Ludvigsen-málið: Óhræddur við lögreglu en óttaðist að eiginkonan kæmist að kynferðisbrotunum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. júní 2019 15:45 Eitt af sönnunargögnum í málinu. Svein Ludvigsen sést hér á gangi í grennd við hótel ásamt einum af mönnunum sem hann er sakaður um að hafa brotið gegn. Mynd/Lögreglan í Noregi Svein Ludvigsen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Noregs, neitaði sök er réttarhöldin yfir honum vegna kynferðisbrota gegn þremur ungum hælisleitendum sem hann er sakaður um, hófust í dag. Saksóknari segir skýr sönnunargögn benda til sektar ráðherrans fyrrverandi.Ludvigsen er sakaður um að hafa misnotað vald sitt sem norskur embættismaður, lofað að veita mönnunum þremur hæli í Noregi og þvingað þá þannig til að hafa við sig samfarir. Hin meintu brot voru framin þegar Ludvigsen var fylkisstjóri Troms en hann gegndi embættinu á árunum 2006-2014. Þá er hann sagður hafa brotið á mönnunum í sumarbústað, á heimili sínu, á hótelum í Ósló og í fylkisstjórnarhúsinu í Tromsö.Saksóknarinn Tor Børge Nordmo hóf réttarhöldin með því að fara yfir þau sönnunargögn sem liggja fyrir í málinu. Vísaði hann meðal annars til gagna sem sýna að Ludvigsen tók frá herbergi 611 á hóteli í Osló. Myndbandsupptaka úr öryggismyndavél í grennd við hótelið sýni svo Ludvigsen í fylgd eins þeirra þriggja hælisleitenda sem hann er sakaður um að hafa brotið á.Þá sagði Nordmo að ákæruvaldið myndi leiða fram fjölmörg vitni sem myndu segja hversu oft Ludvigsen hafi heimsótt miðstöð hælisleitenda í Troms, auk þess sem að minnsta kosti eitt fórnarlamba í málinu hefði óskað eftir því að dvelja hjá Ludvigsen í fjölmörg skipti. Þá bendi ýmis rafræn gögn til sektar ráðherrans fyrrverandi, auk annarra gagna.Svein Ludvigsen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Noregs.EPA/STIAN LYSBERG SOLUMSagði lögregluna vera sína bestu vini Eitt fórnarlambana grét í réttarsalnum er það sagði frá því hvernig Ludvigsen hafi brotið á sér. Þeir hafi hist þegar Ludvigsen heimsótti miðstöð hælisleitanda í Troms. Sagðist fórnarlambið hafa fundið fyrir miklum áhuga frá Ludvigsen sem síðar lét hann meðal annars fá síma. Nokkru síðar bauð Ludvigsen hælisleitandanum í bústaðaferð og þangað áttu þeir eftir að fara oft. Er Ludvigsen meðal annars sakaður um að hafa þvingað hælisleitendann til að hafa við sig samfarir í bústaðnum. „Ég hafði aldrei áður séð nakinn mann, ég hafði engan áhuga á þvi að gera eitthvað með öðrum manni. Það er dauðasynd samkvæmt mínum trúarbrögðum. Eftir hvert skipti sem ég hitti hann sagði ég að ég myndi aldrei hitta hann aftur. Þá sagði hann að hann myndi tryggja það að ég gæti aldrei búið í Noregi, ef ég segði einhverjum. Þannig að ég þorði ekki að gera neitt,“ sagði hælisleitandinn í réttarsalnum í dag. Þá hafi Ludvigsen lagt fyrir skýr fyrirmæli um að hælisleitandinn ætti að eyða öllum skilaboðum sem þeir sendu sín á milli. „Hann athugaði þetta þegar við hittumst. Hann sagðist ekki vera hrædddur við lögregluna, þeir væru hans bestu vinir. Hann sagðist samt vera hræddur við eiginkonu sína.“ Dómsmálið heldur áfram á næstu dögun en Ludvigsen mun bera vitni á fimmtudaginn. Noregur Tengdar fréttir Hneyksli skekur Noreg: Fyrrverandi ráðherra ákærður fyrir kynferðisbrot gegn hælisleitendum Saksóknari í Noregi hefur ákært Svein Ludvigsen fyrrverandi sjávarútvegsráðherra fyrir kynferðisbrot gegn þremur ungum hælisleitendum. 28. nóvember 2018 14:28 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Fleiri fréttir Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Sjá meira
Svein Ludvigsen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Noregs, neitaði sök er réttarhöldin yfir honum vegna kynferðisbrota gegn þremur ungum hælisleitendum sem hann er sakaður um, hófust í dag. Saksóknari segir skýr sönnunargögn benda til sektar ráðherrans fyrrverandi.Ludvigsen er sakaður um að hafa misnotað vald sitt sem norskur embættismaður, lofað að veita mönnunum þremur hæli í Noregi og þvingað þá þannig til að hafa við sig samfarir. Hin meintu brot voru framin þegar Ludvigsen var fylkisstjóri Troms en hann gegndi embættinu á árunum 2006-2014. Þá er hann sagður hafa brotið á mönnunum í sumarbústað, á heimili sínu, á hótelum í Ósló og í fylkisstjórnarhúsinu í Tromsö.Saksóknarinn Tor Børge Nordmo hóf réttarhöldin með því að fara yfir þau sönnunargögn sem liggja fyrir í málinu. Vísaði hann meðal annars til gagna sem sýna að Ludvigsen tók frá herbergi 611 á hóteli í Osló. Myndbandsupptaka úr öryggismyndavél í grennd við hótelið sýni svo Ludvigsen í fylgd eins þeirra þriggja hælisleitenda sem hann er sakaður um að hafa brotið á.Þá sagði Nordmo að ákæruvaldið myndi leiða fram fjölmörg vitni sem myndu segja hversu oft Ludvigsen hafi heimsótt miðstöð hælisleitenda í Troms, auk þess sem að minnsta kosti eitt fórnarlamba í málinu hefði óskað eftir því að dvelja hjá Ludvigsen í fjölmörg skipti. Þá bendi ýmis rafræn gögn til sektar ráðherrans fyrrverandi, auk annarra gagna.Svein Ludvigsen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Noregs.EPA/STIAN LYSBERG SOLUMSagði lögregluna vera sína bestu vini Eitt fórnarlambana grét í réttarsalnum er það sagði frá því hvernig Ludvigsen hafi brotið á sér. Þeir hafi hist þegar Ludvigsen heimsótti miðstöð hælisleitanda í Troms. Sagðist fórnarlambið hafa fundið fyrir miklum áhuga frá Ludvigsen sem síðar lét hann meðal annars fá síma. Nokkru síðar bauð Ludvigsen hælisleitandanum í bústaðaferð og þangað áttu þeir eftir að fara oft. Er Ludvigsen meðal annars sakaður um að hafa þvingað hælisleitendann til að hafa við sig samfarir í bústaðnum. „Ég hafði aldrei áður séð nakinn mann, ég hafði engan áhuga á þvi að gera eitthvað með öðrum manni. Það er dauðasynd samkvæmt mínum trúarbrögðum. Eftir hvert skipti sem ég hitti hann sagði ég að ég myndi aldrei hitta hann aftur. Þá sagði hann að hann myndi tryggja það að ég gæti aldrei búið í Noregi, ef ég segði einhverjum. Þannig að ég þorði ekki að gera neitt,“ sagði hælisleitandinn í réttarsalnum í dag. Þá hafi Ludvigsen lagt fyrir skýr fyrirmæli um að hælisleitandinn ætti að eyða öllum skilaboðum sem þeir sendu sín á milli. „Hann athugaði þetta þegar við hittumst. Hann sagðist ekki vera hrædddur við lögregluna, þeir væru hans bestu vinir. Hann sagðist samt vera hræddur við eiginkonu sína.“ Dómsmálið heldur áfram á næstu dögun en Ludvigsen mun bera vitni á fimmtudaginn.
Noregur Tengdar fréttir Hneyksli skekur Noreg: Fyrrverandi ráðherra ákærður fyrir kynferðisbrot gegn hælisleitendum Saksóknari í Noregi hefur ákært Svein Ludvigsen fyrrverandi sjávarútvegsráðherra fyrir kynferðisbrot gegn þremur ungum hælisleitendum. 28. nóvember 2018 14:28 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Fleiri fréttir Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Sjá meira
Hneyksli skekur Noreg: Fyrrverandi ráðherra ákærður fyrir kynferðisbrot gegn hælisleitendum Saksóknari í Noregi hefur ákært Svein Ludvigsen fyrrverandi sjávarútvegsráðherra fyrir kynferðisbrot gegn þremur ungum hælisleitendum. 28. nóvember 2018 14:28