Grillfeðurnir kenna listina á bakvið grillaða pizzu Andri Eysteinsson skrifar 12. júní 2019 10:50 Hjalti Vignis þeytir deiginu í loftið eins og sannur pizzaiolo. Stöð2/Ísland í Dag Grillmeistararnir, Arnar Sigurðsson og Hjalti Vignis sem eru betur þekktir undir nafninu Grillfeðurnir, hafa vakið athygli fyrir grillfærni sína á samfélagsmiðlum. Hjalti og Arnar tóku það að sér að sýna Völu Matt réttu handtökin þegar pizza skal grilluð og var sýnt frá herlegheitunum í Íslandi í dag. Hjalti og Arnar grilluðu ekki bara venjulegar pizzur heldur skelltu þeir líka í s‘mores eftirrétt sem og súkkulaðipizzu. En hver er galdurinn að baki góðri grillaðri pizzu? „Þú þarft pizzastein og grillofn, það er nánast hægt að gera þetta á hvaða grilli sem er. Á meðan þú nærð nægum hita, 300°C til 350°C hita, þá ertu með allt sem þarf,“ segir Hjalti. Grillfeðurnir eru sammála um að skemmtilegra sé að nota kol til verksins þó það virki einnig að nota gas. Þá segja þeir hægt að koma fyrir viðarkubbum í grillinu til þess að breyta grillinu algjörlega í lítinn eldofn eins og finnast á pizzastöðum. Þá segja þeir Grillfeður að mikilvægt sé að hafa smá bil á milli grillgrindarinnar og pizzasteinsins, að hafa ekki bil getur sloppið á litlu gasgrilli en segja þeir stillingar þá skipta máli. Ástæðan fyrir þessu bili er sú að sé steinninn settur beint á grillið getur hann ofhitnað og brennur þá botninn. Með bilinu dreifist hitinn betur um grillið. Pizzur Grillfeðra eru gerðar frá grunni bæði deigið og sósan. Finna má uppskriftir Grillfeðranna á Facebook síðu þeirra. En innslag Völu Matt og Grillfeðra í Íslandi í Dag. Ísland í dag Matur Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Sjá meira
Grillmeistararnir, Arnar Sigurðsson og Hjalti Vignis sem eru betur þekktir undir nafninu Grillfeðurnir, hafa vakið athygli fyrir grillfærni sína á samfélagsmiðlum. Hjalti og Arnar tóku það að sér að sýna Völu Matt réttu handtökin þegar pizza skal grilluð og var sýnt frá herlegheitunum í Íslandi í dag. Hjalti og Arnar grilluðu ekki bara venjulegar pizzur heldur skelltu þeir líka í s‘mores eftirrétt sem og súkkulaðipizzu. En hver er galdurinn að baki góðri grillaðri pizzu? „Þú þarft pizzastein og grillofn, það er nánast hægt að gera þetta á hvaða grilli sem er. Á meðan þú nærð nægum hita, 300°C til 350°C hita, þá ertu með allt sem þarf,“ segir Hjalti. Grillfeðurnir eru sammála um að skemmtilegra sé að nota kol til verksins þó það virki einnig að nota gas. Þá segja þeir hægt að koma fyrir viðarkubbum í grillinu til þess að breyta grillinu algjörlega í lítinn eldofn eins og finnast á pizzastöðum. Þá segja þeir Grillfeður að mikilvægt sé að hafa smá bil á milli grillgrindarinnar og pizzasteinsins, að hafa ekki bil getur sloppið á litlu gasgrilli en segja þeir stillingar þá skipta máli. Ástæðan fyrir þessu bili er sú að sé steinninn settur beint á grillið getur hann ofhitnað og brennur þá botninn. Með bilinu dreifist hitinn betur um grillið. Pizzur Grillfeðra eru gerðar frá grunni bæði deigið og sósan. Finna má uppskriftir Grillfeðranna á Facebook síðu þeirra. En innslag Völu Matt og Grillfeðra í Íslandi í Dag.
Ísland í dag Matur Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Sjá meira