Tveir meðlimir Sigur Rósar halda ótrauðir áfram Andri Eysteinsson skrifar 13. júní 2019 15:00 Meðlimir hljómsveitarinnar hafa kennt handvömm endurskoðanda um. Vísir/GETTY „Við gerum þetta á meðan þetta er gaman, eins og fótboltamenn segja,“ sagði Georg Hólm, bassaleikari Sigur Rósar, spurður út í framtíð hljómsveitarinnar en eins og stendur eru meðlimir hljómsveitarinnar einungis tveir. Georg og Jón Þór Birgisson, Jónsi. Um þessar mundir eru 20 ár liðin frá útgáfu þriðju plötu Sigur Rósar sem átti eftir að reynast ein vinsælasta plata íslenskrar tónlistarsögu. Ágætis byrjun hét platan og kom út árið 1999. Þá samanstóð sveitin af Jónsa, Georg og Ágústi Ævari Gunnarssyni, og kölluðu þeir sig skytturnar þrjár. Þá var D‘Artagnan, hljómborðsleikarinn Kjartan Sveinsson nýlega genginn til liðs við sveitina. Ágætis byrjun átti eftir að reynast endalok Ágústs Ævars í sveitinni en skömmu eftir útgáfu plötunnar hætti hann og við stöðu hans við trommurnar tók Orri Páll Dýrason. Í tilefni af tuttugu ára afmæli Ágætis byrjunar efndu sveitarmenn til hlustunarteitis. Gestir hlustuðu á tuttugu ára gamla upptöku frá tónleikum sem haldnir voru, jú tuttugu árum áður.Af því tilefni ræddi Kastljós við þá Georg og Kjartan Sveinsson. Þar greindi Georg eins og áður segir frá framtíðarhorfum sveitarinnar en hinn meðlimur sveitarinnar, Jónsi, sá sér ekki fært um að mæta vegna skuldbindinga erlendis. Þá ræddu félagarnir stuttlega um skattamálin sem hafa vakið mikla athygli undanfarið en þeir Georg og Kjartan voru vissir um að málið skyggði ekkert á gleðina á 20 ára afmælinu. „Þarna varð handvömm, við réðum fólk til þess að sjá um þessa hluti fyrir okkur sjálfir. Þarna varð einhverjum á í messunni og við erum búnir að semja við skattinn um að borga það sem við eigum að gera. Við borgum okkar skatta glaðir, sagði Kjartan en bætti við að fyrir lægi ákæra sökum stórfelldrar vangár. Kumpánarnir láta hins vegar skattavandræðin ekki hafa nein áhrif á gleðina, „Það er gaman hjá okkur, það eru 20 ár síðan Ágætis byrjun kom út og því ber að fagna, sagði Georg Hólm, einn tveggja eftirstandandi meðlima Sigur Rósar. Sigur Rós Tónlist Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Sjá meira
„Við gerum þetta á meðan þetta er gaman, eins og fótboltamenn segja,“ sagði Georg Hólm, bassaleikari Sigur Rósar, spurður út í framtíð hljómsveitarinnar en eins og stendur eru meðlimir hljómsveitarinnar einungis tveir. Georg og Jón Þór Birgisson, Jónsi. Um þessar mundir eru 20 ár liðin frá útgáfu þriðju plötu Sigur Rósar sem átti eftir að reynast ein vinsælasta plata íslenskrar tónlistarsögu. Ágætis byrjun hét platan og kom út árið 1999. Þá samanstóð sveitin af Jónsa, Georg og Ágústi Ævari Gunnarssyni, og kölluðu þeir sig skytturnar þrjár. Þá var D‘Artagnan, hljómborðsleikarinn Kjartan Sveinsson nýlega genginn til liðs við sveitina. Ágætis byrjun átti eftir að reynast endalok Ágústs Ævars í sveitinni en skömmu eftir útgáfu plötunnar hætti hann og við stöðu hans við trommurnar tók Orri Páll Dýrason. Í tilefni af tuttugu ára afmæli Ágætis byrjunar efndu sveitarmenn til hlustunarteitis. Gestir hlustuðu á tuttugu ára gamla upptöku frá tónleikum sem haldnir voru, jú tuttugu árum áður.Af því tilefni ræddi Kastljós við þá Georg og Kjartan Sveinsson. Þar greindi Georg eins og áður segir frá framtíðarhorfum sveitarinnar en hinn meðlimur sveitarinnar, Jónsi, sá sér ekki fært um að mæta vegna skuldbindinga erlendis. Þá ræddu félagarnir stuttlega um skattamálin sem hafa vakið mikla athygli undanfarið en þeir Georg og Kjartan voru vissir um að málið skyggði ekkert á gleðina á 20 ára afmælinu. „Þarna varð handvömm, við réðum fólk til þess að sjá um þessa hluti fyrir okkur sjálfir. Þarna varð einhverjum á í messunni og við erum búnir að semja við skattinn um að borga það sem við eigum að gera. Við borgum okkar skatta glaðir, sagði Kjartan en bætti við að fyrir lægi ákæra sökum stórfelldrar vangár. Kumpánarnir láta hins vegar skattavandræðin ekki hafa nein áhrif á gleðina, „Það er gaman hjá okkur, það eru 20 ár síðan Ágætis byrjun kom út og því ber að fagna, sagði Georg Hólm, einn tveggja eftirstandandi meðlima Sigur Rósar.
Sigur Rós Tónlist Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Sjá meira