Lífið

Myndatökur bannaðar í brúðkaupinu hjá Sólrúnu Diego

Andri Eysteinsson skrifar
Sólrún er ein vinsælasta samfélagsmiðlastjarna landsins.
Sólrún er ein vinsælasta samfélagsmiðlastjarna landsins. Stöð 2
Samfélagsmiðlastjarnan Sólrún Diego ætlar ekki að greina fylgjendum sínum frá dagsetningu brúðkaups hennar og unnusta síns Frans Garðarssonar, þá verða myndatökur bannaðar í athöfninni. Þó segir Sólrún að myndir frá deginum muni væntanlega rata inn á Instagram síðu hennar eftir brúðkaupið.

Frá þessu greindi Sólrún á Instagram-síðu sinni þar sem hún bauð fylgjendum sínum upp á spurt og svarað. Sólrún sem er ein vinsælasta samfélagsmiðlastjarna landsins hefur deilt myndum af undirbúningi brúðkaupsins með fylgjendum sínum síðustu mánuði.

 
 
 
View this post on Instagram
Brúðarkjólamátun

A post shared by Sólrún Diego (@solrundiego) on Apr 12, 2019 at 9:09am PDT

Þá greindi Sólrún fylgjendum sínum einnig frá því að langbest væri að búa í Mosfellsbæ og viðurkenndi að henni fyndist ananas góður á pizzu.

Sólrún Diego greindi frá þessu á Instagram.Skjáskot/Instagram:solrundiego

Tengdar fréttir

Sólrún Diego og Frans flytja

Snapchat-stjarnan Sólrún Diego og Frans Veigar Garðarsson hafa ákveðið að færa sig um set og er íbúð þeirra við Þorrasalir í Kópavogi á sölu og er ásett verð 49,9 milljónir.

Sólrún Diego hætt á Snapchat

Þrifsnapparinn Sólrún Diego er hætt á Snapchat en hún greindi fylgjendum sínum frá þessu á miðlinum fyrir stundu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×