Fótbolti

Aron Einar hafði gaman af gærkvöldinu og þakkaði fyrir frábæran stuðning

Anton Ingi Leifsson skrifar
Aron Einar ásamt konu sinni og barni.
Aron Einar ásamt konu sinni og barni. vísir/getty
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, átti góðan leik á miðju íslenska liðsins í gærkvöldi er Ísland vann 2-1 sigur á Tyrklandi í undankeppni EM 2020 en leikið var í Laugardalnum.

Aron Einar stýrði liðinu af mikilli festu og gaf tóninn með mikilli baráttu. Leikur íslenska liðsins var afar góður og sigurinn verðskuldaður.

„Þetta var bara gaman! Takk fyrir frábæran stuðning,“ skrifar Aron Einar á Twitter-síðu sína nú í morgun.







Aron er nú á leið í verðskuldað sumarfrí eftir langt og strangt tímabil með Cardiff í ensku úrvalsdeildinni en eftir sumarið er hann á leið til Katar þar sem hann leikur með Al-Arabi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×