Segir tollaramma blendingsbíla of þröngan: Hækkar um milljón í verði vegna eins gramms Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. júní 2019 21:00 Framkvæmdastjóri bílasölu þurfti að afpanta hybrid bíla sem knúnir eru bæði með bensíni og rafmagni þar sem tollaramminn er of þröngur að hans mati. Hann segir að rýmka þurfi rammann enn frekar svo raunverulegur hvati myndist til að flytja inn rafbíla. Viktor Urbancic, framkvæmdastjóri Sparíbíla flytur inn og selur rafbíla og ýmsa blendingsbíla. Á dögunum þurfti hann þó að afpanta pöntun sem lögð hafði verið fram sökum þess að bílarnir eru einu grammi yfir viðmiðunarmörkum tollsins. „Núna voru viðmiðin hækkuð í 55 grömm sem er aðeins of þröngt. Það dugir ekki til því flestir af þessum nýju bílum sem voru að koma árið 2019 eru aðeins yfir mörkunum. Þeir eru 56, 57, 58 eða 59 grömm,“ sagði Viktor Urbancic, framkvæmdastjóri Sparíbíla. Hann segir bíl sem er grammi yfir marki hækka um rúma milljón. Það sé of hátt verð og ekki líklegt til árangurs að selja slíkan bíl. „Best væri ef að viðmiðið væri 80 grömm og neðar því nú erum við að afpanta bíla sem við vorum búin að panta sem við héldum að myndu falla í hybrid flokkinn. Núna síðast tókum við bíl heim sem er 56 grömm en viðmiðið er 55 grömm og hann hækkar um rúma milljón í verði við þetta eina gramm. Þá er bara verðið of hátt. Þá eru aðrir möguleikar eða aðrir kostir kannski skárri og ekki eins spennandi að fá sér hybrid bíl. Ég held að það sé ekki vilji stjórnvalda að hafa mörkin þannig að fólk hætti við að kaupa sér rafbíl,“ sagði Viktor. Hvað viltu sjá gert? „Ég myndi vilja sjá mörkin rýmkuð. Þegar menn eru að borga milljón í viðbót fyrir eitt gramm í útblæstri, það skemmir fyrir því sem ég hélt að væri ætlunin, að koma fólki á hybrid- eða rafmagnsbíla,“ sagði Viktor. Bílar Umhverfismál Mest lesið Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Framkvæmdastjóri bílasölu þurfti að afpanta hybrid bíla sem knúnir eru bæði með bensíni og rafmagni þar sem tollaramminn er of þröngur að hans mati. Hann segir að rýmka þurfi rammann enn frekar svo raunverulegur hvati myndist til að flytja inn rafbíla. Viktor Urbancic, framkvæmdastjóri Sparíbíla flytur inn og selur rafbíla og ýmsa blendingsbíla. Á dögunum þurfti hann þó að afpanta pöntun sem lögð hafði verið fram sökum þess að bílarnir eru einu grammi yfir viðmiðunarmörkum tollsins. „Núna voru viðmiðin hækkuð í 55 grömm sem er aðeins of þröngt. Það dugir ekki til því flestir af þessum nýju bílum sem voru að koma árið 2019 eru aðeins yfir mörkunum. Þeir eru 56, 57, 58 eða 59 grömm,“ sagði Viktor Urbancic, framkvæmdastjóri Sparíbíla. Hann segir bíl sem er grammi yfir marki hækka um rúma milljón. Það sé of hátt verð og ekki líklegt til árangurs að selja slíkan bíl. „Best væri ef að viðmiðið væri 80 grömm og neðar því nú erum við að afpanta bíla sem við vorum búin að panta sem við héldum að myndu falla í hybrid flokkinn. Núna síðast tókum við bíl heim sem er 56 grömm en viðmiðið er 55 grömm og hann hækkar um rúma milljón í verði við þetta eina gramm. Þá er bara verðið of hátt. Þá eru aðrir möguleikar eða aðrir kostir kannski skárri og ekki eins spennandi að fá sér hybrid bíl. Ég held að það sé ekki vilji stjórnvalda að hafa mörkin þannig að fólk hætti við að kaupa sér rafbíl,“ sagði Viktor. Hvað viltu sjá gert? „Ég myndi vilja sjá mörkin rýmkuð. Þegar menn eru að borga milljón í viðbót fyrir eitt gramm í útblæstri, það skemmir fyrir því sem ég hélt að væri ætlunin, að koma fólki á hybrid- eða rafmagnsbíla,“ sagði Viktor.
Bílar Umhverfismál Mest lesið Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira