Amanda Knox óttast að verða fyrir árásum og áreiti á Ítalíu Sylvía Hall skrifar 15. júní 2019 16:31 Knox ávarpaði ráðstefnugesti og sagðist ekki hafa komið nálægt morðinu á Meredith Kercher. Vísir/Getty Hin 32 ára gamla Amanda Knox segist vera hrædd um að verða fyrir árásum og ásökunum á Ítalíu en hún sneri aftur þangað í fyrsta sinn nú á dögunum eftir að hún var sýknuð af áfrýjunardómstól af morðinu á sambýliskonu sinni árið 2011. BBC greinir frá. Knox er stödd á Ítalíu til þess að tala á ráðstefnu um réttlæti í dómskerfinu en hún var áður búsett á Ítalíu í bænum Perugia árið 2007 þar sem hún lagði stund tungumálanám. Á meðan dvölinni stóð fannst Meredith Kercher, vinkona hennar og sambýliskona, myrt á heimili þeirra. Knox, sem var tvítug á þeim tíma, var dæmd fyrir morðið ásamt þáverandi kærasta sínum Raffaele Sollecito og fékk málið mikla umfjöllun um allan heim og má meðal annars finna heimildarmynd um málið á streymiveitunni Netflix. Þegar Kercher fannst hafði hún verið skorin á háls og bentu áverkar á líkama hennar til þess að hún hefði orðið fyrir kynferðisofbeldi.Sjá einnig: Ítalska ríkinu gert að greiða Amöndu Knox bætur Málið fór aftur fyrir hæstarétt á Ítalíu árið 2014 eftir að þau voru bæði sýknuð af áfrýjunardómstól árið 2011 en niðurstaðan var sú sama og voru þau aftur sýknuð. Rudy Guede, 32 ára gamall maður frá Fílabeinsströndinni sem búsettur er á Ítalíu, afplánar nú sextán ára fangelsisdóm vegna málsins en fingraför hans fundust á vettvangi. Knox segist óttast að endurkoma hennar muni valda henni óþægindum og sagði hún við ráðstefnugesti að hún hefði áhyggjur af því að nýjar ásakanir myndu koma fram. Hún hélt því þó til streitu að hún væri alfarið saklaus af morðinu. Þá sagði hún marga hafa varað sig við því að snúa aftur og töldu hana klikkaða fyrir það.Knox sagði það ekki hafa verið auðvelt að snúa aftur til Ítalíu og talaði opinskátt um það á ráðstefnunni.Vísir/Getty Amanda Knox Bandaríkin Ítalía Tengdar fréttir Bandaríkin gætu þurft að framselja Amöndu Knox "Reynum við að fá uppljóstrarann Edward Snowden framseldan til Bandaríkjanna en komast svo sjálf hjá því að framselja manneskju sem dæmd er fyrir morð?“ 31. janúar 2014 16:03 Fyrsta sýnishornið úr kvikmynd um Amöndu Knox Michael Winterbottom leikstýrir kvikmyndinni Face Of An Angel. 5. febrúar 2014 14:00 Hæstiréttur Ítalíu sýknar Amöndu Knox Hæstiréttur á Ítalíu hefur sýknað hina bandarísku Amöndu Knox og Ítalann Raffaele Sollecito af ákæru um að hafa orðið Meredith Kercher að bana árið 2007. 27. mars 2015 22:01 Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Fleiri fréttir Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Sjá meira
Hin 32 ára gamla Amanda Knox segist vera hrædd um að verða fyrir árásum og ásökunum á Ítalíu en hún sneri aftur þangað í fyrsta sinn nú á dögunum eftir að hún var sýknuð af áfrýjunardómstól af morðinu á sambýliskonu sinni árið 2011. BBC greinir frá. Knox er stödd á Ítalíu til þess að tala á ráðstefnu um réttlæti í dómskerfinu en hún var áður búsett á Ítalíu í bænum Perugia árið 2007 þar sem hún lagði stund tungumálanám. Á meðan dvölinni stóð fannst Meredith Kercher, vinkona hennar og sambýliskona, myrt á heimili þeirra. Knox, sem var tvítug á þeim tíma, var dæmd fyrir morðið ásamt þáverandi kærasta sínum Raffaele Sollecito og fékk málið mikla umfjöllun um allan heim og má meðal annars finna heimildarmynd um málið á streymiveitunni Netflix. Þegar Kercher fannst hafði hún verið skorin á háls og bentu áverkar á líkama hennar til þess að hún hefði orðið fyrir kynferðisofbeldi.Sjá einnig: Ítalska ríkinu gert að greiða Amöndu Knox bætur Málið fór aftur fyrir hæstarétt á Ítalíu árið 2014 eftir að þau voru bæði sýknuð af áfrýjunardómstól árið 2011 en niðurstaðan var sú sama og voru þau aftur sýknuð. Rudy Guede, 32 ára gamall maður frá Fílabeinsströndinni sem búsettur er á Ítalíu, afplánar nú sextán ára fangelsisdóm vegna málsins en fingraför hans fundust á vettvangi. Knox segist óttast að endurkoma hennar muni valda henni óþægindum og sagði hún við ráðstefnugesti að hún hefði áhyggjur af því að nýjar ásakanir myndu koma fram. Hún hélt því þó til streitu að hún væri alfarið saklaus af morðinu. Þá sagði hún marga hafa varað sig við því að snúa aftur og töldu hana klikkaða fyrir það.Knox sagði það ekki hafa verið auðvelt að snúa aftur til Ítalíu og talaði opinskátt um það á ráðstefnunni.Vísir/Getty
Amanda Knox Bandaríkin Ítalía Tengdar fréttir Bandaríkin gætu þurft að framselja Amöndu Knox "Reynum við að fá uppljóstrarann Edward Snowden framseldan til Bandaríkjanna en komast svo sjálf hjá því að framselja manneskju sem dæmd er fyrir morð?“ 31. janúar 2014 16:03 Fyrsta sýnishornið úr kvikmynd um Amöndu Knox Michael Winterbottom leikstýrir kvikmyndinni Face Of An Angel. 5. febrúar 2014 14:00 Hæstiréttur Ítalíu sýknar Amöndu Knox Hæstiréttur á Ítalíu hefur sýknað hina bandarísku Amöndu Knox og Ítalann Raffaele Sollecito af ákæru um að hafa orðið Meredith Kercher að bana árið 2007. 27. mars 2015 22:01 Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Fleiri fréttir Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Sjá meira
Bandaríkin gætu þurft að framselja Amöndu Knox "Reynum við að fá uppljóstrarann Edward Snowden framseldan til Bandaríkjanna en komast svo sjálf hjá því að framselja manneskju sem dæmd er fyrir morð?“ 31. janúar 2014 16:03
Fyrsta sýnishornið úr kvikmynd um Amöndu Knox Michael Winterbottom leikstýrir kvikmyndinni Face Of An Angel. 5. febrúar 2014 14:00
Hæstiréttur Ítalíu sýknar Amöndu Knox Hæstiréttur á Ítalíu hefur sýknað hina bandarísku Amöndu Knox og Ítalann Raffaele Sollecito af ákæru um að hafa orðið Meredith Kercher að bana árið 2007. 27. mars 2015 22:01