Dregið var í riðla fyrir úrslitakeppni Evrópumóts landsliða í handbolta 2020 sem haldin verður í þremur löndum; Austurríki, Svíþjóð og Noregi.
Ísland var í þriðja styrkleikaflokkinum og var því útilokað að liðið myndi spila í Vín þar sem Austurríki, einn af gestgjöfunum, var einnig í þriðja styrkleikaflokkinum.
Tvö efstu liðin í A, B og C riðlum fara svo áfram í milliriðil í Vínarborg og tvö efstu liðin í D, E og F riðlum fara áfram í milliriðil í Malmö.
Ísland dróst í sterkan riðil. Þeir eru með heimsmeisturum Dönum í riðli ásamt Ungverjalandi og Rússum. Riðillinn verður spilaður í Malmö.
Kristján Andrésson stýrir Svíum í síðasta sinn á EM 2020 en þeir drógust í riðli með Slóveníu, Sviss og Póllandi. Riðillinn verður spilaður í Gautaborg.
Erlingur Richardsson og lærisveinar hans í Hollandi eru með Spáni, Þýskalandi og Lettlandi. Riðillinn fer fram í Þrándheimi.
Riðlarnir líta svona út:
A-riðill í Graz: Króatía, Hvíta-Rússland, Svartfjallaland, Serbía
B-riðill í Vínarborg: Austurríki, Tékkland, Norður-Makedónía, Úkraína
C-riðill í Þrándheimi: Spánn, Þýskaland, Lettland, Holland
D-riðill í Þrándheimi: Frakkland, Noregur, Portúgal, Bosnía og Hersegóvína
E-riðill í Malmö: Danmörk, Ungverjaland, Ísland, Rússland
F-riðill í Gautaborg: Svíþjóð, Slóvenía, Sviss, Pólland
Styrkleikaflokkarnir litu svona út:
1. flokkur: Spánn, Svíþjóð (spila í Gautaborg), Frakkland, Danmörk (spila í Malmö), Króatía (spila í Graz) og Tékkland.
2. flokkur: Noregur (spila í Þrándheimi), Slóvenía, Þýskaland (spila í Þrándheimi), Norður-Makedónía, Ungverjaland, Hvíta-Rússland.
3. flokkur: Austurríki (spila í Vín), Ísland, Svartfjallaland, Portúgal, Sviss og Lettland.
4. flokkur: Pólland, Rússland, Serbía, Úkraína, Bosnía og Holland.
Ísland í riðli með heimsmeisturunum, Ungverjum og Rússum: Spilað í Malmö
Anton Ingi Leifsson og Óskar Ófeigur Jónsson skrifa

Mest lesið





„Við völdum okkur ekki andstæðinga“
Handbolti

Glórulaus tækling Gylfa Þórs
Íslenski boltinn



Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“
Íslenski boltinn
