Erlent

Helmingur íbúa vill úr landi

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Viðgerðir í Fez.
Viðgerðir í Fez. Nordicphotos/AFP
Nærri helmingur Marokkómanna, eða 44 prósent, vill flytja úr landi. Þetta sýna niðurstöður skoðanakönnunar sem Arab Barometer gerði fyrir BBC News Arabic. Hlutfallið hefur hækkað töluvert frá því árið 2016. Þá mældist það 27 prósent. Það er þó ekki jafnhátt og árið 2006 þar sem talan stóð í 52 prósentum.

Breska ríkisútvarpið fjallaði ítarlega um könnunina í gær og setti í það samhengi að ef til vill myndu Marokkómenn fylgja í fótspor grannríkja og rísa upp gegn yfirvöldum. Nýlega hafa landsmenn í bæði Súdan og Alsír steypt forsetum sínum af stóli. Hundruð hafa fallið og á annað þúsund særst í átökum við her og lögreglu. Segja má að þetta sé eins konar önnur alda arabíska vorsins, en árin 2011 og 2012 var forsetum Túnis, Egyptalands, Líbýu og Jemen steypt af stóli sömuleiðis.

Sama könnun sýndi að 49 prósent Marokkóa vildu sjá breytingar í stjórnmálunum eins fljótt og auðið er. Það er meira en í Jemen, 41 prósent, Egyptalandi, 39 prósent, Líbanon, 28 prósent og Írak, 27 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×