FH rúllaði yfir Grindavík, 7-1. Steven Lennon skoraði þrennu fyrir FH-inga og Hjörtur Logi Valgarðsson, Halldór Orri Björnsson, Pétur Viðarsson og Brynjar Ásgeir Guðmundsson sitt markið hver. Marc Mcausland skoraði mark Grindvíkinga sem hafa aðeins fengið á sig níu mörk í Pepsi Max-deildinni í sumar. Vörn þeirra gulu var hins vegar hriplek í Kaplakrika í kvöld.
Breiðablik vann 4-2 sigur á Fylki eftir framlengingu. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 2-2. Höskuldur Gunnlaugsson skoraði bæði mörk Blika í framlengingunni en Thomas Mikkelsen bæði úr vítaspyrnum í venjulegum leiktíma. Valdimar Þór Ingimundarson gerði mörk Fylkismanna.
Þá lagði KR Inkasso-deildarlið Njarðvíkur að velli, 3-0. Ægir Jarl Jónasson skoraði tvö marka KR-inga og Ástbjörn Þórðarson eitt.
Mörkin úr leikjum kvöldsins má sjá hér fyrir neðan.
FH 7-1 Grindavík
Breiðablik 4-2 Fylkir
KR 3-0 Njarðvík