Flokkshollir engjast vegna skrifa Davíðs Jakob Bjarnar skrifar 11. júní 2019 11:32 Skrif Halldórs Blöndal staðfesta og sýna að margur flokkshollur Sjálfstæðismaðurinn er í tilvistarkrísu vegna stríðst Davíðs við forystu flokksins. „Þegar Halldór Blöndal setur ofaní við Davíð Oddsson er orðið nokkuð ljóst að Davíð er ekki sá sem hann var,“ segir Orri Björnsson, gegnheill Sjálfstæðismaður úr Hafnarfirði. Ljóst er að Davíð Oddsson, ritstjóri og helsti foringi flokksins frá upphafi; formaður Sjálfstæðisflokksins, borgarstjóri, forsætisráðherra og Seðlabankastjóri, er að gera flokksholla gráðhærða með skrifum sínum í málgagnið. Halldór Blöndal, fyrrverandi ráðherra og einn helsti stuðningsmaður Davíðs í gegnum tíðina, ritar grein sem birtist í Mogganum í morgun. Þar er líkt og hann sé að reyna að tala um fyrir hinum úfna og reiða fyrrverandi foringja með því að lofa hann og prísa og setja ofaní við hann á víxl. Halldór skrifar undir grein sína, merkingarþrungið: „Höfundur var ráðherra í ríkisstjórn Davíðs Oddssonar“. Benedikt Jóhannesson, fyrrum Sjálfstæðismaður og einn stofnenda Viðreisnar, birtir grein Halldórs í heild sinni á Facebookvegg með þeim orðum að greinina þurfi allir að lesa. En, Halldór er formaður Félags eldri Sjálfstæðismanna og á sem slíkur sæti í miðstjórn flokksins. Í athugasemdum leggja ýmsir orð í belg, þeirra á meðal Júlíus Hafstein, sem Davíð skipaði í sendiherrastöðu þá er hann var um hríð í utanríkisráðuneytinu. Júlíus segir að ýmislegt megi skrifa um Halldór Blöndal. „Náin frænda BB.“ Júlíus er þá spurður hvort hann sé að gefa í skyn að Halldór riti þetta af frændsemi við Bjarna Benediktsson, sem svarar: „Málefnin eiga að ráða. Margt og mikið að hjá forustu XD.“ Orð Júlíusar sýna að Sjálfstæðismenn skiptast í tvö horn. Meðan Júlíus stendur þétt að baki Davíð segir Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur að Davíð sé „nátttröll sem dagsbirtan hefur fangað.“ Vísir birti á dögunum fréttaskýringu um þessa sérkennilegu stöðu sem stærsti stjórnmálaflokkur landsins stendur frammi fyrir. Óhætt er að segja að það hrikti í stoðum Valhallar. Áhrifamaður innan flokksins sagði í eyru blaðamanns Vísis að það væri líkt og eitthvað hafi komið fyrir Davíð. Áhugamenn um stjórnmál og stjórnmálasöguna rýna nú í skrif Halldórs sem segir að bréfaskriftir, og af framhaldinu má ráða að hann er að vísa til bréfaskrifa Davíðs í Morgunblaði, geti reynst hættulegar því þær komi upp um sálarástand þess sem ritar þá stundina. Hollt sé að senda aldrei slíkt frá sér fyrr en eftir að mönnum er runnin reiðin.Meðan allt leikur í lyndi er Davíð reiður „Áður en lengra er haldið rifja ég upp, að afmælishátíð Sjálfstæðisflokksins að Valhöll var mjög vel heppnuð. Þar var fjöldi fólks og renningur, þannig að stöðugt bættust gamlir vinir og kunningjar í hópinn. Margir söknuðu þess þó, að sjá ekki sína gömlu formenn, þig og Þorstein Pálsson. Hvorugur ykkar sýndi sig en hefði þó farið vel á því að þið hefðuð komið saman, - jafnaldrar og slituð barnsskónum á Selfossi og bjugguð meira að segja um hríð við sömu götuna hvor á móti öðrum.“Valhöll nötrar og flokkshollir engjast vegna skrifa Davíðs Oddssonar og stríðs hans við flokksforystuna.Af þessu má ljóst vera að Halldór telur stöðuna, þá að Davíð sé kominn í stríð við forystu flokksins, óbærilega. Og hann skilur ekki hvernig á því stendur. „Ég hef fundið það glöggt, að meðal sjálfstæðismanna er mikil ánægja yfir stöðu þjóðmála og forystu flokksins. Þrátt fyrir gjaldþrot Wow-air og hrun loðnustofnsins er svigrúm til að bæta lífskjör og lækka skatta. Menn taka eftir því að það er traust milli formanna stjórnarflokkanna, sérstaklega Katrínar Jakobsdóttur og Bjarna Benediktssonar, og skilja af reynslunni að það er forsendan fyrir því, að áfram megi vel takast um stjórn þjóðmála. Saman fer sterk staða þjóðarbúsins, meiri kaupmáttur og jafnvægi í efnhagsmálum.“Einn þeirra varst þú, Davíð Oddsson Halldór víkur þá að Reykjavíkurbréfi þar sem Davíð gerir orð Jóns Hjaltasonar að sínum. Það hefði hann betur látið ógert því þar séu rangfærslur á hverju strái.Grein Halldórs í Moggann í morgun opinberar erfiða stöðu stærsta stjórnmálaflokks landsins.„Jón skrifar til forystu Sjálfstæðisflokksins: Þið réðuð Má Guðmundsson sem seðlabankastjóra ekki einu sinni heldur tvisvar. Hið rétta er, að Már var ráðinn í júlí 2009 en þá var vinstri stjórn í landinu. Már var síðan endurráðinn eftir auglýsingu 2014 og skipaði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í stöðuna.“ Halldór bendir á að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafi þá verið forsætisráðherra og haft sitt um það að segja, en ýmsir hafa orðið til að benda á að Davíð sé meira í dúr og moll við Miðflokkinn en sinn gamla flokk. „Rétt er að rifja upp, að hann var formaður Framsóknarflokksins í byrjun árs 2009 þegar allur þingflokkur þess flokks greiddi atkvæði með því að breyta lögum um Seðlabankann til þess að losna við þá seðlabankastjóra sem þá voru. Einn þeirra varst þú, Davíð Oddsson.“Davíð, þjóðin á þér svo mikið að þakka Og Halldór heldur áfram og segir að margt falli honum illa í skrifum sem birtist í Reykjavíkurbréfum Davíðs. „En verst þó, að þú skulir halda því fram að í þriðja orkupakkanum felist framsal á yfirráðum yfir íslenskum orkumarkaði til stofnana Evrópusambandsins.Davíð reynir nú mjög á þolrif Sjálfstæðisflokksins sem í framhaldinu vekja upp spurningar um stöðu hans innan Morgunblaðsins og þá stöðu Morgunblaðsins en flokkur og blað hafa löngum gengið hönd í hönd.fbl/ErnirÞað er ekki fótur fyrir þessari fullyrðingu. Og það er raunar athyglisvert, að þú skulir setja hana fram.Þjóðin á það þér að þakka, að samningar tókust um hið Evrópska efnahagssvæði og þú sannfærðir mig og aðra um, að sá samningur rúmaðist innan ákvæða stjórnarskrárinnar. Sömuleiðis fyrsti og annar orkupakkinn. Þar vannstu gott verk og þarft.“ Halldór vísar þar með óbeinum hætti til þess að ekki sé háttur Sjálfstæðismanna að skipta um skoðun eða játa mistök, eins og greinilega kom á daginn á Landsfundi 2009 þegar Davíð sló skýrslu Endurreisnarnefndar Sjálfstæðisflokksins út af borðinu. Eftirminnilega. Halldór Blöndal boðar frekari skrif en honum er augljóslega mjög í mun að bera klæði á vopnin. Þorsteinn Pálsson áðurnefndur skrifaði pistil á dögunum þar sem hann taldi einu leiðina til að lægja öldur vera þá að „frjálslyndari armur“ flokksins rifaði seglin gagnvart Davíð. Þorsteinn virðist meta það svo að fyrr frjósi í helvíti en Davíð lúffi. Sjálfstæðisflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Fréttaskýring: Þingflokkur Sjálfstæðisflokks við að missa húmorinn fyrir Davíð Samband Morgunblaðsins og Sjálfstæðisflokks sjaldan verið eins slæmt. 29. maí 2019 09:00 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira
„Þegar Halldór Blöndal setur ofaní við Davíð Oddsson er orðið nokkuð ljóst að Davíð er ekki sá sem hann var,“ segir Orri Björnsson, gegnheill Sjálfstæðismaður úr Hafnarfirði. Ljóst er að Davíð Oddsson, ritstjóri og helsti foringi flokksins frá upphafi; formaður Sjálfstæðisflokksins, borgarstjóri, forsætisráðherra og Seðlabankastjóri, er að gera flokksholla gráðhærða með skrifum sínum í málgagnið. Halldór Blöndal, fyrrverandi ráðherra og einn helsti stuðningsmaður Davíðs í gegnum tíðina, ritar grein sem birtist í Mogganum í morgun. Þar er líkt og hann sé að reyna að tala um fyrir hinum úfna og reiða fyrrverandi foringja með því að lofa hann og prísa og setja ofaní við hann á víxl. Halldór skrifar undir grein sína, merkingarþrungið: „Höfundur var ráðherra í ríkisstjórn Davíðs Oddssonar“. Benedikt Jóhannesson, fyrrum Sjálfstæðismaður og einn stofnenda Viðreisnar, birtir grein Halldórs í heild sinni á Facebookvegg með þeim orðum að greinina þurfi allir að lesa. En, Halldór er formaður Félags eldri Sjálfstæðismanna og á sem slíkur sæti í miðstjórn flokksins. Í athugasemdum leggja ýmsir orð í belg, þeirra á meðal Júlíus Hafstein, sem Davíð skipaði í sendiherrastöðu þá er hann var um hríð í utanríkisráðuneytinu. Júlíus segir að ýmislegt megi skrifa um Halldór Blöndal. „Náin frænda BB.“ Júlíus er þá spurður hvort hann sé að gefa í skyn að Halldór riti þetta af frændsemi við Bjarna Benediktsson, sem svarar: „Málefnin eiga að ráða. Margt og mikið að hjá forustu XD.“ Orð Júlíusar sýna að Sjálfstæðismenn skiptast í tvö horn. Meðan Júlíus stendur þétt að baki Davíð segir Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur að Davíð sé „nátttröll sem dagsbirtan hefur fangað.“ Vísir birti á dögunum fréttaskýringu um þessa sérkennilegu stöðu sem stærsti stjórnmálaflokkur landsins stendur frammi fyrir. Óhætt er að segja að það hrikti í stoðum Valhallar. Áhrifamaður innan flokksins sagði í eyru blaðamanns Vísis að það væri líkt og eitthvað hafi komið fyrir Davíð. Áhugamenn um stjórnmál og stjórnmálasöguna rýna nú í skrif Halldórs sem segir að bréfaskriftir, og af framhaldinu má ráða að hann er að vísa til bréfaskrifa Davíðs í Morgunblaði, geti reynst hættulegar því þær komi upp um sálarástand þess sem ritar þá stundina. Hollt sé að senda aldrei slíkt frá sér fyrr en eftir að mönnum er runnin reiðin.Meðan allt leikur í lyndi er Davíð reiður „Áður en lengra er haldið rifja ég upp, að afmælishátíð Sjálfstæðisflokksins að Valhöll var mjög vel heppnuð. Þar var fjöldi fólks og renningur, þannig að stöðugt bættust gamlir vinir og kunningjar í hópinn. Margir söknuðu þess þó, að sjá ekki sína gömlu formenn, þig og Þorstein Pálsson. Hvorugur ykkar sýndi sig en hefði þó farið vel á því að þið hefðuð komið saman, - jafnaldrar og slituð barnsskónum á Selfossi og bjugguð meira að segja um hríð við sömu götuna hvor á móti öðrum.“Valhöll nötrar og flokkshollir engjast vegna skrifa Davíðs Oddssonar og stríðs hans við flokksforystuna.Af þessu má ljóst vera að Halldór telur stöðuna, þá að Davíð sé kominn í stríð við forystu flokksins, óbærilega. Og hann skilur ekki hvernig á því stendur. „Ég hef fundið það glöggt, að meðal sjálfstæðismanna er mikil ánægja yfir stöðu þjóðmála og forystu flokksins. Þrátt fyrir gjaldþrot Wow-air og hrun loðnustofnsins er svigrúm til að bæta lífskjör og lækka skatta. Menn taka eftir því að það er traust milli formanna stjórnarflokkanna, sérstaklega Katrínar Jakobsdóttur og Bjarna Benediktssonar, og skilja af reynslunni að það er forsendan fyrir því, að áfram megi vel takast um stjórn þjóðmála. Saman fer sterk staða þjóðarbúsins, meiri kaupmáttur og jafnvægi í efnhagsmálum.“Einn þeirra varst þú, Davíð Oddsson Halldór víkur þá að Reykjavíkurbréfi þar sem Davíð gerir orð Jóns Hjaltasonar að sínum. Það hefði hann betur látið ógert því þar séu rangfærslur á hverju strái.Grein Halldórs í Moggann í morgun opinberar erfiða stöðu stærsta stjórnmálaflokks landsins.„Jón skrifar til forystu Sjálfstæðisflokksins: Þið réðuð Má Guðmundsson sem seðlabankastjóra ekki einu sinni heldur tvisvar. Hið rétta er, að Már var ráðinn í júlí 2009 en þá var vinstri stjórn í landinu. Már var síðan endurráðinn eftir auglýsingu 2014 og skipaði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í stöðuna.“ Halldór bendir á að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafi þá verið forsætisráðherra og haft sitt um það að segja, en ýmsir hafa orðið til að benda á að Davíð sé meira í dúr og moll við Miðflokkinn en sinn gamla flokk. „Rétt er að rifja upp, að hann var formaður Framsóknarflokksins í byrjun árs 2009 þegar allur þingflokkur þess flokks greiddi atkvæði með því að breyta lögum um Seðlabankann til þess að losna við þá seðlabankastjóra sem þá voru. Einn þeirra varst þú, Davíð Oddsson.“Davíð, þjóðin á þér svo mikið að þakka Og Halldór heldur áfram og segir að margt falli honum illa í skrifum sem birtist í Reykjavíkurbréfum Davíðs. „En verst þó, að þú skulir halda því fram að í þriðja orkupakkanum felist framsal á yfirráðum yfir íslenskum orkumarkaði til stofnana Evrópusambandsins.Davíð reynir nú mjög á þolrif Sjálfstæðisflokksins sem í framhaldinu vekja upp spurningar um stöðu hans innan Morgunblaðsins og þá stöðu Morgunblaðsins en flokkur og blað hafa löngum gengið hönd í hönd.fbl/ErnirÞað er ekki fótur fyrir þessari fullyrðingu. Og það er raunar athyglisvert, að þú skulir setja hana fram.Þjóðin á það þér að þakka, að samningar tókust um hið Evrópska efnahagssvæði og þú sannfærðir mig og aðra um, að sá samningur rúmaðist innan ákvæða stjórnarskrárinnar. Sömuleiðis fyrsti og annar orkupakkinn. Þar vannstu gott verk og þarft.“ Halldór vísar þar með óbeinum hætti til þess að ekki sé háttur Sjálfstæðismanna að skipta um skoðun eða játa mistök, eins og greinilega kom á daginn á Landsfundi 2009 þegar Davíð sló skýrslu Endurreisnarnefndar Sjálfstæðisflokksins út af borðinu. Eftirminnilega. Halldór Blöndal boðar frekari skrif en honum er augljóslega mjög í mun að bera klæði á vopnin. Þorsteinn Pálsson áðurnefndur skrifaði pistil á dögunum þar sem hann taldi einu leiðina til að lægja öldur vera þá að „frjálslyndari armur“ flokksins rifaði seglin gagnvart Davíð. Þorsteinn virðist meta það svo að fyrr frjósi í helvíti en Davíð lúffi.
Sjálfstæðisflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Fréttaskýring: Þingflokkur Sjálfstæðisflokks við að missa húmorinn fyrir Davíð Samband Morgunblaðsins og Sjálfstæðisflokks sjaldan verið eins slæmt. 29. maí 2019 09:00 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira
Fréttaskýring: Þingflokkur Sjálfstæðisflokks við að missa húmorinn fyrir Davíð Samband Morgunblaðsins og Sjálfstæðisflokks sjaldan verið eins slæmt. 29. maí 2019 09:00