Elton John reiður Pútín eftir harðorð ummæli í garð innflytjenda og samkynhneigðra Sylvía Hall skrifar 28. júní 2019 23:27 Stórsöngvarinn var mjög ósáttur við ummæli Rússlandsforseta. Vísir/Getty Breski söngvarinn Sir Elton John er ekki par ánægður með ummæli Rússlandsforseta um frjálslynd gildi og nálgun varðandi innflytjendastefnu. Hélt forsetinn því fram í viðtali við Financial Times að gildin væru „úrelt“ og að meirihluti íbúa vestrænna þjóða hefði hafnað þeim. Þetta kemur fram á vef Reuters en þar kemur einnig fram að forsetinn hafi gagnrýnt hugmyndafræðina í heild sinni, hún gæfi það í skyn að „ekkert þurfi að gera“ og sagði það ekki ganga upp þar sem refsa þyrfti fyrir alla glæpi. „Hugmyndin um frjálslyndi gengur út frá því að ekkert þurfi að gera. Að innflytjendur megi drepa, ræna og nauðga refsilaust því réttindi þeirra sem innflytjendur verði að vernda. Hvaða réttindi eru þau? Öllum glæpum verður að fylgja refsing,“ sagði Pútín í viðtalinu þegar hann tjáði sig um störf Angelu Merkel, kanslara Þýskalands. Hann sagði þetta vera stærstu mistök kanslarans, að hún hefði tekið upp frjálslynda stefnu í innflytjendamálum. Nú væru gildi frjálslyndra úrelt og þeim hefði verið hafnað af meirihluta fólks.Pútín fór ekki leynt með skoðanir sínar á frjálslyndum gildum.Vísir/GettySegir Pútín vera hræsnara Forsetinn gagnrýndi einnig viðhorf vestrænna ríkja til samkynhneigðar. Hann sagðist ekki vera viðkvæmur fyrir henni en þætti fúsleiki Vesturlandabúa til þess að taka fjölbreytileikann í sátt vera „óhóflegur“. Söngvarinn lýsti yfir óánægju sinni með ummælin í yfirlýsingu og var henni beint að forsetanum sjálfum. Hann kallaði forsetann hræsnara fyrir að halda því fram í sama viðtali að hann vildi að hinsegin fólk væri hamingjusamt. „Ég er verulega ósammála þeirri hugmynd að hugmyndafræði sem fagnar fjölmenningu og fjölbreytileika kynvera sé úrelt í okkar samfélagi,“ sagði söngvarinn í yfirlýsingu sinni. Þetta er í annað skiptið á skömmum tíma sem söngvarinn beinir reiði sinni að Rússlandi en í byrjun mánaðar gagnrýndi hann ákvörðun rússneskra dreifiaðila nýrrar ævisögumyndar um hann, Rocketman, um að klippa atriði sem snúa að samkynhneigð hans úr myndinni. Sjá einnig: Sir Elton John reiður Rússum fyrir að ritskoða hinseginatriðiDreifiaðili myndarinnar í Rússlandi sagði atriðin hafa verið fjarlægð þar sem þau brytu í bága við rússnesk lög en núgildandi lög í landinu banna sýningu efnis sem snýr að samkynhneigð til fólks undir lögaldri. Hinsegin Rússland Tengdar fréttir Sir Elton John reiður Rússum fyrir að ritskoða hinseginatriði Sir Elton John gagnrýnir ákvörðun Rússa um að klippa um fimm mínútur af efni út úr ævisögukvikmynd hans, Rocketman. Dreifiaðili myndarinnar segir það hafa verið gert til þess að fylgja rússneskum lögum. 1. júní 2019 10:55 Elton John gefst upp á heimalandinu: „Ég er ekki heimskur, nýlendudrottnandi, heimsvaldasinnaður, breskur fáviti“ Óhætt er að segja að tónlistarmaðurinn sé dauðþreyttur á breskum stjórnmálum. 31. maí 2019 14:49 Elton John sæmdur æðstu heiðursorðu Frakka Söngvarinn Elton John var í dag sæmdur æðstu heiðursorðu Frakka við hátíðlega athöfn í París. Í ávarpi sínu eftir orðuveitinguna hvatti söngvarinn ráðamenn heims til þess að leggja báráttunni við eyðni lið með fjárútlátum til rannsókna. 21. júní 2019 23:53 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Breski söngvarinn Sir Elton John er ekki par ánægður með ummæli Rússlandsforseta um frjálslynd gildi og nálgun varðandi innflytjendastefnu. Hélt forsetinn því fram í viðtali við Financial Times að gildin væru „úrelt“ og að meirihluti íbúa vestrænna þjóða hefði hafnað þeim. Þetta kemur fram á vef Reuters en þar kemur einnig fram að forsetinn hafi gagnrýnt hugmyndafræðina í heild sinni, hún gæfi það í skyn að „ekkert þurfi að gera“ og sagði það ekki ganga upp þar sem refsa þyrfti fyrir alla glæpi. „Hugmyndin um frjálslyndi gengur út frá því að ekkert þurfi að gera. Að innflytjendur megi drepa, ræna og nauðga refsilaust því réttindi þeirra sem innflytjendur verði að vernda. Hvaða réttindi eru þau? Öllum glæpum verður að fylgja refsing,“ sagði Pútín í viðtalinu þegar hann tjáði sig um störf Angelu Merkel, kanslara Þýskalands. Hann sagði þetta vera stærstu mistök kanslarans, að hún hefði tekið upp frjálslynda stefnu í innflytjendamálum. Nú væru gildi frjálslyndra úrelt og þeim hefði verið hafnað af meirihluta fólks.Pútín fór ekki leynt með skoðanir sínar á frjálslyndum gildum.Vísir/GettySegir Pútín vera hræsnara Forsetinn gagnrýndi einnig viðhorf vestrænna ríkja til samkynhneigðar. Hann sagðist ekki vera viðkvæmur fyrir henni en þætti fúsleiki Vesturlandabúa til þess að taka fjölbreytileikann í sátt vera „óhóflegur“. Söngvarinn lýsti yfir óánægju sinni með ummælin í yfirlýsingu og var henni beint að forsetanum sjálfum. Hann kallaði forsetann hræsnara fyrir að halda því fram í sama viðtali að hann vildi að hinsegin fólk væri hamingjusamt. „Ég er verulega ósammála þeirri hugmynd að hugmyndafræði sem fagnar fjölmenningu og fjölbreytileika kynvera sé úrelt í okkar samfélagi,“ sagði söngvarinn í yfirlýsingu sinni. Þetta er í annað skiptið á skömmum tíma sem söngvarinn beinir reiði sinni að Rússlandi en í byrjun mánaðar gagnrýndi hann ákvörðun rússneskra dreifiaðila nýrrar ævisögumyndar um hann, Rocketman, um að klippa atriði sem snúa að samkynhneigð hans úr myndinni. Sjá einnig: Sir Elton John reiður Rússum fyrir að ritskoða hinseginatriðiDreifiaðili myndarinnar í Rússlandi sagði atriðin hafa verið fjarlægð þar sem þau brytu í bága við rússnesk lög en núgildandi lög í landinu banna sýningu efnis sem snýr að samkynhneigð til fólks undir lögaldri.
Hinsegin Rússland Tengdar fréttir Sir Elton John reiður Rússum fyrir að ritskoða hinseginatriði Sir Elton John gagnrýnir ákvörðun Rússa um að klippa um fimm mínútur af efni út úr ævisögukvikmynd hans, Rocketman. Dreifiaðili myndarinnar segir það hafa verið gert til þess að fylgja rússneskum lögum. 1. júní 2019 10:55 Elton John gefst upp á heimalandinu: „Ég er ekki heimskur, nýlendudrottnandi, heimsvaldasinnaður, breskur fáviti“ Óhætt er að segja að tónlistarmaðurinn sé dauðþreyttur á breskum stjórnmálum. 31. maí 2019 14:49 Elton John sæmdur æðstu heiðursorðu Frakka Söngvarinn Elton John var í dag sæmdur æðstu heiðursorðu Frakka við hátíðlega athöfn í París. Í ávarpi sínu eftir orðuveitinguna hvatti söngvarinn ráðamenn heims til þess að leggja báráttunni við eyðni lið með fjárútlátum til rannsókna. 21. júní 2019 23:53 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Sir Elton John reiður Rússum fyrir að ritskoða hinseginatriði Sir Elton John gagnrýnir ákvörðun Rússa um að klippa um fimm mínútur af efni út úr ævisögukvikmynd hans, Rocketman. Dreifiaðili myndarinnar segir það hafa verið gert til þess að fylgja rússneskum lögum. 1. júní 2019 10:55
Elton John gefst upp á heimalandinu: „Ég er ekki heimskur, nýlendudrottnandi, heimsvaldasinnaður, breskur fáviti“ Óhætt er að segja að tónlistarmaðurinn sé dauðþreyttur á breskum stjórnmálum. 31. maí 2019 14:49
Elton John sæmdur æðstu heiðursorðu Frakka Söngvarinn Elton John var í dag sæmdur æðstu heiðursorðu Frakka við hátíðlega athöfn í París. Í ávarpi sínu eftir orðuveitinguna hvatti söngvarinn ráðamenn heims til þess að leggja báráttunni við eyðni lið með fjárútlátum til rannsókna. 21. júní 2019 23:53