Jill Roord var hetja Hollendinga gegn Nýja Sjálandi á HM kvenna í fótbolta þegar hún skoraði eina mark leiksins í uppbótartíma.
Evrópumeistarar Hollands voru með mikla yfirburði gegn Nýja Sjálandi í fyrsta leik liðanna í E-riðli HM í Frakklandi.
Þrátt fyrir yfirburði á boltanum náðu þær hollensku aðeins þremur skotum á markrammann og var eitt þeirra skalli frá Roord í uppbótartíma af stuttu færi.
Biðin eftir fyrsta sigri Nýja Sjálands á HM í sögu liðsins heldur því enn áfram en þær spila við Kanada í næsta leik riðilsins. Kanada hafði betur gegn Kamerún í gærkvöldi í sama riðli.
