Fótbolti

Henry og leitin að stuðningsmönnum Tyrklands

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Blaðamaður fór víða en fann enga stuðningsmenn frá Tyrklandi. Því miður.
Blaðamaður fór víða en fann enga stuðningsmenn frá Tyrklandi. Því miður.
Íþróttadeild Vísis fór á stúfana í dag í leit að stuðningsmönnum Tyrklands en greip í tómt. Þeir eru ekki að blanda geði við Íslendingana í sólinni.

Það hefur mikið gengið á síðustu daga út af stóra burstamálinu sem Belgi bar ábyrgð á eftir allt saman. Það verða því engir uppþvottaburstar leyfðir á Laugardalsvelli í kvöld eins og Víðir Reynisson, öryggisfulltrúi KSÍ, staðfestir í innslaginu hér að neðan.

Við fórum einnig á hótel tyrkneska liðsins þar sem voru engir stuðningsmenn sjáanlegir. Það var þó mikil öryggisgæsla enda íþróttamálaráðherra Tyrkja með landsliðinu. Leikmenn sjálfir voru silkislakir með kaffi og einhverjir fengu sér íþróttablys.

Það var rjómablíða niður á Austurvelli en engir stuðningsmenn Tyrklands. Við keyrðum sömuleiðis um allan miðbæinn en Tyrkirnir voru hvergi sjáanlegir.

Paul Ramses hefur verið að selja varning á Lækjartorgi síðustu daga og sagðist ekki hafa séð fleiri en sex tyrkneska stuðningsmenn á röltinu um bæinn í dag. Það er ansi lítið.

Sjá má innslag Henrys Birgis og Sigurjóns Ólasonar hér að neðan.

Klippa: Leitað af stuðningsmönnum Tyrklands

Tengdar fréttir

Belginn með burstann ætlaði ekki að móðga neinn

Líf Belgans Corentin Siamang hefur ekki verið það sama síðan það uppgötvaðist að hann hefði verið maðurinn með þvottaburstann er tyrkneska fótboltalandsliðið kom til Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×