Ökumenn aka nú upp Laugaveg Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 14. júní 2019 20:00 Mikil ringulreið skapaðist á Laugavegi í dag þegar akstursstefnunni var breytt. Héðan í frá aka ökumenn upp Laugaveg að hluta en ljóst er að ökumenn þurfi tíma til að venjast breytingunni. Klukkan átta í morgun var akstursstefnu bíla um Laugaveg breytt. Nú verður Laugavegur ekinn til austurs frá Klapparstíg upp að Frakkastíg. Eins og áður er hægt að aka niður Laugaveg frá Hlemmi en nú má aðeins aka niður að Frakkastíg. Þaðan er einstefna niður á Hverfisgötu. Fram til þessa hafa þeir sem óku niður Laugaveginn þurft að beygja niður Vatnsstíg þar sem göngugötusvæðið byrjaði. Í sumar er göngugötusvæðiðá Laugavegi minnkað frá fyrra ári og nær nú aðeins upp að Klapparstíg. Frá Klapparstíg má því nú aka upp Laugaveginn. Formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar segir ástæðu breytingarinnar tvíþætta. Fyrst og fremst sé verið að setja öryggi gangandi vegfarenda í fyrsta sæti. Með því að snúa akstursstefnunni við sé reynt að koma í veg fyrri að bílar aki inn á göngugötur. „Við erum ekki bara að gera það heldur erum við líka að dreifa umferðinni betur og létta á álaginu þannig að það er betra flæði um svæðið,“ sagði Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar.Sigurborg Ósk Haraldsdóttir er borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar.fréttablaðið/eyþórEins og sjá máá myndbandinu eru ökumenn ekki allir búnir að átta sig á breytingunni. Fjölmargir bílar keyra niður Laugaveg þrátt fyrir tvö umferðarmerki sem banna innakstur. „Það hefur gengið ágætlega. Það voru nú ýmsir huglægir árekstrar í morgun. Ökumenn eru ekki alveg sammála í hvora áttina á að fara, en ég held að margir keyri þetta á vananum,“ sagði Sigurborg. Kaupmaður á horni Laugavegs og Klapparstígs hefði viljað sjá lögreglu stýra umferð um svæðið fyrstu dagana. „Já ég er búin að kalla eftir því að það komi einhver stýring. Löggæsla eða slíkt sem beinir fólki í rétta átt svona á meðan maður er að læra á þetta allt saman. Ég held að fólk læri á þetta bara eins og allt annað. Svo þarf fólk að venja sig á að nota bílastæðahúsin og rölta til okkar. Það er alltaf best,“ sagði Guðrún Jóhannesdóttir, kaupmaður og formaður Miðborgarinnar okkar. Göngugötur Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir Ekið upp Laugaveginn þangað til vegkaflinn verður göngugata Á morgun, föstudag, taka gildi breytingar á akstursstefnu um Laugaveg en ekið verður upp götuna frá Klapparstíg upp að Frakkastíg. 13. júní 2019 13:00 Mest lesið Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Fleiri fréttir Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Sjá meira
Mikil ringulreið skapaðist á Laugavegi í dag þegar akstursstefnunni var breytt. Héðan í frá aka ökumenn upp Laugaveg að hluta en ljóst er að ökumenn þurfi tíma til að venjast breytingunni. Klukkan átta í morgun var akstursstefnu bíla um Laugaveg breytt. Nú verður Laugavegur ekinn til austurs frá Klapparstíg upp að Frakkastíg. Eins og áður er hægt að aka niður Laugaveg frá Hlemmi en nú má aðeins aka niður að Frakkastíg. Þaðan er einstefna niður á Hverfisgötu. Fram til þessa hafa þeir sem óku niður Laugaveginn þurft að beygja niður Vatnsstíg þar sem göngugötusvæðið byrjaði. Í sumar er göngugötusvæðiðá Laugavegi minnkað frá fyrra ári og nær nú aðeins upp að Klapparstíg. Frá Klapparstíg má því nú aka upp Laugaveginn. Formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar segir ástæðu breytingarinnar tvíþætta. Fyrst og fremst sé verið að setja öryggi gangandi vegfarenda í fyrsta sæti. Með því að snúa akstursstefnunni við sé reynt að koma í veg fyrri að bílar aki inn á göngugötur. „Við erum ekki bara að gera það heldur erum við líka að dreifa umferðinni betur og létta á álaginu þannig að það er betra flæði um svæðið,“ sagði Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar.Sigurborg Ósk Haraldsdóttir er borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar.fréttablaðið/eyþórEins og sjá máá myndbandinu eru ökumenn ekki allir búnir að átta sig á breytingunni. Fjölmargir bílar keyra niður Laugaveg þrátt fyrir tvö umferðarmerki sem banna innakstur. „Það hefur gengið ágætlega. Það voru nú ýmsir huglægir árekstrar í morgun. Ökumenn eru ekki alveg sammála í hvora áttina á að fara, en ég held að margir keyri þetta á vananum,“ sagði Sigurborg. Kaupmaður á horni Laugavegs og Klapparstígs hefði viljað sjá lögreglu stýra umferð um svæðið fyrstu dagana. „Já ég er búin að kalla eftir því að það komi einhver stýring. Löggæsla eða slíkt sem beinir fólki í rétta átt svona á meðan maður er að læra á þetta allt saman. Ég held að fólk læri á þetta bara eins og allt annað. Svo þarf fólk að venja sig á að nota bílastæðahúsin og rölta til okkar. Það er alltaf best,“ sagði Guðrún Jóhannesdóttir, kaupmaður og formaður Miðborgarinnar okkar.
Göngugötur Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir Ekið upp Laugaveginn þangað til vegkaflinn verður göngugata Á morgun, föstudag, taka gildi breytingar á akstursstefnu um Laugaveg en ekið verður upp götuna frá Klapparstíg upp að Frakkastíg. 13. júní 2019 13:00 Mest lesið Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Fleiri fréttir Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Sjá meira
Ekið upp Laugaveginn þangað til vegkaflinn verður göngugata Á morgun, föstudag, taka gildi breytingar á akstursstefnu um Laugaveg en ekið verður upp götuna frá Klapparstíg upp að Frakkastíg. 13. júní 2019 13:00