Pútín rekur yfirmenn lögreglunnar í Moskvu Kjartan Kjartansson skrifar 13. júní 2019 18:23 Ívan Golunov eftir að honum var sleppt úr haldi á þriðjudag. Vísir/EPA Mál rannsóknarblaðamannsins Ívans Golunov sem lögreglan í Moskvu reyndi að koma sök á heldur áfram að draga dilk á eftir sér. Vladímír Pútín forseti hefur nú rekið tvo af æðstu stjórnendum lögreglunnar í Moskvu vegna þess. Golunov, sem hefur meðal annars fjallað um vafasama fjármálagjörninga og ritskoðun á fjölmiðlum í Rússlandi, var handtekinn og sakaður um stórfellda fíkniefnasölu í síðustu viku. Fangelsun hans vakti mikla athygli og reiði. Honum var sleppt úr haldi á þriðjudag eftir að upplýsingar komu fram sem virtust staðfesta að lögreglumenn hefðu reynt að koma á hann sök.Breska ríkisútvarpið BBC segir að Pútín forseti hafi nú rekið Andrei Pútsjkov, liðsforingja og lögreglustjórann í Vestur Moskvu, og Júrí Devjatkin, liðsforingja og yfirmann fíkniefnadeildar lögreglunnar. Pútín hefur ekki tjáð sig um málið en talsmaður hans sagði stjórnvöld í Kreml fylgjast grannt með því á þriðjudag. Forsetinn er sagður vilja lægja öldurnar áður en hann árlegur símatími hans hefst 20. júní. Þar gefst landsmönnum tækifæri á að hringja inn og tala við forsetann. Lögmenn Golunov fullyrða að lögreglumenn hafi komið fíkniefnum fyrir á honum. Þá hefur komið í ljós að lögreglumyndir sem áttu að sýna búnað til framleiðslu fíkniefna í íbúð blaðamannsins hafi alls ekki verið teknar þar. Lögreglumönnunum sem handtóku Golunov hefur verið vikið úr starfi tímabundið. Þeir eru einnig sakaðir um að hafa barið blaðamanninn í varðhaldi. Hundruð mótmælenda voru handtekin í Moskvu í gær. Þeir kröfðust þess að einhver yrði dreginn til ábyrgðar fyrir handtöku Golunov og meðferðina á honum. Fjölmiðlar Rússland Tengdar fréttir Hundruð mótmælenda handtekin í Moskvu Mótmælendur kröfðust þess að einhver yrði dreginn til ábyrgðar vegna handtöku rannsóknarblaðamanns sem lögreglan virðist hafa komið sök á. 12. júní 2019 18:20 Rússneskur blaðamaður ákærður fyrir eiturlyfjasölu Rússneski rannsóknarblaðamaðurinn Ivan Golunov var handtekinn á fimmtudag og ákærður fyrir að hafa reynt að selja eiturlyf. 8. júní 2019 17:12 „Ég hefði aldrei trúað því að ég yrði viðstaddur mína eigin jarðarför“ Rússneski blaðamaðurinn Ivan Golunov, sem handtekinn var á fimmtudag fyrir umtalsverð meint fíkniefnabrot verður haldið í stofufangelsi en svo var kveðið upp af dómara eftir að Golunov mætti fyrir dóm í Moskvu í dag. 8. júní 2019 22:41 Rússneska blaðamanninum sleppt úr fangelsi Innanríkisráðherra Rússlands segir að rannsókn verði hafin á því hvernig lögreglumenn reyndu að koma sök á rannsóknarblaðamanninn Ívan Golunov. 11. júní 2019 19:12 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Mál rannsóknarblaðamannsins Ívans Golunov sem lögreglan í Moskvu reyndi að koma sök á heldur áfram að draga dilk á eftir sér. Vladímír Pútín forseti hefur nú rekið tvo af æðstu stjórnendum lögreglunnar í Moskvu vegna þess. Golunov, sem hefur meðal annars fjallað um vafasama fjármálagjörninga og ritskoðun á fjölmiðlum í Rússlandi, var handtekinn og sakaður um stórfellda fíkniefnasölu í síðustu viku. Fangelsun hans vakti mikla athygli og reiði. Honum var sleppt úr haldi á þriðjudag eftir að upplýsingar komu fram sem virtust staðfesta að lögreglumenn hefðu reynt að koma á hann sök.Breska ríkisútvarpið BBC segir að Pútín forseti hafi nú rekið Andrei Pútsjkov, liðsforingja og lögreglustjórann í Vestur Moskvu, og Júrí Devjatkin, liðsforingja og yfirmann fíkniefnadeildar lögreglunnar. Pútín hefur ekki tjáð sig um málið en talsmaður hans sagði stjórnvöld í Kreml fylgjast grannt með því á þriðjudag. Forsetinn er sagður vilja lægja öldurnar áður en hann árlegur símatími hans hefst 20. júní. Þar gefst landsmönnum tækifæri á að hringja inn og tala við forsetann. Lögmenn Golunov fullyrða að lögreglumenn hafi komið fíkniefnum fyrir á honum. Þá hefur komið í ljós að lögreglumyndir sem áttu að sýna búnað til framleiðslu fíkniefna í íbúð blaðamannsins hafi alls ekki verið teknar þar. Lögreglumönnunum sem handtóku Golunov hefur verið vikið úr starfi tímabundið. Þeir eru einnig sakaðir um að hafa barið blaðamanninn í varðhaldi. Hundruð mótmælenda voru handtekin í Moskvu í gær. Þeir kröfðust þess að einhver yrði dreginn til ábyrgðar fyrir handtöku Golunov og meðferðina á honum.
Fjölmiðlar Rússland Tengdar fréttir Hundruð mótmælenda handtekin í Moskvu Mótmælendur kröfðust þess að einhver yrði dreginn til ábyrgðar vegna handtöku rannsóknarblaðamanns sem lögreglan virðist hafa komið sök á. 12. júní 2019 18:20 Rússneskur blaðamaður ákærður fyrir eiturlyfjasölu Rússneski rannsóknarblaðamaðurinn Ivan Golunov var handtekinn á fimmtudag og ákærður fyrir að hafa reynt að selja eiturlyf. 8. júní 2019 17:12 „Ég hefði aldrei trúað því að ég yrði viðstaddur mína eigin jarðarför“ Rússneski blaðamaðurinn Ivan Golunov, sem handtekinn var á fimmtudag fyrir umtalsverð meint fíkniefnabrot verður haldið í stofufangelsi en svo var kveðið upp af dómara eftir að Golunov mætti fyrir dóm í Moskvu í dag. 8. júní 2019 22:41 Rússneska blaðamanninum sleppt úr fangelsi Innanríkisráðherra Rússlands segir að rannsókn verði hafin á því hvernig lögreglumenn reyndu að koma sök á rannsóknarblaðamanninn Ívan Golunov. 11. júní 2019 19:12 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Hundruð mótmælenda handtekin í Moskvu Mótmælendur kröfðust þess að einhver yrði dreginn til ábyrgðar vegna handtöku rannsóknarblaðamanns sem lögreglan virðist hafa komið sök á. 12. júní 2019 18:20
Rússneskur blaðamaður ákærður fyrir eiturlyfjasölu Rússneski rannsóknarblaðamaðurinn Ivan Golunov var handtekinn á fimmtudag og ákærður fyrir að hafa reynt að selja eiturlyf. 8. júní 2019 17:12
„Ég hefði aldrei trúað því að ég yrði viðstaddur mína eigin jarðarför“ Rússneski blaðamaðurinn Ivan Golunov, sem handtekinn var á fimmtudag fyrir umtalsverð meint fíkniefnabrot verður haldið í stofufangelsi en svo var kveðið upp af dómara eftir að Golunov mætti fyrir dóm í Moskvu í dag. 8. júní 2019 22:41
Rússneska blaðamanninum sleppt úr fangelsi Innanríkisráðherra Rússlands segir að rannsókn verði hafin á því hvernig lögreglumenn reyndu að koma sök á rannsóknarblaðamanninn Ívan Golunov. 11. júní 2019 19:12