Innlent

Fylgi Vinstri grænna og ríkisstjórnar minnkar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá fundi þingflokksformanna á Alþingi þar sem reynt er að semja um þinglok.
Frá fundi þingflokksformanna á Alþingi þar sem reynt er að semja um þinglok. Vísir/Friðrik Þór
Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist nú 22,1% og jókst lítillega frá síðustu mælingu MMR frá því í seinni hluta maí. Fylgi bæði Pírata og Samfylkingar mældist 14,4% en Samfylkingin bætti við sig tæpum tveimur prósentustigum milli mælinga.

Þá féll fylgi Vinstri grænna um tæp þrjú prósentustig milli mælinga og mældist 11,3%. Miðflokkurinn kemur í humátt á eftir með 10,6% fylgi.

Stuðningur við ríkisstjórnina mældist nú 40,2% samanborið við 45,5% undir lok maímánaðar.

Fylgi Pírata mældist nú 14,4% og mældist 14,0% í síðustu könnun.

Fylgi Samfylkingarinnar mældist nú 14,4% og mældist 12,5% í síðustu könnun

Fylgi Vinstri grænna mældist nú 11,3% og mældist 14,1% í síðustu könnun.

Fylgi Miðflokksins mældist nú 10,6% og mældist 10,8% í síðustu könnnun.

Fylgi Viðreisnar mældist nú 9,5% og mældist 8,3% í síðustu könnun.

Fylgi Framsóknarflokksins mældist nú 7,7% og mældist 9,7% í síðustu könnun.

Fylgi Sósíalistaflokks Íslands mældist nú 4,4% og mældist 3,4% í síðustu könnun.

Fylgi Flokks fólksins mældist nú 4,2% og mældist 4,2% í síðustu könnun.

Fylgi annarra flokka mældist 1,3% samanlagt.

Frá þessu er greint í nýrri mælingu MMR sem framkvæmd var dagana 7. til 14. júní og náði til 988 einstaklinga átján ára og eldri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×