Uppgjör: Ótrúlegt drama í Kanada Bragi Þórðarson skrifar 10. júní 2019 20:00 Martin Brundle fékk það erfiða hlutverk að taka viðtöl við keppinautana á verðlaunapallinum. Vísir/Getty Lewis Hamilton vann sinn fimmta kappakstur á tímabilinu í Kanada í gær þrátt fyrir að koma annar í mark. Sebastian Vettel á Ferrari kom fyrstur í mark en fékk fimm sekúndna refsingu fyrir að hindra Hamilton á 48. Hring. Liðsfélagi Vettel, Charles Leclerc, endaði þriðji og í fyrsta skiptið á árinu nær Ferrari tveimur bílum á verðlaunapall. Það er þó lítil huggun fyrir ítalska liðið sem finnst að dómarar keppninnar hafi stolið af þeim mikilvægum sigri. Atvikið sem réði úrslitumAtvikið sem hristi vel upp í Formúlu 1 aðdáendum gerðist á 48. hring af 70. Vettel leiddi en Hamilton var búinn að pressa vel á Þjóðverjann síðustu níu hringi. Augljóst var að Mercedes bíll Hamilton gat farið mun hraðar en Vettel, munurinn á þeim var undir sekúndu hring eftir hring og að lokum gerði Sebastian mistök. Í þriðju beygju yfirstýrir Ferrari bíll Þjóðverjans sem olli því að Vettel endaði utan vegar. Þegar hann kom inn á brautina hindraði hann Hamilton sem þurfti að bremsa verulega til að klessa ekki á Ferrari bílinn.Race. Defining. Moment.#CanadianGP#F1pic.twitter.com/053sau3we1 — Formula 1 (@F1) June 9, 2019 Vettel allt annað en sáttur með refsingunaHamilton stóð uppi sem sigurvegari í Kanada.GettyNokkrum hringjum seinna heyrir Sebastian að hann sé kominn með fimm sekúndna refsingu. „Ég gat hvergi farið, ég sá hann í speglunum,“ svaraði Vettel í talstöðina. Næstu hringi gerði liðið allt sem það gat til að róa Þjóðverjann en það gekk lítið. „Ég ætla ekki að róa mig, þetta er ósanngjarnt, ég hef fullan rétt á því að vera reiður, mér er alveg sama hvað fólki finnst,“ sagði Vettel. „Þú þarft að vera staurblindur til að halda að ég geti farið yfir grasið og haldið stjórn á bílnum á meðan. Ég var heppinn að ég fór ekki á vegginn, hvert í andskotanum átti ég að fara? Þetta er rangur heimur, þetta er ósanngjarnt.“ Vettel hafði ekki hraðan til að koma bilinu í Hamilton í fimm sekúndur og vinna þar með keppnina. Á lokahringjunum reyndi Bretinn meira að segja að komast framúr keppinaut sínum. Þjóðverjinn brjálaður eftir keppniVettel skipti út skiltinu fyrir framan bíl Hamiltons eftir keppni.GettySebastian neitaði að leggja bílnum á réttum stað eftir keppnina í svokölluðu Parc Fermé. Í stað þess lagði hann eins langt í burtu og mögulega hægt er og fór beint í Ferrari tjaldið. Samkvæmt reglum verða þrír efstu ökumennirnir að fara í viðtöl og svo upp á verðlaunapall eftir keppnir. Þetta vissu liðsmenn Ferrari sem á endanum skipuðu honum að fara og að lokum drógu hann upp á verðlaunapallinn. Áður en að niðurbrotinn Vettel tók við verðlaununum fyrir annað sætið skipti hann út skiltinu fyrir framan bíl Hamilton. Þar stóð að Bretinn hafi sigrað en Vettel setti skiltið sem stóð í stæðinu sem hans bíll átti að vera lagður og setti fyrir framan Mercedes bílinn. Flestir áhorfendur virtust vera sammála Vettel og Ferrari og var baulað á Hamilton er hann tók við bikarnum á verðlaunapallinum. Mikil virðing var á milli ökuþóranna sem alls hafa unnið níu heimsmeistaratitla. „Fólkið ætti ekki að baula á Lewis. Það á að baula á þá sem taka þessar ákvarðanir,“ sagði Vettel á verðlaunapallinum. Þá tók Lewis keppinaut sinn með sér upp á efsta þrep verðlaunapallsins. Það voru ekki bara áhorfendur á brautinni sem voru sammála um að dómurinn hafi verið rangur. „Það er brjálað að ekki sé hægt að keppa lengur, rangt, rangt, rangt,“ sagði Johnny Herbert, blaðamaður á Sky og fyrrum Formúlu 1 ökuþór á samfélagsmiðlum. Sjónarhorn HamiltonHamilton vildi fá Vettel með sér upp á miðjuna á verðlaunapallinum.Getty„Ferrari bílarnir voru of hraðir á beinu köflunum, þannig ég þurfti að pressa Vettel í mistök í gegnum beygjurnar og að lokum gerði hann mistök,“ sagði Hamilton eftir kappaksturinn. Lewis sagðist vera sammála dómurunum, sérstaklega eftir að hafa horft á atvikið eftir keppnina. „Ef þessi regla væri ekki þarna hefði ég bara látið hann keyra mig út, það hefði alltaf endað illa.“ Hamilton hefur sjálfur lent í því að koma fyrstur í mark en ekki ná sigri. Það gerðist í belgíska kappakstrinum árið 2008, þá fékk Lewis 25 sekúndna refsingu fyrir að fara út fyrir brautina. Nú var það Bretinn sem græddi sæti og hefur Hamilton nú unnið fimm af sjö keppnum ársins. Hann hefur nú 29 stiga forskot á liðsfélaga sinn, Valtteri Bottas. Finninn varð að sætta sig við fjórða sætið í Kanada. Vettel er þriðji í mótinu, 62 stigum frá fyrsta sætinu en á þessum tíma í fyrra leiddi Vettel mótið. Ferrari er nú 123 stigum á eftir Mercedes í keppni bílasmiða. Ferrari ætlar þó að áfrýja refsingunni og gæti því farið svo að úrslitum keppninnar verði breytt. Formúla Tengdar fréttir Umdeild refsing skilaði Hamilton enn einum sigrinum Lewis Hamilton vann Kanada kappaksturinn í Formúla 1 þó hans helsti keppinautur, Sebastian Vettel, hafi verið fyrstur í mark í Montreal í dag. 9. júní 2019 20:19 Uppgjörsþáttur eftir Kanadakappaksturinn | Farið yfir refsinguna umdeildu Sérfræðingar Sýnar um Formúlu 1 fóru yfir kappaksturinn í Kanada. 10. júní 2019 14:39 Mest lesið „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Körfubolti Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Enski boltinn Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Handbolti „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Enski boltinn „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti „Sóknarlega vorum við ömurlegir og ég þarf að taka það á mig“ Sport Fleiri fréttir Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Lewis Hamilton vann sinn fimmta kappakstur á tímabilinu í Kanada í gær þrátt fyrir að koma annar í mark. Sebastian Vettel á Ferrari kom fyrstur í mark en fékk fimm sekúndna refsingu fyrir að hindra Hamilton á 48. Hring. Liðsfélagi Vettel, Charles Leclerc, endaði þriðji og í fyrsta skiptið á árinu nær Ferrari tveimur bílum á verðlaunapall. Það er þó lítil huggun fyrir ítalska liðið sem finnst að dómarar keppninnar hafi stolið af þeim mikilvægum sigri. Atvikið sem réði úrslitumAtvikið sem hristi vel upp í Formúlu 1 aðdáendum gerðist á 48. hring af 70. Vettel leiddi en Hamilton var búinn að pressa vel á Þjóðverjann síðustu níu hringi. Augljóst var að Mercedes bíll Hamilton gat farið mun hraðar en Vettel, munurinn á þeim var undir sekúndu hring eftir hring og að lokum gerði Sebastian mistök. Í þriðju beygju yfirstýrir Ferrari bíll Þjóðverjans sem olli því að Vettel endaði utan vegar. Þegar hann kom inn á brautina hindraði hann Hamilton sem þurfti að bremsa verulega til að klessa ekki á Ferrari bílinn.Race. Defining. Moment.#CanadianGP#F1pic.twitter.com/053sau3we1 — Formula 1 (@F1) June 9, 2019 Vettel allt annað en sáttur með refsingunaHamilton stóð uppi sem sigurvegari í Kanada.GettyNokkrum hringjum seinna heyrir Sebastian að hann sé kominn með fimm sekúndna refsingu. „Ég gat hvergi farið, ég sá hann í speglunum,“ svaraði Vettel í talstöðina. Næstu hringi gerði liðið allt sem það gat til að róa Þjóðverjann en það gekk lítið. „Ég ætla ekki að róa mig, þetta er ósanngjarnt, ég hef fullan rétt á því að vera reiður, mér er alveg sama hvað fólki finnst,“ sagði Vettel. „Þú þarft að vera staurblindur til að halda að ég geti farið yfir grasið og haldið stjórn á bílnum á meðan. Ég var heppinn að ég fór ekki á vegginn, hvert í andskotanum átti ég að fara? Þetta er rangur heimur, þetta er ósanngjarnt.“ Vettel hafði ekki hraðan til að koma bilinu í Hamilton í fimm sekúndur og vinna þar með keppnina. Á lokahringjunum reyndi Bretinn meira að segja að komast framúr keppinaut sínum. Þjóðverjinn brjálaður eftir keppniVettel skipti út skiltinu fyrir framan bíl Hamiltons eftir keppni.GettySebastian neitaði að leggja bílnum á réttum stað eftir keppnina í svokölluðu Parc Fermé. Í stað þess lagði hann eins langt í burtu og mögulega hægt er og fór beint í Ferrari tjaldið. Samkvæmt reglum verða þrír efstu ökumennirnir að fara í viðtöl og svo upp á verðlaunapall eftir keppnir. Þetta vissu liðsmenn Ferrari sem á endanum skipuðu honum að fara og að lokum drógu hann upp á verðlaunapallinn. Áður en að niðurbrotinn Vettel tók við verðlaununum fyrir annað sætið skipti hann út skiltinu fyrir framan bíl Hamilton. Þar stóð að Bretinn hafi sigrað en Vettel setti skiltið sem stóð í stæðinu sem hans bíll átti að vera lagður og setti fyrir framan Mercedes bílinn. Flestir áhorfendur virtust vera sammála Vettel og Ferrari og var baulað á Hamilton er hann tók við bikarnum á verðlaunapallinum. Mikil virðing var á milli ökuþóranna sem alls hafa unnið níu heimsmeistaratitla. „Fólkið ætti ekki að baula á Lewis. Það á að baula á þá sem taka þessar ákvarðanir,“ sagði Vettel á verðlaunapallinum. Þá tók Lewis keppinaut sinn með sér upp á efsta þrep verðlaunapallsins. Það voru ekki bara áhorfendur á brautinni sem voru sammála um að dómurinn hafi verið rangur. „Það er brjálað að ekki sé hægt að keppa lengur, rangt, rangt, rangt,“ sagði Johnny Herbert, blaðamaður á Sky og fyrrum Formúlu 1 ökuþór á samfélagsmiðlum. Sjónarhorn HamiltonHamilton vildi fá Vettel með sér upp á miðjuna á verðlaunapallinum.Getty„Ferrari bílarnir voru of hraðir á beinu köflunum, þannig ég þurfti að pressa Vettel í mistök í gegnum beygjurnar og að lokum gerði hann mistök,“ sagði Hamilton eftir kappaksturinn. Lewis sagðist vera sammála dómurunum, sérstaklega eftir að hafa horft á atvikið eftir keppnina. „Ef þessi regla væri ekki þarna hefði ég bara látið hann keyra mig út, það hefði alltaf endað illa.“ Hamilton hefur sjálfur lent í því að koma fyrstur í mark en ekki ná sigri. Það gerðist í belgíska kappakstrinum árið 2008, þá fékk Lewis 25 sekúndna refsingu fyrir að fara út fyrir brautina. Nú var það Bretinn sem græddi sæti og hefur Hamilton nú unnið fimm af sjö keppnum ársins. Hann hefur nú 29 stiga forskot á liðsfélaga sinn, Valtteri Bottas. Finninn varð að sætta sig við fjórða sætið í Kanada. Vettel er þriðji í mótinu, 62 stigum frá fyrsta sætinu en á þessum tíma í fyrra leiddi Vettel mótið. Ferrari er nú 123 stigum á eftir Mercedes í keppni bílasmiða. Ferrari ætlar þó að áfrýja refsingunni og gæti því farið svo að úrslitum keppninnar verði breytt.
Formúla Tengdar fréttir Umdeild refsing skilaði Hamilton enn einum sigrinum Lewis Hamilton vann Kanada kappaksturinn í Formúla 1 þó hans helsti keppinautur, Sebastian Vettel, hafi verið fyrstur í mark í Montreal í dag. 9. júní 2019 20:19 Uppgjörsþáttur eftir Kanadakappaksturinn | Farið yfir refsinguna umdeildu Sérfræðingar Sýnar um Formúlu 1 fóru yfir kappaksturinn í Kanada. 10. júní 2019 14:39 Mest lesið „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Körfubolti Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Enski boltinn Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Handbolti „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Enski boltinn „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti „Sóknarlega vorum við ömurlegir og ég þarf að taka það á mig“ Sport Fleiri fréttir Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Umdeild refsing skilaði Hamilton enn einum sigrinum Lewis Hamilton vann Kanada kappaksturinn í Formúla 1 þó hans helsti keppinautur, Sebastian Vettel, hafi verið fyrstur í mark í Montreal í dag. 9. júní 2019 20:19
Uppgjörsþáttur eftir Kanadakappaksturinn | Farið yfir refsinguna umdeildu Sérfræðingar Sýnar um Formúlu 1 fóru yfir kappaksturinn í Kanada. 10. júní 2019 14:39
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti