Telur að Ludvigsen hafi aðeins aðstoðað fórnarlömb sín til þess að sýna vald sitt Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. júní 2019 12:44 Svein Ludvigsen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Noregs. EPA/STIAN LYSBERG SOLUM Einn af hælisleitendunum sem Svein Ludvigsen, fyrrverandi sjávarútvegisráðherra Noregs, er sakaður um að hafa brotið á kynferðislega telur að hjálpsemi hans í þeirra garð hafi aðeins verið hans leið til þess að sýna hversu mikið vald byggi yfir. Hælisleitandinn segist á einum tímapunkti hafa haft í hyggju að myrða Ludvigsen vegna málsins. Réttarhöldin í máli Ludvigsen hófust í gær en hann er sakaður um kynferðisbrot gegn þremur ungum hælisleitendum. Var hann ákærður fyrir að hafa misnotað vald sitt sem norskur embættismaður, lofað að veita mönnunum hæli í Noregi og þvingað þá þannig til að hafa við sig samfarir.Ludvigsen neitar sök í málinu en í dag fékk verjandi hans tækifæri til þess að spyrja einn hælisleitandann spjörunum úr. Komið hefur fram að Ludvigsen hafi hjálpað honum að fá vinnu auk þess sem hann greiddi fyrir hann kostnað við að taka bílpróf. Verjandi hans lagði áherslu á þennan hluta málsins í dag en hælisleitandinn svaraði að annarlegar hvatir hafi búið að baki þessari „góðmennsku“. „Ég tel að hann hafi gert þetta vegna þess að hann fékk það sem hann vildi hjá mér og hann vildi sýna mér hversu mikil völd hann hefði, að hann gæti fengið hvað sem er í gegn,“ sagði hælisleitandinn. Hin meintu brot voru framin þegar Ludvigsen var fylkisstjóri Troms en hann gegndi embættinu á árunum 2006-2014.Eitt af sönnunargögnum í málinu. Svein Ludvigsen sést hér á gangi í grennd við hótel ásamt einum af mönnunum sem hann er sakaður um að hafa brotið gegn.Mynd/Lögreglan í Noregi„Svein hringdi eitt símtal og reddaði mér vinnu“ Sagði hælisleitandinn að Ludvigsen hafði lagt áherslu á það við sig að hann ætti vini í lögreglunni og að hann þekkti Noregskonung. Það myndi því ekki vera vandamál fyrir sig að láta vísa manninum úr landi.„Aðrir hælisleitendur sóttu alls staðar um vinnu en fengu hvergi. Svein hringdi eitt símtal og reddaði mér vinnu,“ sagði hælisleitandinn sem er 25 ára gamall til marks um það hversu mikið vald Svein hafi haft. Hann hafi því ekki þorað annað en að hlýða honum í einu og öllu.Verjandi Ludvigsen spurði hælisleitandinn einnig út í það sem fram kom við yfirheyrslur við rannsókn málsins, meðal annars það að í að minnsta kosti eitt skipti hafi hann beðið Ludvigsen um að fara með sér í fjallakofa þar sem meint brot Ludvigsen eiga meðal annars að hafa verið framin.„Það er rétt, vegna þess að ég ætlaði mér að myrða hann. Ef að við myndum fara í kofann og hann myndi reyna að gera það sem hann gerði alltaf, ætlaði ég að drepa hann,“ sagði maðurinn.Réttarhöldin halda áfram næstu daga en á morgun mun Ludvigsen bera vitni. Fylgjast má með framvindu málsins íbeinni textalýsingu á vef NRK. Noregur Tengdar fréttir Ludvigsen-málið: Óhræddur við lögreglu en óttaðist að eiginkonan kæmist að kynferðisbrotunum Svein Ludvigsen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Noregs, neitaði sök er réttarhöldin yfir honum vegna kynferðisbrota gegn þremur ungum hælisleitendum sem hann er sakaður um, hófust í dag. Saksóknari segir skýr sönnunargögn benda til sektar ráðherrans fyrrverandi. 11. júní 2019 15:45 Hneyksli skekur Noreg: Fyrrverandi ráðherra ákærður fyrir kynferðisbrot gegn hælisleitendum Saksóknari í Noregi hefur ákært Svein Ludvigsen fyrrverandi sjávarútvegsráðherra fyrir kynferðisbrot gegn þremur ungum hælisleitendum. 28. nóvember 2018 14:28 Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Einn af hælisleitendunum sem Svein Ludvigsen, fyrrverandi sjávarútvegisráðherra Noregs, er sakaður um að hafa brotið á kynferðislega telur að hjálpsemi hans í þeirra garð hafi aðeins verið hans leið til þess að sýna hversu mikið vald byggi yfir. Hælisleitandinn segist á einum tímapunkti hafa haft í hyggju að myrða Ludvigsen vegna málsins. Réttarhöldin í máli Ludvigsen hófust í gær en hann er sakaður um kynferðisbrot gegn þremur ungum hælisleitendum. Var hann ákærður fyrir að hafa misnotað vald sitt sem norskur embættismaður, lofað að veita mönnunum hæli í Noregi og þvingað þá þannig til að hafa við sig samfarir.Ludvigsen neitar sök í málinu en í dag fékk verjandi hans tækifæri til þess að spyrja einn hælisleitandann spjörunum úr. Komið hefur fram að Ludvigsen hafi hjálpað honum að fá vinnu auk þess sem hann greiddi fyrir hann kostnað við að taka bílpróf. Verjandi hans lagði áherslu á þennan hluta málsins í dag en hælisleitandinn svaraði að annarlegar hvatir hafi búið að baki þessari „góðmennsku“. „Ég tel að hann hafi gert þetta vegna þess að hann fékk það sem hann vildi hjá mér og hann vildi sýna mér hversu mikil völd hann hefði, að hann gæti fengið hvað sem er í gegn,“ sagði hælisleitandinn. Hin meintu brot voru framin þegar Ludvigsen var fylkisstjóri Troms en hann gegndi embættinu á árunum 2006-2014.Eitt af sönnunargögnum í málinu. Svein Ludvigsen sést hér á gangi í grennd við hótel ásamt einum af mönnunum sem hann er sakaður um að hafa brotið gegn.Mynd/Lögreglan í Noregi„Svein hringdi eitt símtal og reddaði mér vinnu“ Sagði hælisleitandinn að Ludvigsen hafði lagt áherslu á það við sig að hann ætti vini í lögreglunni og að hann þekkti Noregskonung. Það myndi því ekki vera vandamál fyrir sig að láta vísa manninum úr landi.„Aðrir hælisleitendur sóttu alls staðar um vinnu en fengu hvergi. Svein hringdi eitt símtal og reddaði mér vinnu,“ sagði hælisleitandinn sem er 25 ára gamall til marks um það hversu mikið vald Svein hafi haft. Hann hafi því ekki þorað annað en að hlýða honum í einu og öllu.Verjandi Ludvigsen spurði hælisleitandinn einnig út í það sem fram kom við yfirheyrslur við rannsókn málsins, meðal annars það að í að minnsta kosti eitt skipti hafi hann beðið Ludvigsen um að fara með sér í fjallakofa þar sem meint brot Ludvigsen eiga meðal annars að hafa verið framin.„Það er rétt, vegna þess að ég ætlaði mér að myrða hann. Ef að við myndum fara í kofann og hann myndi reyna að gera það sem hann gerði alltaf, ætlaði ég að drepa hann,“ sagði maðurinn.Réttarhöldin halda áfram næstu daga en á morgun mun Ludvigsen bera vitni. Fylgjast má með framvindu málsins íbeinni textalýsingu á vef NRK.
Noregur Tengdar fréttir Ludvigsen-málið: Óhræddur við lögreglu en óttaðist að eiginkonan kæmist að kynferðisbrotunum Svein Ludvigsen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Noregs, neitaði sök er réttarhöldin yfir honum vegna kynferðisbrota gegn þremur ungum hælisleitendum sem hann er sakaður um, hófust í dag. Saksóknari segir skýr sönnunargögn benda til sektar ráðherrans fyrrverandi. 11. júní 2019 15:45 Hneyksli skekur Noreg: Fyrrverandi ráðherra ákærður fyrir kynferðisbrot gegn hælisleitendum Saksóknari í Noregi hefur ákært Svein Ludvigsen fyrrverandi sjávarútvegsráðherra fyrir kynferðisbrot gegn þremur ungum hælisleitendum. 28. nóvember 2018 14:28 Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Ludvigsen-málið: Óhræddur við lögreglu en óttaðist að eiginkonan kæmist að kynferðisbrotunum Svein Ludvigsen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Noregs, neitaði sök er réttarhöldin yfir honum vegna kynferðisbrota gegn þremur ungum hælisleitendum sem hann er sakaður um, hófust í dag. Saksóknari segir skýr sönnunargögn benda til sektar ráðherrans fyrrverandi. 11. júní 2019 15:45
Hneyksli skekur Noreg: Fyrrverandi ráðherra ákærður fyrir kynferðisbrot gegn hælisleitendum Saksóknari í Noregi hefur ákært Svein Ludvigsen fyrrverandi sjávarútvegsráðherra fyrir kynferðisbrot gegn þremur ungum hælisleitendum. 28. nóvember 2018 14:28