Fyrsti sigur strákanna hans Lars kom í Þórshöfn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. júní 2019 20:30 Lars hefur gert góða hluti með norska landsliðið. vísir/getty Noregur vann sinn fyrsta sigur í undankeppni EM 2020 þegar liðið lagði Færeyjar að velli, 0-2, í Þórshöfn í kvöld. Strákarnir hans Lars Lagerbäck voru aðeins með tvö stig eftir fyrstu þrjá leikina í undankeppninni en eru nú komnir með fimm stig og upp í 4. sæti riðilsins. Færeyjar hafa tapað öllum fjórum leikjum sínum og eru á botni riðilsins. Bjørn Maars Johnsen, leikmaður AZ Alkmaar, skoraði bæði mörk Noregs í seinni hálfleik.Det ender med norsk 2-0-seier i Torshavn, og vi tar med oss tre poeng hjem fra Færøyene etter to scoringer av Bjørn Maars Johnsen!#sterkeresammenpic.twitter.com/4OHV4Nenno — Fotballandslaget (@nff_landslag) June 10, 2019 Brandur Olsen, leikmaður FH, og René Joensen, leikmaður Grindavíkur, voru í byrjunarliði Færeyja. Valsmaðurinn Kaj Leo í Bartalsstovu sat á varamannabekknum hjá Færeyingum. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Spánverjar með fullt hús stiga Spánn lagði Svíþjóð að velli, 3-0, í undankeppni EM 2020 í kvöld. 10. júní 2019 20:45
Noregur vann sinn fyrsta sigur í undankeppni EM 2020 þegar liðið lagði Færeyjar að velli, 0-2, í Þórshöfn í kvöld. Strákarnir hans Lars Lagerbäck voru aðeins með tvö stig eftir fyrstu þrjá leikina í undankeppninni en eru nú komnir með fimm stig og upp í 4. sæti riðilsins. Færeyjar hafa tapað öllum fjórum leikjum sínum og eru á botni riðilsins. Bjørn Maars Johnsen, leikmaður AZ Alkmaar, skoraði bæði mörk Noregs í seinni hálfleik.Det ender med norsk 2-0-seier i Torshavn, og vi tar med oss tre poeng hjem fra Færøyene etter to scoringer av Bjørn Maars Johnsen!#sterkeresammenpic.twitter.com/4OHV4Nenno — Fotballandslaget (@nff_landslag) June 10, 2019 Brandur Olsen, leikmaður FH, og René Joensen, leikmaður Grindavíkur, voru í byrjunarliði Færeyja. Valsmaðurinn Kaj Leo í Bartalsstovu sat á varamannabekknum hjá Færeyingum.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Spánverjar með fullt hús stiga Spánn lagði Svíþjóð að velli, 3-0, í undankeppni EM 2020 í kvöld. 10. júní 2019 20:45
Spánverjar með fullt hús stiga Spánn lagði Svíþjóð að velli, 3-0, í undankeppni EM 2020 í kvöld. 10. júní 2019 20:45