Facebook bítur ekki á agnið vegna gervimyndbands af Zuckerberg Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. júní 2019 11:26 Skjáskot úr myndbandinu. Mynd/skjáskot Bandaríski tæknirisinn mun ekki fjarlægja svokallað „deep-fake“ myndband þar sem sjá má Mark Zuckerberg, stofnanda og forstjóra, gorta sig af því að hafa safnað persónuupplýsingum milljarða notenda Facebook. Myndbandið er hluti af ádeilu tveggja breska listamanna á það hversu auðvelt er að breiða út falskar upplýsingar.Í myndbandinu, sem sjá má hér að neðan, má sjá tölvugerða en nokkuð sannfærandi útgáfu af Zuckerberg.„Ímyndið ykkur þetta: Einn maður hefur komið höndum sínum yfir stolnum upplýsingum um milljarða manna, öll leyndarmál þeirra, allt líf þeirra og framtíð,“ heyrist þessi útgáfa af Zuckerberg segja. „Ég á þetta allt Spectre að þakka. Spectre sýndi mér að sá sem stjórnar gögnunum, hann stjórnar framtíðinni.“Nokkuð auðvelt er að koma auga á að myndbandið er ekki ekta, fyrir það fyrsta er rödd Zuckerberg í myndbandinu ekki hans eigin auk þess sem að Spectre samtökin eiga sér aðeins stað í kvikmyndum og bókum um breska njósnarann James Bond. View this post on InstagramA post shared by Bill Posters (@bill_posters_uk) on Jun 7, 2019 at 7:15am PDT Myndbandið þykir þó athyglisvert fyrir þær sakir að stutt er síðan Facebook neitaði að taka niður falsað myndband af Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, þar sem látið var líta út fyrir að hún væri drukkin á opinberum viðburði. Því myndbandi var deilt víða og mátti Facebook þola mikla gagnrýni vegna þess hvernig fyrirtækið tók á myndbandinu. Kölluðu þingmenn beggja flokka í Bandaríkjunum eftir því að myndbandið yrði tekið úr dreifingu á Facebook en þess í stað ákvað tæknirisinn að draga úr birtingu þess þar sem búið væri að merkja myndbandið sem falskt. Það væri undir notendum komið að ákveða hvort þeir tækju efni þess trúanlegt eða ekki.Í yfirlýsingu kemur frá Facebook vegna myndbandsins af Zuckerberg kemur fram að það muni fá sömu meðhöndlum og myndbandið af Pelosi. Ef staðreyndaathugun þriðja aðila leiðir til þess að myndbandið verði merkt sem falskt verði dregið úr birtingu þess á miðlum Facebook.Myndbandið er framleitt af tveimur breskum listamönnum, þeim Bill Posters og Daniel Howe. Sem fyrr er það svokallað „deep-fake“ myndband. Með tækninni er hægt að skeyta andlitum einstaklinga inn á myndbönd með sannfærandi hætti.Í frétt New York Times um myndbandið af Zuckerberg segir að sérfræðingar hafi lengi haft áhyggur af tækninni á bak við hin svokölluðu „deep-fake“ myndbönd, þar sem með þeim sé auðvelt að búa til sannfærandi en að sama skapi algjörlega fölsk myndbönd, sem erfitt sé fyrir hinn almenna borgara að greina hvort séu fölsk eða ekki. Facebook Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Fólk tilkynni falsauglýsingar á samfélagsmiðlum Falsauglýsingar sem beinast að Íslendingum hafa verið áberandi á samfélagsmiðlum undanfarið. 11. júní 2019 21:35 Facebook tekur falsað myndband af Pelosi ekki úr umferð og telur að notendur verði sjálfir að ákveða hverju þeir trúi Kallað hefur verið eftir því að Facebook sýni ábyrgð og taki ekki þátt í því að dreifa fölsuðu myndbandi um einn valdamesta stjórnmálamann Bandaríkjanna. 25. maí 2019 20:45 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Sjá meira
Bandaríski tæknirisinn mun ekki fjarlægja svokallað „deep-fake“ myndband þar sem sjá má Mark Zuckerberg, stofnanda og forstjóra, gorta sig af því að hafa safnað persónuupplýsingum milljarða notenda Facebook. Myndbandið er hluti af ádeilu tveggja breska listamanna á það hversu auðvelt er að breiða út falskar upplýsingar.Í myndbandinu, sem sjá má hér að neðan, má sjá tölvugerða en nokkuð sannfærandi útgáfu af Zuckerberg.„Ímyndið ykkur þetta: Einn maður hefur komið höndum sínum yfir stolnum upplýsingum um milljarða manna, öll leyndarmál þeirra, allt líf þeirra og framtíð,“ heyrist þessi útgáfa af Zuckerberg segja. „Ég á þetta allt Spectre að þakka. Spectre sýndi mér að sá sem stjórnar gögnunum, hann stjórnar framtíðinni.“Nokkuð auðvelt er að koma auga á að myndbandið er ekki ekta, fyrir það fyrsta er rödd Zuckerberg í myndbandinu ekki hans eigin auk þess sem að Spectre samtökin eiga sér aðeins stað í kvikmyndum og bókum um breska njósnarann James Bond. View this post on InstagramA post shared by Bill Posters (@bill_posters_uk) on Jun 7, 2019 at 7:15am PDT Myndbandið þykir þó athyglisvert fyrir þær sakir að stutt er síðan Facebook neitaði að taka niður falsað myndband af Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, þar sem látið var líta út fyrir að hún væri drukkin á opinberum viðburði. Því myndbandi var deilt víða og mátti Facebook þola mikla gagnrýni vegna þess hvernig fyrirtækið tók á myndbandinu. Kölluðu þingmenn beggja flokka í Bandaríkjunum eftir því að myndbandið yrði tekið úr dreifingu á Facebook en þess í stað ákvað tæknirisinn að draga úr birtingu þess þar sem búið væri að merkja myndbandið sem falskt. Það væri undir notendum komið að ákveða hvort þeir tækju efni þess trúanlegt eða ekki.Í yfirlýsingu kemur frá Facebook vegna myndbandsins af Zuckerberg kemur fram að það muni fá sömu meðhöndlum og myndbandið af Pelosi. Ef staðreyndaathugun þriðja aðila leiðir til þess að myndbandið verði merkt sem falskt verði dregið úr birtingu þess á miðlum Facebook.Myndbandið er framleitt af tveimur breskum listamönnum, þeim Bill Posters og Daniel Howe. Sem fyrr er það svokallað „deep-fake“ myndband. Með tækninni er hægt að skeyta andlitum einstaklinga inn á myndbönd með sannfærandi hætti.Í frétt New York Times um myndbandið af Zuckerberg segir að sérfræðingar hafi lengi haft áhyggur af tækninni á bak við hin svokölluðu „deep-fake“ myndbönd, þar sem með þeim sé auðvelt að búa til sannfærandi en að sama skapi algjörlega fölsk myndbönd, sem erfitt sé fyrir hinn almenna borgara að greina hvort séu fölsk eða ekki.
Facebook Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Fólk tilkynni falsauglýsingar á samfélagsmiðlum Falsauglýsingar sem beinast að Íslendingum hafa verið áberandi á samfélagsmiðlum undanfarið. 11. júní 2019 21:35 Facebook tekur falsað myndband af Pelosi ekki úr umferð og telur að notendur verði sjálfir að ákveða hverju þeir trúi Kallað hefur verið eftir því að Facebook sýni ábyrgð og taki ekki þátt í því að dreifa fölsuðu myndbandi um einn valdamesta stjórnmálamann Bandaríkjanna. 25. maí 2019 20:45 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Sjá meira
Fólk tilkynni falsauglýsingar á samfélagsmiðlum Falsauglýsingar sem beinast að Íslendingum hafa verið áberandi á samfélagsmiðlum undanfarið. 11. júní 2019 21:35
Facebook tekur falsað myndband af Pelosi ekki úr umferð og telur að notendur verði sjálfir að ákveða hverju þeir trúi Kallað hefur verið eftir því að Facebook sýni ábyrgð og taki ekki þátt í því að dreifa fölsuðu myndbandi um einn valdamesta stjórnmálamann Bandaríkjanna. 25. maí 2019 20:45