Jólaboðið 1977 Davíð Stefánsson skrifar 13. júní 2019 07:00 Ein af stærri fréttum síðustu viku var skráning Marel í kauphöllinni í Amsterdam. Undir forystu stjórnenda með skýra sýn og með stuðningi fjárfesta er hátæknifyrirtækið orðið leiðandi á alþjóðavísu í matvælaiðnaði. Hjá félaginu starfa sex þúsund manns í 30 löndum við að þjónusta viðskiptamenn í 180 ríkjum. Markaðsvirði fyrirtækisins er um 420 milljarðar króna. Aldrei ætti að vanmeta gildi góðra jólaboða. Sagt er að viðskiptahugmyndin að baki Marel hafi fæðst í einu slíku árið 1977. Vísindamenn og frumkvöðlar þróuðu fyrstu rafeindavogina fyrir íslenskan fiskiðnað í húsakynnum Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands. Marel var síðan formlega stofnað árið 1983 þegar aðilar úr sjávarútvegi komu til liðs við frumkvöðlana í háskólanum. Ástæða er til að minna á rætur Marel í íslensku vísindasamfélagi. Saga Marel sýnir mikilvægi vísinda og háskóla í framþróun atvinnulífsins. Hún undirstrikar nauðsyn þess að við hlúum vel að nýsköpun og sprotafyrirtækjum. Þar er að finna hreyfiafl nýrra framleiðsluhátta með uppbroti ríkjandi hugmynda og sífelldri sköpun og endurmati. Það krefst þolinmæði og skilnings á því að margar hugmyndir munu ekki ganga upp. En þær fáu sem að endingu ganga upp verða forsenda aukinnar hagsældar. Með þetta í huga er ástæða til bjartsýni þegar horft er til þeirra mörgu sprota- og hátæknifyrirtækja sem starfa hér á landi. Ef við Íslendingar viljum viðhalda óbreyttum lífsgæðum verðum við að auka útflutningsverðmæti okkar um milljarð á viku næstu tuttugu árin. Það verður einungis gert með því að skapa athafnalífi umhverfi vaxtar og samkeppnishæfni. Þá þarf hófsemi í umfangi og afskiptum ríkisins, en einnig meiri stuðning við frumkvöðla, sterkt vísindasamfélag og öfluga háskóla. Ísland býr sem betur fer við opna markaði. Forskot á aðra kemur með fjölþjóðlegu hugviti og samvinnu. Sú umgjörð sem við búum atvinnulífinu í harðri alþjóðasamkeppni skiptir því öllu máli. Þar hallar verulega á íslensk fyrirtæki vegna óstöðugleika þess örgjaldmiðils sem krónan er. Rekstrarforsendur breytast sífellt við það að krónan styrkist eða veikist. Samkeppnishæfni til lengri tíma veikist. Á sameiginlegum markaði Evrópu skiptir miklu að hafa tekjur og gjöld í sama gjaldmiðli. Miðað við það óhagræði sem er af krónunni er merkilegt að sjá hvað atvinnulífið og samfélagið hefur þó spjarað sig. Það var fróðlegt að hlusta á Árna Odd Þórðarson, forstjóra Marel, á síðasta Iðnþingi. Þar spurði hann hvernig í ósköpunum lítil íslensk iðnfyrirtæki gætu starfað í núverandi vaxtaumhverfi. Marel fjármagnaði sig á 1-2% vöxtum. Smærri iðnfyrirtæki á Íslandi eru í samkeppni við þetta vaxtastig. Að auki þurfi íslensk fyrirtæki að greiða hærri laun vegna hárra vaxta hér á landi til að fólk sé jafnsett öðrum í Evrópu. Slíkt gengur varla til lengdar. Leggjum við hlustir í jólaboðum framtíðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Stefánsson Mest lesið Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Langþráður áfangi að hefja skimun fyrir ristilkrabbameini Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Jósefssagan og einelti Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar Skoðun Innanlandsflug eru almenningssamgöngur ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stígamót í 35 ár Drífa Snædal skrifar Skoðun Nýtum atkvæði okkar VR-ingar Ásgeir Geirsson skrifar Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson skrifar Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Ein af stærri fréttum síðustu viku var skráning Marel í kauphöllinni í Amsterdam. Undir forystu stjórnenda með skýra sýn og með stuðningi fjárfesta er hátæknifyrirtækið orðið leiðandi á alþjóðavísu í matvælaiðnaði. Hjá félaginu starfa sex þúsund manns í 30 löndum við að þjónusta viðskiptamenn í 180 ríkjum. Markaðsvirði fyrirtækisins er um 420 milljarðar króna. Aldrei ætti að vanmeta gildi góðra jólaboða. Sagt er að viðskiptahugmyndin að baki Marel hafi fæðst í einu slíku árið 1977. Vísindamenn og frumkvöðlar þróuðu fyrstu rafeindavogina fyrir íslenskan fiskiðnað í húsakynnum Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands. Marel var síðan formlega stofnað árið 1983 þegar aðilar úr sjávarútvegi komu til liðs við frumkvöðlana í háskólanum. Ástæða er til að minna á rætur Marel í íslensku vísindasamfélagi. Saga Marel sýnir mikilvægi vísinda og háskóla í framþróun atvinnulífsins. Hún undirstrikar nauðsyn þess að við hlúum vel að nýsköpun og sprotafyrirtækjum. Þar er að finna hreyfiafl nýrra framleiðsluhátta með uppbroti ríkjandi hugmynda og sífelldri sköpun og endurmati. Það krefst þolinmæði og skilnings á því að margar hugmyndir munu ekki ganga upp. En þær fáu sem að endingu ganga upp verða forsenda aukinnar hagsældar. Með þetta í huga er ástæða til bjartsýni þegar horft er til þeirra mörgu sprota- og hátæknifyrirtækja sem starfa hér á landi. Ef við Íslendingar viljum viðhalda óbreyttum lífsgæðum verðum við að auka útflutningsverðmæti okkar um milljarð á viku næstu tuttugu árin. Það verður einungis gert með því að skapa athafnalífi umhverfi vaxtar og samkeppnishæfni. Þá þarf hófsemi í umfangi og afskiptum ríkisins, en einnig meiri stuðning við frumkvöðla, sterkt vísindasamfélag og öfluga háskóla. Ísland býr sem betur fer við opna markaði. Forskot á aðra kemur með fjölþjóðlegu hugviti og samvinnu. Sú umgjörð sem við búum atvinnulífinu í harðri alþjóðasamkeppni skiptir því öllu máli. Þar hallar verulega á íslensk fyrirtæki vegna óstöðugleika þess örgjaldmiðils sem krónan er. Rekstrarforsendur breytast sífellt við það að krónan styrkist eða veikist. Samkeppnishæfni til lengri tíma veikist. Á sameiginlegum markaði Evrópu skiptir miklu að hafa tekjur og gjöld í sama gjaldmiðli. Miðað við það óhagræði sem er af krónunni er merkilegt að sjá hvað atvinnulífið og samfélagið hefur þó spjarað sig. Það var fróðlegt að hlusta á Árna Odd Þórðarson, forstjóra Marel, á síðasta Iðnþingi. Þar spurði hann hvernig í ósköpunum lítil íslensk iðnfyrirtæki gætu starfað í núverandi vaxtaumhverfi. Marel fjármagnaði sig á 1-2% vöxtum. Smærri iðnfyrirtæki á Íslandi eru í samkeppni við þetta vaxtastig. Að auki þurfi íslensk fyrirtæki að greiða hærri laun vegna hárra vaxta hér á landi til að fólk sé jafnsett öðrum í Evrópu. Slíkt gengur varla til lengdar. Leggjum við hlustir í jólaboðum framtíðarinnar.
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun
Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar
Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar
Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun