, bara eins og allir Reykvíkingar væru samankomnir,“ lýsir Harpa Fönn. „Ég held að þar séu 40 til 50 svið og hvert svið er með sína eigin litlu hátíð, svo þetta er mjög sérstakt. Við komum fram á sunnudaginn á Croissant Neuf-sviðinu, þar hafa listamenn á borð við Ed Sheeran komið fram.“ Með Hörpu Fönn eru Íris Hrund Þórarinsdóttir, Dísa Hreiðarsdóttir og Erla Stefánsdóttir í Grúsku Babúsku sem stofnuð var 2012 og hefur verið fjölmennari. Hljóðheimurinn samanstendur helst af röddum, spiladós, bassa, melódíku, rafmagnsfiðlu, klukkuspili og slagverki. Þó að þær séu að spila á Glastonbury-hátíðinni í fyrsta skipti þá hafa þær mikið verið í samnefndum bæ. Harpa Fönn útskýrir hverju það sætir. „Við fórum í tónleikaferð um Bretland fyrir þremur árum og vorum bókaðar á stað sem heitir The King Arthur í Glastonbury. Vorum að spila í Bristol kvöldið áður og hálf ryðgaðar þegar við stigum út úr rútunni en fundum strax hvað Glastonbury er magnaður staður. Stoppuðum bara einn sólarhring en tókum skyndiákvörðun um að fara þangað aftur um haustið í tónsmíðaferð og semja lög á nýja plötu. Stóðum við það og vorum í tíu daga, spiluðum aftur á The King Arthur, kynntumst mörgum heimamönnum og sumir spiluðu inn á plötuna okkar því þarna er mikil tónlist og gróska í jaðarlistum.“ Harpa Fönn segir skráða íbúa í miðaldabænum Glastonbury um 7.000. „Manni líður eins og á Akureyri, nema hvað þarna er eins konar mekka seiðmanna og gyðja. Við aðalgötuna er ótrúlegt framboð varnings og þjónustu, vanti mann nornakúst eða verndarsteina þá finnur maður hvort tveggja og vilji maður fara í nálastungu eða jóga, þá er nóg um slíkt.“ Hún segir plötu sveitarinnar, Tor, sem kom út á síðasta ári, nefnda eftir Glastonbury Tor, merku mannvirki á fagurri hæð ofan við bæinn. „Tor er nokkurs konar hlið og það eru alls konar andlegar sögur og mýtur um þann stað, því kringum hann er sterk orka,“ lýsir hún. Grúska Babúska er einmitt þekkt fyrir tónlist sem færir hlustandann inn í draumkenndan heim, ýmist gáskafullan eða dimman, og Harpa Fönn segir bæinn hafa verið fyrir þær dömurnar eins og að koma heim. „Svo gerist það í einni tónleikaferð þegar við vorum að spila á stað í Bristol að hljóðmaðurinn er svona hrifinn af okkur og tónlistinni okkar og segir: „Hei! mamma mín er með svið á hátíðinni í Glastonbury,“ og í kjölfarið fengum við boð um að spila þar. Við náttúrlega þáðum það, enda verður það ótrúleg lífsreynsla.“ Birtist í Fréttablaðinu England Tónlist Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Sjá meira
Það er stórkostlegt tækifæri að fá að spila á Glastonbury-tónlistarhátíðinni. Við erum alsælar með það,“ segir Harpa Fönn Sigurjónsdóttir, ein þeirra fjögurra kvenna sem skipa hljómsveitina Grúska Babúska nú um stundir. Sú sveit er hin eina alíslenska sem kemur fram á Glastonbury-hátíðinni í ár. „Þetta er stór hátíð, 250 þúsund manns eru þarna yfir eina helgi, bara eins og allir Reykvíkingar væru samankomnir,“ lýsir Harpa Fönn. „Ég held að þar séu 40 til 50 svið og hvert svið er með sína eigin litlu hátíð, svo þetta er mjög sérstakt. Við komum fram á sunnudaginn á Croissant Neuf-sviðinu, þar hafa listamenn á borð við Ed Sheeran komið fram.“ Með Hörpu Fönn eru Íris Hrund Þórarinsdóttir, Dísa Hreiðarsdóttir og Erla Stefánsdóttir í Grúsku Babúsku sem stofnuð var 2012 og hefur verið fjölmennari. Hljóðheimurinn samanstendur helst af röddum, spiladós, bassa, melódíku, rafmagnsfiðlu, klukkuspili og slagverki. Þó að þær séu að spila á Glastonbury-hátíðinni í fyrsta skipti þá hafa þær mikið verið í samnefndum bæ. Harpa Fönn útskýrir hverju það sætir. „Við fórum í tónleikaferð um Bretland fyrir þremur árum og vorum bókaðar á stað sem heitir The King Arthur í Glastonbury. Vorum að spila í Bristol kvöldið áður og hálf ryðgaðar þegar við stigum út úr rútunni en fundum strax hvað Glastonbury er magnaður staður. Stoppuðum bara einn sólarhring en tókum skyndiákvörðun um að fara þangað aftur um haustið í tónsmíðaferð og semja lög á nýja plötu. Stóðum við það og vorum í tíu daga, spiluðum aftur á The King Arthur, kynntumst mörgum heimamönnum og sumir spiluðu inn á plötuna okkar því þarna er mikil tónlist og gróska í jaðarlistum.“ Harpa Fönn segir skráða íbúa í miðaldabænum Glastonbury um 7.000. „Manni líður eins og á Akureyri, nema hvað þarna er eins konar mekka seiðmanna og gyðja. Við aðalgötuna er ótrúlegt framboð varnings og þjónustu, vanti mann nornakúst eða verndarsteina þá finnur maður hvort tveggja og vilji maður fara í nálastungu eða jóga, þá er nóg um slíkt.“ Hún segir plötu sveitarinnar, Tor, sem kom út á síðasta ári, nefnda eftir Glastonbury Tor, merku mannvirki á fagurri hæð ofan við bæinn. „Tor er nokkurs konar hlið og það eru alls konar andlegar sögur og mýtur um þann stað, því kringum hann er sterk orka,“ lýsir hún. Grúska Babúska er einmitt þekkt fyrir tónlist sem færir hlustandann inn í draumkenndan heim, ýmist gáskafullan eða dimman, og Harpa Fönn segir bæinn hafa verið fyrir þær dömurnar eins og að koma heim. „Svo gerist það í einni tónleikaferð þegar við vorum að spila á stað í Bristol að hljóðmaðurinn er svona hrifinn af okkur og tónlistinni okkar og segir: „Hei! mamma mín er með svið á hátíðinni í Glastonbury,“ og í kjölfarið fengum við boð um að spila þar. Við náttúrlega þáðum það, enda verður það ótrúleg lífsreynsla.“
Birtist í Fréttablaðinu England Tónlist Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Sjá meira