Guðmundur: „Misnotuðum allt of mörg dauðafæri“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 15. júní 2019 20:00 Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari. Vísir Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir Tyrkjum í Laugardalshöll á morgun og þarf sigur til þess að tryggja sig inn á EM. Íslenska liðið mætti Grikkjum á miðvikudag ytra og var heppið að sleppa með jafntefli. Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari er búinn að fara vel yfir þann leik. „Mér fannst í sjálfu sér fyrri hálfleikurinn nokkuð vel leikinn. Það komu auðvitað einhver mistök í vörn en eftir 21 mínútu voru þeir búnir að gera sex mörk á okkur svo vörnin var að halda vel,“ sagði Guðmundur við Eirík Stefán Ásgeirsson á æfingu landsliðsins. „Við byrjum síðari hálfleik bara afspyrnu illa. Þeir gera þrjú mörk á tveimur og hálfri mínútu. Það var mjög dýrt að hleypa þeim þannig lagað inn í leikinn og alls ekki það sem við ætluðum okkur.“ „Svo getum við sagt sem svo að það eiga sér stað einstaklingsmistök í vörninni þar sem við töpum maður á móti manni, þeir eru mjög erfiðir þar og mjög hraðir. Við misnotum allt of mörg dauðafæri, ein átta dauðafæri í seinni hálfleik, og það er bara of mikið.“ Var það eitthvað einbeitingarleysi sem var ástæðan á baki frammistöðunnar, eða hver er skýringin að mati Guðmunds? „Í fyrsta lagi, ekki það að ég ætli að fara að afsaka mig eitthvað gagnvart svona hlutum, en ferðalagið í kringum þennan leik þegar allt er talið er 50 klukkutímar. Það tók okkur 36 klukkutíma að koma okkur á þennan stað, fellt niður flug og þetta var mjög erfitt. Það er eitt.“ „Við töluðum um það mjög gaumgæfilega í hálfleik að við ætluðum að mæta á fullu í seinni hálfleikinn, við áttuðum okkur á því að þetta var erfiður útivöllur, þess vegna var ég mjög ósáttur með einbeitinguna í síðari hálfleik að þessu leiti,“ sagði Guðmundur Guðmundsson. Allt viðtalið við Guðmund má sjá hér að neðan.Klippa: Guðmundur: Þurfum að koma báðum fótum á EM EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Ísland enn í lykilstöðu eftir óvænt jafntefli í Grikklandi Íslenska karlalandsliðið í handbolta fór langleiðina á EM 2020 í gær þrátt fyrir að hafa verið stálheppið að fá stig gegn Grikkjum á útivelli. 13. júní 2019 08:00 Þægileg staða fyrir lokaumferðina hjá Íslandi Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir því tyrkneska í lokaumferð undankeppni EM 2020 á morgun. 15. júní 2019 02:00 Skelfilegt gengi Íslands á útivelli heldur áfram Íslenska landsliðsins í handbolta hefur átt erfitt uppdráttar fyrir utan landsteinanna undanfarin misseri. 13. júní 2019 09:30 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir Tyrkjum í Laugardalshöll á morgun og þarf sigur til þess að tryggja sig inn á EM. Íslenska liðið mætti Grikkjum á miðvikudag ytra og var heppið að sleppa með jafntefli. Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari er búinn að fara vel yfir þann leik. „Mér fannst í sjálfu sér fyrri hálfleikurinn nokkuð vel leikinn. Það komu auðvitað einhver mistök í vörn en eftir 21 mínútu voru þeir búnir að gera sex mörk á okkur svo vörnin var að halda vel,“ sagði Guðmundur við Eirík Stefán Ásgeirsson á æfingu landsliðsins. „Við byrjum síðari hálfleik bara afspyrnu illa. Þeir gera þrjú mörk á tveimur og hálfri mínútu. Það var mjög dýrt að hleypa þeim þannig lagað inn í leikinn og alls ekki það sem við ætluðum okkur.“ „Svo getum við sagt sem svo að það eiga sér stað einstaklingsmistök í vörninni þar sem við töpum maður á móti manni, þeir eru mjög erfiðir þar og mjög hraðir. Við misnotum allt of mörg dauðafæri, ein átta dauðafæri í seinni hálfleik, og það er bara of mikið.“ Var það eitthvað einbeitingarleysi sem var ástæðan á baki frammistöðunnar, eða hver er skýringin að mati Guðmunds? „Í fyrsta lagi, ekki það að ég ætli að fara að afsaka mig eitthvað gagnvart svona hlutum, en ferðalagið í kringum þennan leik þegar allt er talið er 50 klukkutímar. Það tók okkur 36 klukkutíma að koma okkur á þennan stað, fellt niður flug og þetta var mjög erfitt. Það er eitt.“ „Við töluðum um það mjög gaumgæfilega í hálfleik að við ætluðum að mæta á fullu í seinni hálfleikinn, við áttuðum okkur á því að þetta var erfiður útivöllur, þess vegna var ég mjög ósáttur með einbeitinguna í síðari hálfleik að þessu leiti,“ sagði Guðmundur Guðmundsson. Allt viðtalið við Guðmund má sjá hér að neðan.Klippa: Guðmundur: Þurfum að koma báðum fótum á EM
EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Ísland enn í lykilstöðu eftir óvænt jafntefli í Grikklandi Íslenska karlalandsliðið í handbolta fór langleiðina á EM 2020 í gær þrátt fyrir að hafa verið stálheppið að fá stig gegn Grikkjum á útivelli. 13. júní 2019 08:00 Þægileg staða fyrir lokaumferðina hjá Íslandi Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir því tyrkneska í lokaumferð undankeppni EM 2020 á morgun. 15. júní 2019 02:00 Skelfilegt gengi Íslands á útivelli heldur áfram Íslenska landsliðsins í handbolta hefur átt erfitt uppdráttar fyrir utan landsteinanna undanfarin misseri. 13. júní 2019 09:30 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
Ísland enn í lykilstöðu eftir óvænt jafntefli í Grikklandi Íslenska karlalandsliðið í handbolta fór langleiðina á EM 2020 í gær þrátt fyrir að hafa verið stálheppið að fá stig gegn Grikkjum á útivelli. 13. júní 2019 08:00
Þægileg staða fyrir lokaumferðina hjá Íslandi Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir því tyrkneska í lokaumferð undankeppni EM 2020 á morgun. 15. júní 2019 02:00
Skelfilegt gengi Íslands á útivelli heldur áfram Íslenska landsliðsins í handbolta hefur átt erfitt uppdráttar fyrir utan landsteinanna undanfarin misseri. 13. júní 2019 09:30