Nýr Íslandsmeistari í Esjugöngu fór tólf ferðir upp og niður Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. júní 2019 12:42 Svanberg (t.h.) gekk tólf sinnum á Esjuna. Facebook Svanberg Halldórsson er nýr handhafi Íslandsmets í Esjugöngu en hann gekk í gær og í nótt alls tólf ferðir upp og niður fjallið, að Steini og til baka. Fyrra met var ellefu ferðir. Ferðirnar voru 83 kílómetrar samtals og tók það rétt tæpan sólarhring, 23 klukkustundir og 29 mínútur. Gekk Svanberg fyrir gott málefni, nánar tiltekið fyrir Ljósið, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir þá sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur þeirra, og tók Svanberg við áheitum inn á söfnunarreikning samtakanna. Svanberg var duglegur að sýna frá ferlinu á Facebook síðu sinni og hélt öllum sem fylgjast vildi með honum vel upplýstum um stöðu mála með því að birta myndband í hvert skipti sem hann kláraði ferð upp eða niður. Svanberg segir frá því á Facebook-síðu sinni að fyrir tíu árum síðan hafi hann gengið maraþon á Esjunni, 42,2 kílómetra. Þá gekk Svanberg einnig til góðs. „Í tilefni 10 ára afmælis upprunalegu áskorunarinnar þá hef ég ákveðið að gera nýja tilraun við Íslandsmetið dagana 14-15. júní næstkomandi og ganga minnsta 12 ferðir upp og niður Esjuna í einum rykk. Ég áætla að gangan muni taka u.þ.b. 19 klukkustundir og því um töluvert umfangsmeiri áskorun að ræða en hérna um árið. Ég hef ekki hugmynd um hvort mér takist þetta; en ég skal svo sannarlega gera mitt allra besta, þar til ég klára áskorunina eða lappirnar hreinlega gefa sig,“ skrifar Svanberg á Facebook en sem betur fer héldu lappirnar og ljóst að nýtt Íslandsmet hefur verið slegið. Esjan Reykjavík Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Fleiri fréttir Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Sjá meira
Svanberg Halldórsson er nýr handhafi Íslandsmets í Esjugöngu en hann gekk í gær og í nótt alls tólf ferðir upp og niður fjallið, að Steini og til baka. Fyrra met var ellefu ferðir. Ferðirnar voru 83 kílómetrar samtals og tók það rétt tæpan sólarhring, 23 klukkustundir og 29 mínútur. Gekk Svanberg fyrir gott málefni, nánar tiltekið fyrir Ljósið, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir þá sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur þeirra, og tók Svanberg við áheitum inn á söfnunarreikning samtakanna. Svanberg var duglegur að sýna frá ferlinu á Facebook síðu sinni og hélt öllum sem fylgjast vildi með honum vel upplýstum um stöðu mála með því að birta myndband í hvert skipti sem hann kláraði ferð upp eða niður. Svanberg segir frá því á Facebook-síðu sinni að fyrir tíu árum síðan hafi hann gengið maraþon á Esjunni, 42,2 kílómetra. Þá gekk Svanberg einnig til góðs. „Í tilefni 10 ára afmælis upprunalegu áskorunarinnar þá hef ég ákveðið að gera nýja tilraun við Íslandsmetið dagana 14-15. júní næstkomandi og ganga minnsta 12 ferðir upp og niður Esjuna í einum rykk. Ég áætla að gangan muni taka u.þ.b. 19 klukkustundir og því um töluvert umfangsmeiri áskorun að ræða en hérna um árið. Ég hef ekki hugmynd um hvort mér takist þetta; en ég skal svo sannarlega gera mitt allra besta, þar til ég klára áskorunina eða lappirnar hreinlega gefa sig,“ skrifar Svanberg á Facebook en sem betur fer héldu lappirnar og ljóst að nýtt Íslandsmet hefur verið slegið.
Esjan Reykjavík Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Fleiri fréttir Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Sjá meira