Indverskur töframaður talinn hafa drukknað eftir Houdini brellu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. júní 2019 11:48 Töframaðurinn Chanchal Lahiri áður en hann reyndi brellu töframannsins Harry Houdini. skjáskot Indverskur töframaður, sem reyndi að endurgera víðfræga brellu töframannsins Harry Houdini með því að fara út í á bundinn hlekkjum, er talinn látinn. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Chanchal Lahiri ætlaði að sleppa úr fjötrum sínum og synda í land en komst aldrei upp úr Hooghly ánni í ríkinu Vestur Bengal. Áhorfendur sem höfðu safnast saman til að horfa á hann hverfa ofan í ána á sunnudag tilkynntu málið til lögreglu sem nú leita hans. Lahiri, sem einnig er þekktur sem Mandrake, var slakað ofan í ána af báti. Hann var bundinn keðjum sem var læst með sex hengilásum og fylgdust áhorfendur með honum af tveimur bátum. Hópur fólks hafði einnig safnast saman á árbakkanum og einhverjir fylgdust með af Howrah brúnni í Kolkata. Lögregla, ásamt kafarateymi, leituðu í ánni en hafa enn ekki fundið töframanninn. Einn lögreglumannanna sagði í samtali við Hindustan Times dagblaðið að ekki yrði staðhæft um andlát Lahiri fyrr en lík hans myndi finnast. Jayanta Shaw, myndatökumaður hjá fréttamiðli á sæðinu, fylgdist með Lahiri þegar hann reyndi brelluna. Hann sagði í samtali við BBC að hann hafi rætt við töframanninn áður en hann byrjaði brelluna. „Ég spurði hann hvers vegna hann hætti lífi sínu fyrir töfra,“ sagði Shaw. „Hann brosti og sagði, „ Ef ég geri þetta rétt, eru þetta töfrar. Ef ég geri mistök verður þetta harmleikur.“ Töframaðurinn sagði við hann að hann vildi gera brelluna í von um að „endurvekja áhugann á töfrum.“ Þetta er ekki fyrsta skipti sem Lahiri reynir áhættusamt atriði í vatni. Fyrir 20 árum síðan fór hann ofan í þessa sömu á í glerkassa en náði að sleppa óskaddaður. Shaw hafði einnig verið á staðnum þegar það atriði fór fram. „Ég hélt að hann myndi aldrei koma upp úr vatninu í þetta skiptið,“ sagði hann. Indland Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Fleiri fréttir Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Sjá meira
Indverskur töframaður, sem reyndi að endurgera víðfræga brellu töframannsins Harry Houdini með því að fara út í á bundinn hlekkjum, er talinn látinn. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Chanchal Lahiri ætlaði að sleppa úr fjötrum sínum og synda í land en komst aldrei upp úr Hooghly ánni í ríkinu Vestur Bengal. Áhorfendur sem höfðu safnast saman til að horfa á hann hverfa ofan í ána á sunnudag tilkynntu málið til lögreglu sem nú leita hans. Lahiri, sem einnig er þekktur sem Mandrake, var slakað ofan í ána af báti. Hann var bundinn keðjum sem var læst með sex hengilásum og fylgdust áhorfendur með honum af tveimur bátum. Hópur fólks hafði einnig safnast saman á árbakkanum og einhverjir fylgdust með af Howrah brúnni í Kolkata. Lögregla, ásamt kafarateymi, leituðu í ánni en hafa enn ekki fundið töframanninn. Einn lögreglumannanna sagði í samtali við Hindustan Times dagblaðið að ekki yrði staðhæft um andlát Lahiri fyrr en lík hans myndi finnast. Jayanta Shaw, myndatökumaður hjá fréttamiðli á sæðinu, fylgdist með Lahiri þegar hann reyndi brelluna. Hann sagði í samtali við BBC að hann hafi rætt við töframanninn áður en hann byrjaði brelluna. „Ég spurði hann hvers vegna hann hætti lífi sínu fyrir töfra,“ sagði Shaw. „Hann brosti og sagði, „ Ef ég geri þetta rétt, eru þetta töfrar. Ef ég geri mistök verður þetta harmleikur.“ Töframaðurinn sagði við hann að hann vildi gera brelluna í von um að „endurvekja áhugann á töfrum.“ Þetta er ekki fyrsta skipti sem Lahiri reynir áhættusamt atriði í vatni. Fyrir 20 árum síðan fór hann ofan í þessa sömu á í glerkassa en náði að sleppa óskaddaður. Shaw hafði einnig verið á staðnum þegar það atriði fór fram. „Ég hélt að hann myndi aldrei koma upp úr vatninu í þetta skiptið,“ sagði hann.
Indland Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Fleiri fréttir Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Sjá meira