Brugðust við fjöldamótmælum með táragasi og háþrýstidælum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. júní 2019 08:54 Til átaka kom á milli óeirðarlögreglu og mótmælenda í Hong Kong. Vísir/ap Þúsundir mótmælenda gengu fylktu liði að löggjafarþinginu í Hong Kong til að mótmæla umdeildu lagafrumvarpi sem heimilar framsal brotamanna frá sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong til meginlands Kína. Mótmælendur báru grímur og hjálma og söfnuðust saman við skrifstofur stjórnvalda og hindruðu aðgang. Þeir lokuðu einnig um hríð tveimur af helstu samgönguæðum borgarinnar. Óeirðarlögreglan brást við með því að nota táragas, piparúða og háþrýstidælur. Lögregluyfirvöld í Hong Kong birtu tíst í morgun þar sem kom fram að mótmælin væru ekki lengur friðsamleg samkoma. Þau ráðlögðu mótmælendum að hafa sig á brott ellegar þyrfti lögreglan að beita „viðeigandi“ valdi. Í skugga fjöldamótmæla um nýliðna helgi frestaði löggjafarþingið í Hong Kong í morgun annarri umræðu um lagasetninguna umdeildu. Forseti þingsins vildi þó ekki kannast við að frestunin væri liður í því að koma til móts við mótmælendur. Stjórnvöld segja að löggjöfin sé nauðsynleg til að koma í veg fyrir að Hong Kong verði skálkaskjól fyrir glæpamenn frá meginlandi Kína. Ákveðið var að ráðast í umbætur þegar stjórnvöld í Taiwan gátu ekki fengið 19 ára karlmann frá Hong Kong framseldan. Honum var gefið að sök að hafa myrt þungaða kærustu sína í fríi á Taiwan. Maðurinn flúði til Hong Kong því hann vissi að enginn framsalssamningur var í gildi.Fjöldamótmæli fyrir utan löggjafarþingið í Hong Kong í morgun.Vísir/apStjórnvöld hafa reynt að sefa áhyggjur mótmælenda með loforði um að eingöngu þeir brotamenn sem hafa verið ákærðir fyrir alvarlega glæpi verði framseldir. Mótmælendur í Hong Kong eru langt frá því að vera sannfærðir og eru þess fullvissir að tilgangurinn með nýju lögunum sé að múlbinda stjórnarandstæðinga á meginlandinu. Andstæðingar lagafrumvarpsins hafa miklar áhyggjur af gerræðislegu réttarfari í Kína; þvinguðum játningum og pyntingum. Þeir segjast ekki ætla að fara fet fyrr en stjórnvöld hverfa frá fyrirætlunum sínum. Þrátt fyrir óánægju með lagafrumvarpið hyggjast stjórnvöld koma því í gegnum þingið. Áætlað er að löggjafarþingið greiði atkvæði um frumvarpið 20. júní. Hong Kong Kína Tengdar fréttir Xi segir Pútín sinn albesta vin Samband Rússlands og Kínverja er orðið stórgott samkvæmt forsetum ríkjanna tveggja. Stórveldin standa nú saman gegn Bandaríkjunum í fjölmörgum ágreiningsmálum. Til að mynda í Íranmálinu. 6. júní 2019 07:45 Risamótmæli í Hong Kong vegna nýs lagafrumvarps Telja að Kínverjar geti nýtt frumvarpið til að herja á pólitíska andstæðinga sína. 9. júní 2019 08:16 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Sjá meira
Þúsundir mótmælenda gengu fylktu liði að löggjafarþinginu í Hong Kong til að mótmæla umdeildu lagafrumvarpi sem heimilar framsal brotamanna frá sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong til meginlands Kína. Mótmælendur báru grímur og hjálma og söfnuðust saman við skrifstofur stjórnvalda og hindruðu aðgang. Þeir lokuðu einnig um hríð tveimur af helstu samgönguæðum borgarinnar. Óeirðarlögreglan brást við með því að nota táragas, piparúða og háþrýstidælur. Lögregluyfirvöld í Hong Kong birtu tíst í morgun þar sem kom fram að mótmælin væru ekki lengur friðsamleg samkoma. Þau ráðlögðu mótmælendum að hafa sig á brott ellegar þyrfti lögreglan að beita „viðeigandi“ valdi. Í skugga fjöldamótmæla um nýliðna helgi frestaði löggjafarþingið í Hong Kong í morgun annarri umræðu um lagasetninguna umdeildu. Forseti þingsins vildi þó ekki kannast við að frestunin væri liður í því að koma til móts við mótmælendur. Stjórnvöld segja að löggjöfin sé nauðsynleg til að koma í veg fyrir að Hong Kong verði skálkaskjól fyrir glæpamenn frá meginlandi Kína. Ákveðið var að ráðast í umbætur þegar stjórnvöld í Taiwan gátu ekki fengið 19 ára karlmann frá Hong Kong framseldan. Honum var gefið að sök að hafa myrt þungaða kærustu sína í fríi á Taiwan. Maðurinn flúði til Hong Kong því hann vissi að enginn framsalssamningur var í gildi.Fjöldamótmæli fyrir utan löggjafarþingið í Hong Kong í morgun.Vísir/apStjórnvöld hafa reynt að sefa áhyggjur mótmælenda með loforði um að eingöngu þeir brotamenn sem hafa verið ákærðir fyrir alvarlega glæpi verði framseldir. Mótmælendur í Hong Kong eru langt frá því að vera sannfærðir og eru þess fullvissir að tilgangurinn með nýju lögunum sé að múlbinda stjórnarandstæðinga á meginlandinu. Andstæðingar lagafrumvarpsins hafa miklar áhyggjur af gerræðislegu réttarfari í Kína; þvinguðum játningum og pyntingum. Þeir segjast ekki ætla að fara fet fyrr en stjórnvöld hverfa frá fyrirætlunum sínum. Þrátt fyrir óánægju með lagafrumvarpið hyggjast stjórnvöld koma því í gegnum þingið. Áætlað er að löggjafarþingið greiði atkvæði um frumvarpið 20. júní.
Hong Kong Kína Tengdar fréttir Xi segir Pútín sinn albesta vin Samband Rússlands og Kínverja er orðið stórgott samkvæmt forsetum ríkjanna tveggja. Stórveldin standa nú saman gegn Bandaríkjunum í fjölmörgum ágreiningsmálum. Til að mynda í Íranmálinu. 6. júní 2019 07:45 Risamótmæli í Hong Kong vegna nýs lagafrumvarps Telja að Kínverjar geti nýtt frumvarpið til að herja á pólitíska andstæðinga sína. 9. júní 2019 08:16 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Sjá meira
Xi segir Pútín sinn albesta vin Samband Rússlands og Kínverja er orðið stórgott samkvæmt forsetum ríkjanna tveggja. Stórveldin standa nú saman gegn Bandaríkjunum í fjölmörgum ágreiningsmálum. Til að mynda í Íranmálinu. 6. júní 2019 07:45
Risamótmæli í Hong Kong vegna nýs lagafrumvarps Telja að Kínverjar geti nýtt frumvarpið til að herja á pólitíska andstæðinga sína. 9. júní 2019 08:16
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila