Costco sýknað í innkaupakerrumáli Andri Eysteinsson skrifar 16. júní 2019 21:44 Costco var sýknað fyrir héraðsdómi í dag. Vísir/Ernir Verslunin Costco var á fimmtudag sýknuð af bótakröfu fyrir Héraðsdómi Reykjaness en krafa hafði verið lögð fram á hendur verslunarinnar vegna tjóns á bíl sem árekstur við innkaupakerrur olli. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá. Stefnandi sendi stefnanda, Costco, kröfubréf í ágúst síðastliðnum þar sem tilkynnt var um bótakröfu vegna tjónsins. Sóttist stefnandi eftir greiðslu 227 þúsund króna vegna skemmda. Málsatvik voru þau að í maí 2018 átti stefnandi leið fram hjá inngangi verslunarinnar þegar innkaupakerra, mögulega tvær saman, runnu á bíl stefnanda og olli skemmdum á bifreiðinni. Benti stefnandi á að kerrurnar sem notaðar séu í Costco séu stærri og þyngri en aðrar innkaupakerrur, auk þess að engin fyrirstaða sé við hús verslunarinnar til þess að koma í veg fyrir að kerrur renni af stað. Þegar atvikið hafi átt sér stað hafi starfsmaður verið að safna saman kerrum og hann hafi líklega misst kerrurnar tvær sem runnu á bílinn. Þá væru kröfum, gerðum til verslunarhúsnæðis samkvæmt mannvirkjalögum ekki fullnægt. Costco sagði þetta af og frá og taldi húsnæðið standast allar kröfur sem gerðar væru. Þá væri ótækt að leggja þær kröfur á verslunareigendur að þeir fylgist á öllum tímum með öllum svæðum verslunarrýmisins og nágrennis komi til þess að lausamunir renni af stað. Þá beri verslunareigendur ekki ábyrgð á því að viðskiptavinir skili kerrum á þar til gerða staði. Dómari féllst á málflutning rekstarfélags Costco, Costco Wholesale Iceland og var fyrirtækið sýknað af kröfum stefnda.Dóminn má lesa í heild sinni hér. Costco Dómsmál Garðabær Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
Verslunin Costco var á fimmtudag sýknuð af bótakröfu fyrir Héraðsdómi Reykjaness en krafa hafði verið lögð fram á hendur verslunarinnar vegna tjóns á bíl sem árekstur við innkaupakerrur olli. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá. Stefnandi sendi stefnanda, Costco, kröfubréf í ágúst síðastliðnum þar sem tilkynnt var um bótakröfu vegna tjónsins. Sóttist stefnandi eftir greiðslu 227 þúsund króna vegna skemmda. Málsatvik voru þau að í maí 2018 átti stefnandi leið fram hjá inngangi verslunarinnar þegar innkaupakerra, mögulega tvær saman, runnu á bíl stefnanda og olli skemmdum á bifreiðinni. Benti stefnandi á að kerrurnar sem notaðar séu í Costco séu stærri og þyngri en aðrar innkaupakerrur, auk þess að engin fyrirstaða sé við hús verslunarinnar til þess að koma í veg fyrir að kerrur renni af stað. Þegar atvikið hafi átt sér stað hafi starfsmaður verið að safna saman kerrum og hann hafi líklega misst kerrurnar tvær sem runnu á bílinn. Þá væru kröfum, gerðum til verslunarhúsnæðis samkvæmt mannvirkjalögum ekki fullnægt. Costco sagði þetta af og frá og taldi húsnæðið standast allar kröfur sem gerðar væru. Þá væri ótækt að leggja þær kröfur á verslunareigendur að þeir fylgist á öllum tímum með öllum svæðum verslunarrýmisins og nágrennis komi til þess að lausamunir renni af stað. Þá beri verslunareigendur ekki ábyrgð á því að viðskiptavinir skili kerrum á þar til gerða staði. Dómari féllst á málflutning rekstarfélags Costco, Costco Wholesale Iceland og var fyrirtækið sýknað af kröfum stefnda.Dóminn má lesa í heild sinni hér.
Costco Dómsmál Garðabær Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira