Formúla 1

Uppgjörsþáttur eftir Kanadakappaksturinn | Farið yfir refsinguna umdeildu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Vettel vildi meina að hann hefði átt að vinna Kanadakappaksturinn.
Vettel vildi meina að hann hefði átt að vinna Kanadakappaksturinn. vísir/getty
Lewis Hamilton á Mercedes bar sigur úr býtum í sjöundu keppni ársins í Formúlu 1 sem fór fram í Kanada í gær.



Sebastian Vettel á Ferrari kom fyrstur í mark en fékk fimm sekúndna refsingu og datt því niður í 2. sætið. Sá þýski var afar ósáttur með refsinguna og ætlar Ferrari að áfrýja henni.

Samherji Vettels hjá Ferrari, Charles Leclerc, varð þriðji og Valtteri Bottas á Mercedes fjórði.

Hamilton hefur unnið þrjár keppnir í röð og fimm af sjö keppnum tímabilsins. Bottas vann hinar tvær og Mercedes hefur því hrósað sigri í öllum keppnum ársins.

Hamilton er með forystu keppni ökuþóra. Hann er með 162 stig en Bottas er annar með 133 stig. Vettel er í 3. sætinu með 100 stig. Mercedes er með yfirburðaforystu í keppni bílasmiða.

Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson fóru yfir kappaksturinn í Kanada á Stöð 2 Sport í gær, þ.á.m. refsinguna umdeildu, en uppgjörsþátt þeirra má sjá hér fyrir neðan.






Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×