Erkisbiskup Parísarborgar, Michel Aupetit, predikaði fyrir þrjátíu messugesti en fjöldi messugesta var takmarkaður sökum aðstæðna. Ummerki brunans sáust greinilega og biskupinn var klæddur öryggishjálmi á meðan að á athöfninni stóð.
Flestir messugesta voru prestar, meðhjálparar eða aðrir starfsmenn kirkjunnar en aðrir gátu fylgst með messunni í beinni útsendingu.
Miklum fjárhæðum var lofað til endurbyggingar Notre Dame eftir brunann en greint var frá því í gær að fjársterku aðilarnir sem lofað hefðu útlátum hafi ekki staðið við stóru orðin en ekkert fjármagn hefur skilað sér.
WATCH: Despite its "fragile" state, parishioners donned hardhats and held their first mass at Notre Dame Cathedral since an April fire ravaged its roof pic.twitter.com/fh23tag5xn
— TicToc by Bloomberg (@tictoc) June 15, 2019