Uppþvottaburstar teknir af stuðningsmönnum á Laugardalsvelli Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 11. júní 2019 13:36 Hér má sjá þegar þvottabursti var réttur framan í Emre Belozoglu á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Getty Allir uppþvottaburstar verða gerðir upptækir á Laugardalsvelli í kvöld, mæti stuðningsmenn með bursta á leikinn gæti KSÍ þurft að sæta þunga refsingu frá UEFA. RÚV greindi frá þessu nú í hádeginu. Mikil læti hafa verið í kringum komu tyrkneska karlalandsliðsins í fótbolta hingað til lands, þá helst í kringum belgíska manninn sem otaði uppþvottabursta að fyrirliða tyrkneska liðsins í viðtali á Laugardalsvelli. Tyrkir túlka þetta sem kynþáttaníð og ef einhverjir stuðningsmenn íslenska landsliðsins mæta með uppþvottabursta á Laugardalsvöll þá er það túlkað sem kynþáttaníð. „Tyrkirnir taka þetta sem kynþáttaníð. Okkar stuðningsmenn hafa aldrei verið uppvísir að því að vera með kynþáttaníð á okkar heimavelli. Við höfum haft spurnir að því að einhverjum finnist þetta fyndið,“ er haft eftir Víði Reynissyni, öryggisfulltrúa KSÍ, á heimasíðu RÚV. Kynþáttaníð hefur verið nokkuð áberandi síðustu misseri innan fótboltahreyfingarinnar og hefur UEFA brugðið á það ráð að refsa þeim löndum sem gerast sök um kynþáttaníð með því að spila leiki fyrir luktum dyrum. Því mun KSÍ taka allt sem flokkast getur sem kynþáttaníð af stuðningsmönnum á Laugardalsvelli í kvöld, uppþvottabursta eða hvað annað. Fari svo að fólk komist inn á völlinn með bursta gæti það haft alvarlegar afleiðingar fyrir KSÍ, háa sekt eða heimaleik fyrir luktum dyrum. Þegar tyrkneska liðið lenti á Keflavíkurflugvelli á sunnudag þurftu þeir að fara í gegnum ítarlega öryggisleit þar sem þeir komu frá flugvelli sem ekki er vottaður af alþjóðlegum flugmálayfirvöldum. Tyrkir voru ósáttir með þetta og kvörtuðu tyrknesk stjórnvöld formlega til utanríkisráðuneytisins yfir meðferðinni. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, sagði við RÚV að viðbrögð Tyrkja hafi komið sér á óvart. „Mér finnst þau ekki vera í neinu samræmi við efni máls. Við tókum það alvarlega þegar hér koma athugasemdir og skoðuðum það mjög vel,“ sagði Guðlaugur Þór. EM 2020 í fótbolta Laugardalsvöllur Reykjavík Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Sjá meira
Allir uppþvottaburstar verða gerðir upptækir á Laugardalsvelli í kvöld, mæti stuðningsmenn með bursta á leikinn gæti KSÍ þurft að sæta þunga refsingu frá UEFA. RÚV greindi frá þessu nú í hádeginu. Mikil læti hafa verið í kringum komu tyrkneska karlalandsliðsins í fótbolta hingað til lands, þá helst í kringum belgíska manninn sem otaði uppþvottabursta að fyrirliða tyrkneska liðsins í viðtali á Laugardalsvelli. Tyrkir túlka þetta sem kynþáttaníð og ef einhverjir stuðningsmenn íslenska landsliðsins mæta með uppþvottabursta á Laugardalsvöll þá er það túlkað sem kynþáttaníð. „Tyrkirnir taka þetta sem kynþáttaníð. Okkar stuðningsmenn hafa aldrei verið uppvísir að því að vera með kynþáttaníð á okkar heimavelli. Við höfum haft spurnir að því að einhverjum finnist þetta fyndið,“ er haft eftir Víði Reynissyni, öryggisfulltrúa KSÍ, á heimasíðu RÚV. Kynþáttaníð hefur verið nokkuð áberandi síðustu misseri innan fótboltahreyfingarinnar og hefur UEFA brugðið á það ráð að refsa þeim löndum sem gerast sök um kynþáttaníð með því að spila leiki fyrir luktum dyrum. Því mun KSÍ taka allt sem flokkast getur sem kynþáttaníð af stuðningsmönnum á Laugardalsvelli í kvöld, uppþvottabursta eða hvað annað. Fari svo að fólk komist inn á völlinn með bursta gæti það haft alvarlegar afleiðingar fyrir KSÍ, háa sekt eða heimaleik fyrir luktum dyrum. Þegar tyrkneska liðið lenti á Keflavíkurflugvelli á sunnudag þurftu þeir að fara í gegnum ítarlega öryggisleit þar sem þeir komu frá flugvelli sem ekki er vottaður af alþjóðlegum flugmálayfirvöldum. Tyrkir voru ósáttir með þetta og kvörtuðu tyrknesk stjórnvöld formlega til utanríkisráðuneytisins yfir meðferðinni. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, sagði við RÚV að viðbrögð Tyrkja hafi komið sér á óvart. „Mér finnst þau ekki vera í neinu samræmi við efni máls. Við tókum það alvarlega þegar hér koma athugasemdir og skoðuðum það mjög vel,“ sagði Guðlaugur Þór.
EM 2020 í fótbolta Laugardalsvöllur Reykjavík Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Sjá meira