Hlustaðu á Brósa í bullinu í beinni útsendingu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. júní 2019 15:30 Það verður nóg um að vera hjá brósunum. Flestir hlustendur FM957 ættu að vita að á föstudögum eru alla jafna á dagskrá skemmtiþættirnir vinsælu FM95BLÖ, í umsjón þáttastjórnandans Auðuns Blöndal og gestastjórnendanna Steinþórs Hróars Steinþórssonar, eða Steinda, og Egils „Gillz“ Einarssonar. Nú eru Auðunn og Steindi hins vegar staddir í tökum á sjónvarpsverkefnum og FM95BLÖ báturinn því heldur tómlegur. Eða hvað? Hann er raunar alls ekki tómur en Egill hefur brugðið á það ráð að fá til liðs við sig fjölmiðlamanninn Kjartan Atla Kjartansson og sparkspekúlantinn og hlaðvarpskonung Íslands, Hjörvar Hafliðason, til þess að setja upp sérstaka viðhafnarútgáfu af FM95BLÖ. Þátturinn mun bera heitið Brósar í bullinu og þar verður af nógu að taka með tilliti til dagskrárgerðar. Sem dæmi má nefna góða gesti en á Facebook-síðu Egils kemur fram að skemmtikrafturinn Sóli Hólm muni líta við, auk þess sem popparinn góðkunni Ingólfur Þórarinsson veðurguð mun rífa í gítarinn. Þá ætla brósarnir að hringja vestur um höf og heyra í sjálfum Auðuni Blöndal, föður þáttanna, en hann er standur í Bandaríkjunum við tökur á nýjum skemmtiþætti fyrir Stöð 2. Þetta er þó aðeins brot af dagskrá þáttarins sem verður stútfullur af frábæru efni, eins og við er að búast.Hér má hlusta á þáttinn í beinni útsendingu en hann hefst klukkan 16:00. FM95BLÖ Mest lesið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Fleiri fréttir Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Sjá meira
Flestir hlustendur FM957 ættu að vita að á föstudögum eru alla jafna á dagskrá skemmtiþættirnir vinsælu FM95BLÖ, í umsjón þáttastjórnandans Auðuns Blöndal og gestastjórnendanna Steinþórs Hróars Steinþórssonar, eða Steinda, og Egils „Gillz“ Einarssonar. Nú eru Auðunn og Steindi hins vegar staddir í tökum á sjónvarpsverkefnum og FM95BLÖ báturinn því heldur tómlegur. Eða hvað? Hann er raunar alls ekki tómur en Egill hefur brugðið á það ráð að fá til liðs við sig fjölmiðlamanninn Kjartan Atla Kjartansson og sparkspekúlantinn og hlaðvarpskonung Íslands, Hjörvar Hafliðason, til þess að setja upp sérstaka viðhafnarútgáfu af FM95BLÖ. Þátturinn mun bera heitið Brósar í bullinu og þar verður af nógu að taka með tilliti til dagskrárgerðar. Sem dæmi má nefna góða gesti en á Facebook-síðu Egils kemur fram að skemmtikrafturinn Sóli Hólm muni líta við, auk þess sem popparinn góðkunni Ingólfur Þórarinsson veðurguð mun rífa í gítarinn. Þá ætla brósarnir að hringja vestur um höf og heyra í sjálfum Auðuni Blöndal, föður þáttanna, en hann er standur í Bandaríkjunum við tökur á nýjum skemmtiþætti fyrir Stöð 2. Þetta er þó aðeins brot af dagskrá þáttarins sem verður stútfullur af frábæru efni, eins og við er að búast.Hér má hlusta á þáttinn í beinni útsendingu en hann hefst klukkan 16:00.
FM95BLÖ Mest lesið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Fleiri fréttir Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Sjá meira