Erlent

Stjórnvöld í Hong Kong fresti framsalsfrumvarpi

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Mótmælendur í Hong Kong.
Mótmælendur í Hong Kong. Nordicphotos/AFP
Stuðningur á þingi og í stjórnmálasamfélaginu við frumvarp stjórnvalda í Hong Kong um að heimila framsal til meginlands Kína minnkar og ráðgjafar Carrie Lam, leiðtoga sjálfstjórnarhéraðsins, ráðleggja henni að fresta atkvæðagreiðslu. South China Morning Post og fleiri miðlar greindu frá í gær.

Hundruð þúsunda íbúa hafa flykkst út á götur til þess að mótmæla frumvarpinu. Það er sagt til þess fallið að þagga niður í gagnrýnisröddum. Aðgerðir lögreglu gegn mótmælendum hafa einnig verið gagnrýndar.

Bernard Chan, einn æðstu embættismanna Hong Kong, sagði í gær að eins og staðan er nú væri ómögulegt að drífa frumvarpið í gegn. „Ég held að það sé ómögulegt í ljósi þessarar miklu andstöðu. Það væri afar erfitt og við ættum að minnsta kosti að forðast að auka á spennuna.“




Tengdar fréttir

Umdeildu lagafrumvarpi mótmælt í Hong Kong

Þúsundir mótmælenda gengu fylktu liði að löggjafarþinginu í Hong Kong til að mótmæla umdeildu lagafrumvarpi sem heimilar framsal brotamanna frá sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong til meginlands Kína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×