Erlent

Varabirgðir Írana af auðguðu úrani fara yfir hámarksmagn innan 10 daga

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Kjarnorkuver í Íran.
Kjarnorkuver í Íran. getty/IIPA
Íran hefur tilkynnt að þann 27. júní muni landið ná að fara yfir það hámarksmagn af auðguðu úrani í varabirgðum sínum, sem er tilgreint í kjarnorkusamningi sem ríkið skrifaði undir árið 2015 ásamt fleiri kjarnorkuríkjum. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC.

Íran tilkynnti í síðasta mánuði að til stæði að fjórfalda framleiðslu á auðguðu úrani vegna viðskiptaþvingana sem Bandaríkin hafa verið að beita ríkið.

Auðgað úran er notað sem eldsneyti fyrir kjarnaofna en einnig er það notað í kjarnorkuvopn.

Evrópsk stórveldi hafa varað Íran við því að þau muni neyðast til að beita landið viðskiptaþvingunum ef það muni brjóta á kjarnorkusamningnum.

Bretland, Frakkland og Þýskaland hafa reynt allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir að samningurinn falli úr gildi, eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði ríkið úr samningnum í fyrra.

Íran hefur kvartað yfir því að olíu- og fjármála stofnanir þeirra hafi orðið fyrir neikvæðum áhrifum eftir að Bandaríkin settu viðskiptaþvinganir á ríkið. Þær hafa orðið til samdráttar í hagvexti og valdið kreppu í hagkerfi landsins.

Snemma í maí, eftir að Trump stöðvaði undanþágur frá viðskiptaþvingununum fyrir ríki sem enn keyptu olíu frá Íran, tilkynnti Íran að það myndi hætta að uppfylla allar þær skuldbindingar sem fylgdu samningnum.

Þar á meðal myndi Íran ekki uppfylla þær kröfur um hámarks varabirgða af þungavatni og auðguðu úrani – hámark auðgaðs úrans eru 300 kg og þungavatns 130 tonn – og myndu byrja á ný að selja efnin til erlendra aðila.

Íran gaf Evrópuríkjunum einnig tímafrest til 7. júní til að koma íranskri olíusölu til varnar og tækist þeim það ekki myndi ríkið byrja að auðga úran á ný í meira mæli og fresta endurhönnun á þungavatns kjarnaofni sínum en meðal eldsneytis hans er plúton, sem hægt er að nota í kjarnorkusprengju.


Tengdar fréttir

Segja bandarískar hersveitir enga ógn

Hershöfðingi í íranska Byltingarvarðliðinu segir að vera bandarískra hersveita á Persaflóa sé aðeins sálfræðihernaður og hluti áætlunar til að hræða stjórnvöld í Teheran.

Íran mun verjast öllu ofstopi Bandaríkjanna

Íran mun verjast öllu hernaðarlegu eða efnahagslegu ofstopi, sagði Mohammad Javad Zarif, utanríkisráðherra Íran, á blaðamannafundi á sunnudag. Hann kallaði einnig eftir því að evrópsk ríki gerðu meira til að viðhalda kjarnorkusamningnum sem Íran skrifaði undir.

Evrópa hafnar afarkostum Íransstjórnar

Frakkland, Þýskaland og Bretland, evrópsku aðildarríkin að JCPOA-samningnum um að Íranar fái ekki að koma sér upp kjarnorkuvopnum í skiptum fyrir afléttingu viðskiptaþvingana, hvöttu Írana í sameiginlegri yfirlýsingu í gær til þess að halda samningnum á lífi.

Virtist hóta því að gjöreyðileggja Íran

Bandaríkjaforseti sendi Írönum skilaboð í gegnum Twitter þar sem hann virðist hóta því að gjöreyðileggja ríkið, hætti það ekki að ögra Bandaríkjunum.

Bretar og Bandaríkjamenn segja Írani hafa gert árás á olíuskip

Bresk stjórnvöld taka undir með bandarískum yfirvöldum og segja Írani hafa gert árásir á olíuskip í Ómanflóa. Stjórnin í Íran þvertekur fyrir að bera ábyrgð á árásunum. Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hvetur til þess að ekki verði aukið frekar á spennu vegna málsins. Óháðan aðila þurfi til að rannsaka hvað gerðist.

Kalla starfsmenn heim frá Írak

Yfirvöld Bandaríkjanna hafa skipað flestum starfsmönnum Utanríkisráðuneytisins í Baghdad og Ebril að yfirgefa Írak hið snarasta.

Orkuverð og fiskverð

Dýrasta bensíni í heimi er dælt á bíla í Hong Kong. Borgríkið er lítið að flatarmáli og eftir því þéttbýlt með afbrigðum. Það á engar náttúruauðlindir og þá ekki heldur olíu. Dýrt bensín er eðlilegt. Rífleg opinber gjöld eru því lögð ofan á heimsmarkaðsverðið á bensíni til að halda aftur af ökumönnum og draga úr umferð og mengun andrúmsloftsins.

Eldfimt ástand eftir árásir á Ómanflóa

Bandaríkin birtu myndband og segja tundurdufl hafa hæft olíuflutningaskip á Ómanflóa. Forstjóri skipafélagsins segir það ómögulegt. Írönum kennt um en þarlend stjórnvöld neita alfarið sök. Áhyggjum lýst af aukinni spennu.

Íran krefst verndar gegn Bandaríkjunum

Forseti Írans hefur tilkynnt að ríkið ætli tímabundið að hætta að framfylgja kjarnorkusamningnum vegna þvingana Bandaríkjamanna. Íranar vilja vernd gegn þvingununum annars ætli þeir að framleiða auðgað úran.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×