Þingmenn langþreyttir á biðinni eftir svörum og tíminn að renna út Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. júní 2019 13:10 Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, segir að það sé þinginu alls til góða að fyrirspurnum sé svarað hratt og örugglega. Samsett mynd Sex þingmenn gerðu á þingfundi í dag alvarlegar athugasemdir við þann tíma sem nokkrir ráðherrar taka sér í að svara fyrirspurnum þingmanna. Mörgum spurningum sé enn ósvarað og tíminn að renna út. Þingmenn stjórnarandstöðunnar fengu aðstoð úr óvæntri átt þegar stjórnarliðinn Kolbeinn Óttarsson Proppé steig í pontu og tók undir með þeim og sagði að það væri ótækt að framkvæmdarvaldið sinnti ekki lögbundnum skyldum sínum. Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, vakti fyrstur þingmanna máls á svarleysinu undir liðnum fundarstjórn forseta. „Lungann af þessu kjörtímabili það sem af er hef ég beðið frétta af fyrirspurn sem ég sendi fyrst hæstvirtum félagsmálaráðherra og síðan hæstvirtum dómsmálaráðherra. Nú er þingið að verða lokið og ætti að vera lokið en ekkert bólar á svari og ég verð að leita enn einu sinni til forseta, ásjár hans vegna þess að ríkisstjórnin er, jú, stofnuð um það að styrkja störf Alþingis og biðja um að þessari fyrirspurn verði svarað áður en þingi lýkur,“ sagði Þorsteinn.Ekki hægt sætta sig við seinagang Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, tók í sama streng og sagði að það væri með heinum ólíkindum hversu langan tíma hæstvirtir ráðherra tækju sér í að svara fyrirspurnum þingmanna. „Ég spurði fjármála-og efnahagsráðherra 29. janúar síðastliðinn um mál sem tengjast auðlindarentuskatti á orkufyrirtæki og það er ekkert svar komið enn frá því í janúar. Og í byrjun apríl spurði ég sama hæstvirta ráðherra um mál sem tengjast tekjuskatti fyrirtækja, arði fyrirtækja og tekjuskatti sem fyrirtæki skila í ríkissjóð og enn hefur ekkert svar borist,“ sagði Oddný sem bætti við að þingmenn gætu ekki sætt sig við þennan seinagang. Þegar þingið spyr eiga ráðherrar að svara Kolbeinn kom sem fyrr segir til varnar þingmönnum stjórnarandstöðunnar og ítrekaði mikilvægi þess að svara fyrirspurnum innan gefins tímafrests sem þingsköp gera ráð fyrir. „Ég kem bara hér upp svo þetta komi ekki út eins og einhver gagnrýni stjórnarandstöðunnar eingöngu Þetta er sameiginlegt hagsmunamál þingsins alls og þess vegna tek ég undir með þeim háttvirtu þingmönnum sem hafa talað á undan mér. Það er ótækt að framkvæmdavaldið og einstaka ráðherrar, sama hvar í flokki þeir eru sinni ekki sinni lögbundnu skyldu að svara þinginu innan þess frest sem þeim er gefinn.“ Kolbeinn endaði ræðu sína á því að segja að þetta væri ósköp einfalt. Þegar þingmenn leggi fram fyrirspurnir eigi ráðherrar að svara.Sigríður Á. Andersen sagði af sér sem dómsmálaráðherra eftir að dómur féll í Landsréttarmálinu í MDE.Vísir/VilhelmVill vita hver kostnaðurinn er við Landsréttarmálið Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, tók undir með þeim þingmönnum sem vöktu athygli á svarleysinu og sagðist hafa spurt dómsmálaráðherra í mars hver kostnaðurinn væri vegna skipunar Landsréttardómara. Hún hafi síðan fundið sig knúna til að ítreka fyrirspurnina 22. maí. „og fékk þá þau svör að síðar í þeirri viku myndi svarið - sem væri tilbúið inni í ráðuneytið - vera sent hingað til þingsins. Nú ætla ég ekki að ætla hæstvirtum dómsmálaráðherra að fara hér með fleipur og get því ekki skilið orð hennar öðruvísi en þannig að svarið sé komið til þingsins og þá veltir maður fyrir sér hvar er svarið.“ Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, nýtti tækifærið undir sama lið til að vekja athygli á því að honum hefði ekki borist svar við fyrirspurn sinni og fjölda annarra um stöðu eldri borgara. „Mér finnst það fullmikið þegar tíminn er orðinn helmingi meiri en þingsköp gera ráð fyrir“. „Uppáhalds umræðuefnið mitt“ Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hóf ræðu sína á smá glensi þegar hann sagði „uppáhalds umræðuefnið mitt,“ en Björn er þekkur fyrir að vera ötull við að leggja fram fyrirspurnir, nokkrum þingmönnum til mikils ama. Hann sagði að meðalsvartími væri 35 virkir dagar en ekki 15 eins og ráð er gert fyrir. „Af öllum þeim sem svara fyrirspurnum þá er einmitt virðulegur forseti sá eini sem er innan tímamarkanna með 13 virka daga í svartíma,“ sagði Björn og beindi orðum sínum til Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis. En hver er meðalsvartími einstakra ráðherra? Björn var með svör á reiðum höndum og greindi frá meðalsvartíma hvers ráðherra fyrir sig. Þeir ráðherrar sem taka sér flesta daga til að svara fyrirspurnum er utanríkisráðherra (55 dagar), mennta- og menningarmálaráðherra (53 dagar) og fjármála- og efnahagsráðherra (42 dagar). Alþingi Tengdar fréttir Beiðni um að Landsréttarmálið fari til yfirdeildar send MDE á allra næstu dögum Formleg beiðni íslenskra stjórnvalda um að Landsréttarmálinu verði vísað til yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu verður send til Strasbourg á allra næstu dögum. 6. maí 2019 19:45 Þórhildi Sunnu og Helgu Völu brugðið vegna orðræðu Sigríðar og Bjarna um MDE: „Erum við komin þangað?“ Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að það sé varhugavert að grafa undan MDE sem hafi fært okkur réttarbætur og aukið trú á réttarkerfið. 13. mars 2019 17:29 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Sjá meira
Sex þingmenn gerðu á þingfundi í dag alvarlegar athugasemdir við þann tíma sem nokkrir ráðherrar taka sér í að svara fyrirspurnum þingmanna. Mörgum spurningum sé enn ósvarað og tíminn að renna út. Þingmenn stjórnarandstöðunnar fengu aðstoð úr óvæntri átt þegar stjórnarliðinn Kolbeinn Óttarsson Proppé steig í pontu og tók undir með þeim og sagði að það væri ótækt að framkvæmdarvaldið sinnti ekki lögbundnum skyldum sínum. Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, vakti fyrstur þingmanna máls á svarleysinu undir liðnum fundarstjórn forseta. „Lungann af þessu kjörtímabili það sem af er hef ég beðið frétta af fyrirspurn sem ég sendi fyrst hæstvirtum félagsmálaráðherra og síðan hæstvirtum dómsmálaráðherra. Nú er þingið að verða lokið og ætti að vera lokið en ekkert bólar á svari og ég verð að leita enn einu sinni til forseta, ásjár hans vegna þess að ríkisstjórnin er, jú, stofnuð um það að styrkja störf Alþingis og biðja um að þessari fyrirspurn verði svarað áður en þingi lýkur,“ sagði Þorsteinn.Ekki hægt sætta sig við seinagang Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, tók í sama streng og sagði að það væri með heinum ólíkindum hversu langan tíma hæstvirtir ráðherra tækju sér í að svara fyrirspurnum þingmanna. „Ég spurði fjármála-og efnahagsráðherra 29. janúar síðastliðinn um mál sem tengjast auðlindarentuskatti á orkufyrirtæki og það er ekkert svar komið enn frá því í janúar. Og í byrjun apríl spurði ég sama hæstvirta ráðherra um mál sem tengjast tekjuskatti fyrirtækja, arði fyrirtækja og tekjuskatti sem fyrirtæki skila í ríkissjóð og enn hefur ekkert svar borist,“ sagði Oddný sem bætti við að þingmenn gætu ekki sætt sig við þennan seinagang. Þegar þingið spyr eiga ráðherrar að svara Kolbeinn kom sem fyrr segir til varnar þingmönnum stjórnarandstöðunnar og ítrekaði mikilvægi þess að svara fyrirspurnum innan gefins tímafrests sem þingsköp gera ráð fyrir. „Ég kem bara hér upp svo þetta komi ekki út eins og einhver gagnrýni stjórnarandstöðunnar eingöngu Þetta er sameiginlegt hagsmunamál þingsins alls og þess vegna tek ég undir með þeim háttvirtu þingmönnum sem hafa talað á undan mér. Það er ótækt að framkvæmdavaldið og einstaka ráðherrar, sama hvar í flokki þeir eru sinni ekki sinni lögbundnu skyldu að svara þinginu innan þess frest sem þeim er gefinn.“ Kolbeinn endaði ræðu sína á því að segja að þetta væri ósköp einfalt. Þegar þingmenn leggi fram fyrirspurnir eigi ráðherrar að svara.Sigríður Á. Andersen sagði af sér sem dómsmálaráðherra eftir að dómur féll í Landsréttarmálinu í MDE.Vísir/VilhelmVill vita hver kostnaðurinn er við Landsréttarmálið Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, tók undir með þeim þingmönnum sem vöktu athygli á svarleysinu og sagðist hafa spurt dómsmálaráðherra í mars hver kostnaðurinn væri vegna skipunar Landsréttardómara. Hún hafi síðan fundið sig knúna til að ítreka fyrirspurnina 22. maí. „og fékk þá þau svör að síðar í þeirri viku myndi svarið - sem væri tilbúið inni í ráðuneytið - vera sent hingað til þingsins. Nú ætla ég ekki að ætla hæstvirtum dómsmálaráðherra að fara hér með fleipur og get því ekki skilið orð hennar öðruvísi en þannig að svarið sé komið til þingsins og þá veltir maður fyrir sér hvar er svarið.“ Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, nýtti tækifærið undir sama lið til að vekja athygli á því að honum hefði ekki borist svar við fyrirspurn sinni og fjölda annarra um stöðu eldri borgara. „Mér finnst það fullmikið þegar tíminn er orðinn helmingi meiri en þingsköp gera ráð fyrir“. „Uppáhalds umræðuefnið mitt“ Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hóf ræðu sína á smá glensi þegar hann sagði „uppáhalds umræðuefnið mitt,“ en Björn er þekkur fyrir að vera ötull við að leggja fram fyrirspurnir, nokkrum þingmönnum til mikils ama. Hann sagði að meðalsvartími væri 35 virkir dagar en ekki 15 eins og ráð er gert fyrir. „Af öllum þeim sem svara fyrirspurnum þá er einmitt virðulegur forseti sá eini sem er innan tímamarkanna með 13 virka daga í svartíma,“ sagði Björn og beindi orðum sínum til Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis. En hver er meðalsvartími einstakra ráðherra? Björn var með svör á reiðum höndum og greindi frá meðalsvartíma hvers ráðherra fyrir sig. Þeir ráðherrar sem taka sér flesta daga til að svara fyrirspurnum er utanríkisráðherra (55 dagar), mennta- og menningarmálaráðherra (53 dagar) og fjármála- og efnahagsráðherra (42 dagar).
Alþingi Tengdar fréttir Beiðni um að Landsréttarmálið fari til yfirdeildar send MDE á allra næstu dögum Formleg beiðni íslenskra stjórnvalda um að Landsréttarmálinu verði vísað til yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu verður send til Strasbourg á allra næstu dögum. 6. maí 2019 19:45 Þórhildi Sunnu og Helgu Völu brugðið vegna orðræðu Sigríðar og Bjarna um MDE: „Erum við komin þangað?“ Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að það sé varhugavert að grafa undan MDE sem hafi fært okkur réttarbætur og aukið trú á réttarkerfið. 13. mars 2019 17:29 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Sjá meira
Beiðni um að Landsréttarmálið fari til yfirdeildar send MDE á allra næstu dögum Formleg beiðni íslenskra stjórnvalda um að Landsréttarmálinu verði vísað til yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu verður send til Strasbourg á allra næstu dögum. 6. maí 2019 19:45
Þórhildi Sunnu og Helgu Völu brugðið vegna orðræðu Sigríðar og Bjarna um MDE: „Erum við komin þangað?“ Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að það sé varhugavert að grafa undan MDE sem hafi fært okkur réttarbætur og aukið trú á réttarkerfið. 13. mars 2019 17:29